Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Veitir doktorsnemum brautargengi

16. maí 2019

Jóhanna Bernharðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ

Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur (RIM) var stofnaður 29. júní 2007 að frumkvæði Ingibjargar R. Magnúsdóttur, fyrrverandi skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og formanni námsbrautarstjórnar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði og eru styrkir veittir til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi vegna rannsóknarverkefna sem falla að markmiðum sjóðsins. Ingibjörg var, eins og kunnugt er, einn helsti hvatamaður að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði árið 1973 og sannkallaður brautryðjandi í menntunarmálum hjúkrunarfræðinga hérlendis. Eins og flestir vita hefur Ingibjörg reynst íslenskri hjúkrunar- og ljósmóðurstétt einstakur velgjörðarmaður en hin síðari ár hefur hún einbeitt sér að eflingu RIM með peningagjöfum og margvíslegum stuðningi sem vert er að þakka.

Frá stofnun sjóðsins hefur verið úthlutað 10 sinnum, samtals 24 styrkjum til doktorsnema í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Heildarupphæð styrkjanna er orðin 8.300.000 kr. Sextán af 20 styrkhöfum hafa nú þegar útskrifast en um þessar mundir stunda 15 nemendur doktorsnám við Hjúkrunarfræðideild H.Í. Rannsóknarverkefni styrkhafa hafa spannað vítt svið og lagt umtalsvert af mörkum til fjölbreyttrar þjónustu og rannsókna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.

Fjölbreytt verkefni

Doktorsverkefnin hafa verið unnin á vettvangi flestra sérsviða hjúkrunar- og ljósmóðurfræði og beinst m.a. að fólki með langvinna verki, lífslokameðferð, heimafæðingum sem valkosti, unglingum með athyglisbrest og ofvirkni, endurhæfingu, gaumstoli, upplýsingatækni og heilsufari þeirra sem nýlega hafa flust á hjúkrunarheimili. Mörg verkefnanna hafa falið í sér íhlutanir, s.s. framsetningu meðferðarsamtala fyrir fjölskyldur mismunandi skjólstæðingahópa, til dæmis fyrir fjölskyldur barna og unglinga með astma, eftirgæslu eftir legu á gjörgæsludeild, geðvernd sem beinist að ungu fólki, skipulagningu meðferðarúrræða fyrir þolendur kynferðisofbeldis, fræðslu fyrir skurðsjúklinga og svo mætti lengi telja.

Það er óhætt að segja að allir styrkþegar RIM eru í dag mjög virkir í rannsóknum og framþróun eigin sérgreina. Flestir, ef ekki allir, taka þátt í að veita nemendum leiðsögn, m.a. í meistara- og doktorsnámi. Framlag þeirra er ómetnanlegt fyrir íslenska hjúkrunar- og ljósmóðurstétt, þeirra sem svo bera kyndilinn áfram. Þannig þróast fagið, ný þekking skapast sem síðan nýtist í þjónustu við skjólstæðinga.

Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur starfar eftir staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn. Val á styrkhöfum er í höndum stjórnarmanna en stjórn sjóðsins skipa Jóhanna Bernharðsdóttir, formaður stjórnarinnar, Stefán Bragi Bjarnason, lögfræðingur, fulltrúi Ingibjargar R. Magnúsdóttur, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, fulltrúi Ljósmæðrafélags Íslands, Auðna Ágústdóttir, fulltrúi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og Dagmar Huld Matthíasdóttir, fulltrúi velferðarráðuneytisins.

Að leggja sjóðnum lið

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður eru hvattar til að leggja sjóðnum lið svo hann megi þjóna sem best tilgangi sínum. Gerum orð Ingibjargar að okkar og höfum hugfast að margt smátt gerir eitt stórt. Veitum doktorsnemum og doktorsverkefnum í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum brautargengi með stuðningi okkar.

Hægt er að styrkja Rannsóknasjóð Ingibjargar R. Magnúsdóttur með ýmsu móti, t.d. með gjöfum í tilefni árgangaafmæla eða útskriftar. Einnig er hægt að senda minningarkort og tækifæriskort frá sjóðnum. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á slóðinni: http://sjodir.hi.is/rannsoknasjodur_ingibjargar_r_magnusdottur.

Fjárhæðir má leggja inn á eftirfarandi bankareikning hjá Íslandsbanka: 0513-26-004057. Kennitala Styrktarsjóða HÍ er 571292-3199.

Nútíð

Menntunarmál

Stuðningur

Pistlar

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála