Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Aldarafmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

6. júní 2019

Fjölbreytt dagskrá verður allt árið í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að fyrsta félags hjúkrunarfræðinga á Íslandi var stofnað. Opnunarhátíð afmælisárs félagsins, sem fram fór 15. janúar síðastliðinn á Hilton Nordica, var vel sótt en þar komu hátt í þúsund hjúkrunarfræðinga saman.

Formaður félagsins, Guðbjörg Pálsdóttir, flutti ávarp ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Ölmu Möller landlækni. Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunafræðingur, tók lagið og nýstofnaður kór hjúkrunarfræðinga flutti nokkur lög við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar. Ari Bragi Kárason lék á trompet og Ari Eldjárn flutti gamanmál. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var viðstödd hátíðahöldin en hún er heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Móðir hennar, Sigríður Eiríkisdóttir, var fyrsti íslenski formaður félagsins en hún tók við því hlutverki 1924 og markaði mikilvæg spor í sögu hjúkrunar á Íslandi á sínum 36 ára ferli sem formaður.

Hjúkrunarmessa á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga

Á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga, 12 maí, var haldin hjúkrunarmessa í Grafarvogskirkju. Kirkjubekkir voru þéttsetnir en þar ávarpaði sr. Grétar Halldór Gunnarsson, prestur Grafarvogskirkju, kirkjugesti,
sr. Svanhildur Blöndal, prestur og hjúkrunarfræðingur, þjónaði fyrir altari og Rósa Kristjánsdóttir, djákni og hjúkrunarfræðingur, predikaði.

Hjúkrunarfærðingarnir Laura Sch. Thorsteinsson, Guðný Valgeirsdóttir, Árni Már Haraldsson og Valgerður Hjartardóttir, sem jafnframt er djákni, lásu ritningartexta og bænir. Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur, söng einsöng og Hátíðarkór hjúkrunarfræðinga söng undir stjórn Bjargar Þórhallsdóttur. Kristín Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur lék á fiðlu og organisti var Hilmar Örn Agnarsson.

Sögusýning í Árbæjarsafni opnuð 19. júní

Í tilefni 100 ára afmælis Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur verið sett á fót sögusýning í Árbæjarsafni. Sýniningin hefst 19. júní og stendur fram í október. Sýningin hjúkrun í 100 ár segir sögu hjúkunar í samhengi við breytingar á stöðu kynjanna og þróun í tækni og vísindum.

Um aldamótin 1900 umbreyttist íslenskt samfélag. Fólkið yfirgaf sveitirnar og settist að í þéttbýlinu þar sem sumir bjuggu við velsæld en kjör annarra voru kröpp. Lélegt húsnæði ásamt skorti á mat og almennu hreinlæti ógnuðu heilsu bæjarbúa og nábýlið auðveldaði dreifingu sjúkdóma. Ábyrgð á umönnun sjúkra, sem hafði legið á heimilunum, fluttist yfir á góðgerðarfélög sem gáfu mat og fatnað og skipulögðu heimahjúkrun og heilsuvernd fyrir þá efnaminni.

Menntaðar hjúkrunarkonur voru þar framarlega í flokki. Margar voru danskar og höfðu flutt til landsins gagngert til þess að starfa á sjúkrastofnunum sem þá voru að rísa í nágrenni Reykjavíkur. Hjúkrun var nýtt og sérhæft starf sem krafðist, ef vel átti að fara, umhyggju og næmni fyrir þörfum sjúklinganna, agaðra vinnubragða og mikillar skipulagningar. Námið var þrjú ár og íslenskar stúlkur sóttu það erlendis að hluta eða öllu leyti fram til ársins 1931 þegar Hjúkrunarkvennaskólinn tók til starfa.

Langt var liðið á tuttugustu öldina áður en breytt viðhorf til hlutverk kvenna, fækkun vinnustunda, sumarfrí, innleiðing fæðingarorlofs, opnun leikskóla og bætt framboð getnaðarvarna gerðu konum kleift að starfa utan heimilis samhliða fjölskyldulífi. 
Þegar Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað árið 1919 voru starfandi 11 menntaðar hjúkrunarkonur sem allar voru ógiftar og barnlausar og bjuggu á þeim sjúkrastofnunum sem þær störfuðu við. Langt var liðið á tuttugustu öldina áður en breytt viðhorf til hlutverk kvenna, fækkun vinnustunda, sumarfrí, innleiðing fæðingarorlofs, opnun leikskóla og bætt framboð getnaðarvarna gerðu konum kleift að starfa utan heimilis samhliða fjölskyldulífi.

Enn í dag byggist hjúkrun á sama grunni og fyrir hundrað árum og miðar að því að skapa sjúklingnum öruggt umhverfi og þannig hindra, stöðva eða lina afleiðingar sjúkdóma og slysa. Í dag eru starfandi tæplega 3.000 hjúkrunarfræðingar sem vinna fjölbreytt og oft og tíðum mjög sérhæfð störf sem breytast í takt við framfarir sem verða á sviði vísinda og tækni. Þrátt fyrir þetta eru fáir karlmenn hjúkrunarfræðingar og vísbendingar eru um að þar sé um að kenna gömlum hugmyndum samfélagsins um hjúkrun og stöðu kynjanna. Er ekki kominn tími til að brjóta glerþakið?

Nánari dagskrá afmælisársins er hægt að kynna sér á vef félagsins, www.hjukrun.is.

Félagið

Hjúkrun

Saga

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála