Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Sterkari í sjálfstæðu félagi

16. maí 2019

Elsa B. Friðfinnsdóttir var formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2003-2013.


Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur í heila öld verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa sterka málsvara. Formenn félagsins hafa sannarlega verið ólíkir einstaklingar, með mismunandi áherslur og framgöngu, en allir hafa þeir lagt sig fram í störfum sínum fyrir hjúkrunarfræðinga og félagið.

Formaður í áratug

Eins og gengur fylgja nýjum stjórnendum ýmsar breytingar. Svo varð þegar ég tók við formennsku í félaginu vorið 2003. Frá menntaskólaaldri hafði ég verið virk í félagsmálum og gjarnan verið í forystu. Ég vann fyrst fyrir Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga fljótt eftir brautskráningu úr hjúkrunarfræðinni og varð formaður kjaranefndar á Norðurlandi eystra. Þegar ljóst var að breytingar yrðu á formennsku í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga 1999 var skorað á mig að fara fram en hugur minn stefndi annað á þeim tíma. Áskoranirnar höfðu hins vegar ýtt við mér og kveikt neistann þannig að þegar aftur var ljóst að formannsskipti yrðu 2003 ákvað ég að slá til og gaf kost á mér til formennsku í félaginu. Formennskuárin mín urðu tíu.

Á heilum áratug kynntist ég miklum fjölda hjúkrunarfræðinga og átti gott samstarf við þá flesta. Á þessum árum var, eins og alltaf, mikil umræða um laun hjúkrunarfræðinga, ábyrgð og álag í starfi. Einstakir hópar sögðu upp starfi sínu og yfirvofandi yfirvinnubann hjúkrunarfræðinga gerði gæfumuninn í samningum sem undirritaðir voru í júlí 2008. Þá var stutt í efnahagshrunið og uppgangsárin þar á undan hefðu sannarlega átt að skila hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum miklu. En uppgangurinn náði einhvern veginn lítið inn í opinbera heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna að síðla árs 2003 voru formenn stéttarfélaga boðaðir á fund hjá Landspítalanum vegna fjöldauppsagna sem þá þurfti að fara í vegna samdráttar sem boðaður var í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004.

Úrsögn úr BHM

Kjaramál hafa svo lengi sem ég man verið helsta baráttumál hjúkrunarfræðinga. Sérstaða stéttarinnar og mikilvægi þess að rödd hjúkrunarfræðinga heyrðist hátt og skýrt var eflaust undirrót þess að tillaga kom fram á aðalfundi félagsins 12. maí 2009 um að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segði sig úr Bandalagi háskólamanna. Félagið var þá aftur orðið sjálfstætt og málflutningur hjúkrunarfræðinga sterkur. Í formannstíð minni lagði ég áherslu á að efla faghluta félagsins ekki síður en kjarahlutann. Lögum félagsins var breytt þannig að sérstök svið, kjarasvið og fagsvið, voru sett á fót. Námskeiðahald félagsins var styrkt til muna og samstarf við háskólana. Einnig fjölgaði fagdeildum mikið. Ég lagði líka áherslu á aukinn aðgang allra félagsmanna að ákvarðanatöku í félaginu. Stjórn félagsins var stækkuð þannig að hver svæðisdeild átti sinn fulltrúa í stjórninni. Fjarfundabúnaður var keyptur og nýttur til fundahalda og námskeiða. Vefsvæði félagsins var eflt með það fyrir augum að auka upplýsingastreymi til félagsmanna. Sá var einnig tilgangur fimmtudagspistla sem ég skrifaði vikulega í tæp fjögur ár.

Að vera virkur þátttakandi í samfélagi kollega og þjóða er ekki aðeins nauðsynlegt hjúkrunarfræðingum eins og öðrum heldur einnig skylt. Við lærum hvert af öðru, fáum hugmyndir, miðlum reynslu, myndum góð sambönd og stofnum til ómetanlegrar vináttu. Í þessum anda var alþjóðastarf félagsins eflt og ráðinn sérstakur alþjóðafulltrúi. Miklar breytingar hafa orðið í heilbrigðisþjónustunni og á stöðu hjúkrunarfræðinga síðustu tæpu 20 árin. Með fjölgun sérfræðinga í hjúkrun, hjúkrunarmóttökum og aukinni teymisvinnu hefur sjálfstæði hjúkrunarfræðinga aukist og mikilvægi starfa þeirra orðið enn sýnilegra en áður.

Breytt viðhorf

Viðhorf kynslóða til samspils einkalífs og vinnu er þó líklega sá einstaki þáttur sem breyst hefur hvað mest á síðustu árum og áratugum. Eldri kynslóðirnar lifa til að vinna en þær yngri vinna til að lifa. Þessi viðhorfsbreyting er góð og við sem eldri erum ættum að taka yngri kynslóðirnar til fyrirmyndar í þessu eins og mörgu öðru. Framtíð hjúkrunar, hjúkrunarfræðinga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er björt. Með góðri menntun, sterkri fagmótun, baráttuanda og samstöðu eru hjúkrunarfræðingum allir vegir færir.


Nútíð

Kjör

Saga

Pistlar

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála