Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Bráðadagurinn: uppskeruhátíð rannsókna og verkefna í bráðaþjónustu

6. júní 2019

Árlega stendur flæðisvið Landspítala fyrir þverfaglegri ráðstefnu þar sem kynntar eru rannsóknir í tengslum við bráðaþjónustu á Íslandi og ber heitið Bráðadagurinn. Ráðstefnuna sækir fagfólk í þjónustu bráðveikra einstaklinga frá fjölbreyttum starfstöðum samfélagsins og er þetta orðinn mikilvægur vettvangur í símenntun þessa hóps. Bráðaþjónusta er afar fjölþætt og hefur snertiflöt við fjölmargar fagstéttir. Starfsfólk á öllum þjónustustigum bráðaþjónustu þarf að vera í stakk búið til að takast á við óvænt verkefni, vera lausnamiðað og finna besta mögulega úrræði hverju sinni fyrir sína skjólstæðinga. Afrakstur rannsókna og starfsþróunarverkefna í bráðaþjónustu eru kynnt þennan dag en titill ráðstefnunar í ár er „Flæði bráðveikra; sjúklingar, starfsfólk og starfsumhverfi“.

Mikil breidd í flæði sjúklinga á bráðamóttöku

Yfirskrift ráðstefnunnar „Flæði bráðveikra; sjúklingar, starfsfólk og starfsumhverfi“ er lýsandi fyrir umræðu sem hefur verið í samfélaginu um bráðaþjónustu Landspítala. Brjáðaþjónusta er víðtæk, flókin og spannar breitt svið, hún kann að hefjast á slysstað þar sem fyrsta hjálp er veitt og af slysstað flyst hinn slasaði (eða slösuðu) á bráðamóttöku til áframhaldandi meðferðar. Bráðamóttaka tekur ekki aðeins á móti einstaklingum frá slysstað, heldur er tekið á móti öllum slösuðum, veikum eða bráðveikum sem þangað leita eða er vísað af öðrum heilbrigðisstarfsfólki. Því er mikil breidd í sjúklingaflæði og fráflæðisvandi af deildum spítalans veldur ógnunum í starfsumhverfi sem aftur kann að snerta öryggi sjúklinga.

Vandi bráðaþjónustu er ekki einskorðaður við flæði því skortur á hjúkrunarfræðingum er orðinn áþreifanlegur sem brýst fram í auknu álagi og áreiti og hætta á kulnun í starfi stigmagnast. Það eru margar og flóknar áskoranir sem blasa við en starfsfólk flæðisviðs er lausnamiðað og hugmyndaríkt sem endurspeglast í fjölda breytingatillaga og breytingastjórnun. 
Vandi bráðaþjónustu er ekki einskorðaður við flæði því skortur á hjúkrunarfræðingum er orðinn áþreifanlegur sem brýst fram í auknu álagi og áreiti og hætta á kulnun í starfi stigmagnast. Það eru margar og flóknar áskoranir sem blasa við en starfsfólk flæðisviðs er lausnamiðað og hugmyndaríkt sem endurspeglast í fjölda breytingatillaga og breytingastjórnun. Uppspretta sumra breytinganna voru kynntar á Bráðadageginum auk annarra erinda en þess utan voru málstofur og veggspjaldakynning sem snerta málefnið.

Mikilvægur vettvangur til að miðla rannsóknum

Bráðadagurinn er mikilvægur vettvangur til að kynna rannsóknir og þróunarverkefni hjúkrunarfræðinga. Til að fræðast betur um bráðahjúkrun voru þær Dóra Björnsdóttir og Gunnhildur Ösp Kjærnested teknar tali en þær eru báðar hjúkrunarfræðingar á bráðasviði Landspítala. Þær segja okkur frá bakgrunni sínum og framtíðarsýn og deila með okkur þeirra sýn á Bráðadeginum.

Gunnhildur útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2014 og fór síðan um haustið að vinna á neðri hæð bráðamóttökunnar, G2. Þar áður hafði hún unnið á taugalækningardeild með skóla og á hálendi Íslands sem skálavörður á sumrin. ,,Þar kviknaði einna helst áhugi á bráðahjúkrun enda þurfti maður oft að vera lausnamiðaður og takast á við alls konar aðstæður, allt frá smáslysum og upp í bráðar- og alvarlegar aðstæður. Ég vann á G2 í rúm 3 og hálft ár og færði mig síðan upp á G3, efri hæð bráðamóttökunnar.”

Dóra útskrifaðist úr hjúkrun frá Háskóla Íslands 1995. Hún vann sem fjórða árs nemi á A-7 og fyrst eftir útskrift, fór þaðan á barnadeild FSA og vann þar frá 1996-1999, svo á Sjúkrahúsinu Selfossi frá 2000-2003. Hún fór í diplómanám í bráðahjúkrun 2003 og hefur unnið á bráðamóttöku allar götur síðan.

„Kynnist flóru samfélagsins á hverjum einasta degi“

Hvað gerir bráðahjúkrun sérstaka í ykkar huga? „Það sem gerir bráðahjúkrun einstaka er hversu síbreytileg hún er. Þú ert aldrei að fást við sama verkefnið og þú ert alltaf að læra eitthvað nýtt. Meira að segja mestu reynsluboltanir, þeir sem hafa verið þarna í fjölda ára eða áratugi, koma stundum að tómum kofanum og þurfa að leita ráða. Einnig kynnist þú allri flóru samfélagsins á hverjum degi og ert að hjúkra einstaklingum á öllum aldri, frá nýburum og upp í aldraða einstaklinga. Þú ert aldrei að hjúkra sama einstaklingnum og þarft að stilla þig inn á hvern og einn,” segir Gunnhildur. Dóra fjölbreytileikann vera það fyrsta sem komi upp í hugann þar sem skjólstæðingahópurinn og vandamálin eru svo fjölbreytt. „Við þurfum að hugsa í lausnum og láta okkur detta eitthvað í hug í aðstæðum sem við höfum ekki einu sinni hugmyndaflug í að við lendum í. En mannskapurinn sem velur sér að starfa í bráðaþjónustu hann er líka einstakur, verkefnin eru flókin og oft mjög erfið en það er líka það sem þjappar okkur saman og það gerir bráðahjúkrun sérstaka.“

Gott tækifæri til að efla samstarf á milli ólíkra aðila

Gunnhildur og Dóra segja Bráðadaginn skipta miklu fyrir bráðahjúkrun. „Hann getur kveikt á nýjum hugmyndum og mögulegum rannsóknarverkefnum eða umbótarverkefnum sem geta eflt bráðahjúkrun,“ segir Gunnhildur. „Bráðadagurinn er vettvangur þar sem maður getur séð umbótaverkefni og nýjungar í bráðahjúkrun. Það er nauðsynlegt að geta séð og hugleitt hvernig hægt er að gera hlutina betur svo við getum veitt enn betri þjónustu. Einnig er það mjög hvetjandi að sjá hversu mörg verkefni eru í gangi og eykur það líkur og umræður um nýjar rannsóknir, verkferla eða umbótaverkefni.”

„Það er gaman að hafa þetta þverfaglegt og heyra frá sem flestum starfsstéttum. Það er alltaf áhugavert að heyra hvernig aðrir eru að tækla hlutina og finna lausnir á sömu vandamálum og eru til staðar hér,“ segir Dóra Björnsdóttir.
Dóra tekur undir orð Gunnhildar og segir daginn jafnframt vera góðan vettvang til að koma á framfæri rannsóknarverkefnum meðal hjúkrunarfræðinga sem og þeirra sem eru í framhaldsnámi, sem og að kynnast því sem aðrir eru að gera. „Ég lít á þetta sem uppskeruhátið sviðsins þar sem gefst tækifæri á að kynnast því sem er verið að vinna að á deildinni (G-2) og svo á sviðinu í heild.“ Einnig er þetta gott tækifæri til að kynnast fleirum á sviðinu og utan þess. „Það er gaman að hafa þetta þverfaglegt og heyra frá sem flestum starfsstéttum. Það er alltaf áhugavert að heyra hvernig aðrir eru að tækla hlutina og finna lausnir á sömu vandamálum og eru til staðar hér.“ Þá er þetta tilvalið tækifæri til að efla samstarf á milli ólíkra aðila að sögn Dóru. „Í ár vorum við t.d. að heyra frá hjúkrunarfræðingi út á landi og viðbragðsaðilum í utan spítala þjónustu, þetta er ótvírætt tækifæri til að efla samstarf Landspítalans við t.d. landsbyggðina og aðra viðbraðgsaðila.“

Aðspurðar um framtíðaráætlanir í hjúkrun svarar Gunnhildur því til að hún stefnir á áframhaldandi störf innan bráðahjúkrunar. Dóra bindur vonir um að innan tveggja ára geti bráðasviðið veitt framúrskarandi þjónustu fyrir bráðveika og slaðaða. Gunnhildur segir mörg og spennandi tækifæri vera innan seilingar og „spennandi að fylgjast með og sjá hvernig bráðahjúkrun og starfsemi bráðamóttökunar þróast.”


Pistlar og viðtöl

Fagleg málefni

Gjörgæsla og bráða

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála