Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Formannspistill: Ár hátíðarhalda og kjarabaráttu

6. júní 2019

Það er óhætt að segja að árið 2019 sé tíðindamikið hjá hjúkrunarfræðingum. Í ár fagnar félagið okkar 100 ára afmæli og á sama tíma standa hjúkrunarfræðingar í kjarabaráttu. Slík barátta er ekki nýtt umræðuefni þar sem hjúkrunarfræðingar hafa barist fyrir bættum kjörum alla tíð, en strax á fyrstu árum félagsins var helsta baráttumálið mismunandi launakjör hjúkrunarfræðinema. Allar götur síðan höfum við þurft að sækja á brattann og er ljóst að kvennastéttir hafa ekki enn fengið sömu kjör og karlastéttir þessa lands sem eru með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi, þrátt fyrir að Ísland sé hvað fremst á heimsvísu í dag þegar rætt er um jöfn laun og stöðu kynjanna. En nóg um það. Nú hefur sú sögulega staðreynd gerst að karlmönnum hefur fjölgað í faginu og eru þeir nú orðnir 3% af okkar félagsmönnum. Því ber að fagna og vonandi er hér fyrsti tónninn sleginn í góðri framtíðartónlist því - að mínu mati- -, eiga okkar skjólstæðingar að hafa aðgang að sem fjölbreyttustum hópi hjúkrunarfræðinga til að uppfylla þarfir sínar.

Megináherslur krafanna eru hækkun dagvinnulauna, stytting vinnuvikunnar og bætt starfsumhverfi. Þó ekki sé hægt að greina ítarlega frá framgangi viðræðna vonast ég til að yfirvöld átti sig á því að óbreytt ástand er ekki í boði, þetta „reddast“ ekkert öllu lengur.

Óbreytt ástand ekki boðlegt hjúkrunarfræðingum

Þegar þetta er skrifað er félagið, fyrir hönd félagsmanna, í miðjum kjaraviðræðum. Eins og oft vill verða í byrjun slíkra samræðna ber mikið á milli en viðræður eru þó hafnar. Samninganefndir félagsins munu áfram fylgja stíft eftir kröfugerðum félagsins en þær byggjast m.a. á niðurstöðum funda með hjúkrunarfræðingum um allt land og úr könnun sem gerð var á meðal félagsmanna í nóvember síðastliðinn um viðhorf og væntingar hjúkrunarfræðinga til komandi kjarasamninga. Megináherslur krafanna eru hækkun dagvinnulauna, stytting vinnuvikunnar og bætt starfsumhverfi. Þó ekki sé hægt að greina ítarlega frá framgangi viðræðna vonast ég til að yfirvöld átti sig á því að óbreytt ástand er ekki í boði, þetta „reddast“ ekkert öllu lengur. Leita þarf nýrra lausna til að takast á við þann vanda sem orðinn er í heilbrigðiskerfinu vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum. Íslensk yfirvöld þurfa að ákveða hvað þau vilja gera við heilbrigðiskerfið sem þegar hefur molnað úr og þjónstunni hrakað. Hvernig þjónustu vilja þau að sé veitt í heilbrigðiskerfinu? Hjúkrunarfræðingar eru almennt tilbúnir til vinnu í heilbrigðiskerfinu en ekki skyldugir til að vinna í því – á því er mikill munur. Ekki má gleyma því að hjúkrunarstarfið er eitt þeirra starfa sem talið er að muni halda velli í framtíðinni þrátt fyrir mikla framþróun og örar tækniframfarir sem kenndar eru við fjórðu iðnbyltinguna. Hér þarf því umræðan að snúast um hvernig heilbrigðiskerfi yfirvöld og landsmenn vilja hafa á Íslandi í framtíðinni.

Vegleg afmælisdagskrá

Eins og áður sagði fögnum við 100 ára afmælis Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í ár. Vegleg dagskrá dreifist yfir allt afmælisárið og þeir viðburðir sem þegar hafa átt sér stað hafa heppnast með eindæmum vel. Ljóst er að félagsmenn eru ánægðir með viðburðina hingað til enda mættu á níunda hundrað hjúkrunarfræðinga á fyrsta viðburðinn á Hótel Nordica 15. janúar síðastliðinn. Síðan þá höfum við haldið hátíðlega hjúkrunarmessu á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí sem og aðalfund Fíh 16. maí. Í tilefni afmælisins voru heiðraðir 10 félagsmenn fyrir sitt framlag í þágu hjúkrunar, þróunar hennar og félagsstarfa. Einnig var veittur stór rannsóknarstyrkur og fimm hvatningarstyrkir til frumkvöðla í hjúkrun. Það var greinilegt í samtölum mínum við félagsmenn að mikil ánægja var með báða viðburði og nauðsynlegt að skapa tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að koma saman og efla samsöðuna. Búið er að gefa út sérstakt afmælisrit Tímarits hjúkrunarfræðinga sem er afskaplega veglegt og góð lesning.

„Ég skora á alla hjúkrunarfræðinga að mæta á Árbæjarsafn og skoða sögusýninguna Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð og takið endilega með fjölskyldu og vini. Sýningin verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní og stendur fram í október.“
Ég skora á alla hjúkrunarfræðinga að mæta á Árbæjarsafn og skoða sögusýninguna Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð og takið endilega með fjölskyldu og vini. Sýningin verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní og stendur fram í október. Fram undan eru fleiri spennandi viðburðir, eins og ráðstefnan HJÚKRUN 2019 sem haldin verður í Hofi á Akureyri dagana 26.-27. september 2019. Afmælisárinu lýkur síðan með hátíðarkvöldverði hjúkrunarfræðinga í Hörpu 15. nóvember. Síðan má ekki gleyma því að fag- og landsvæðadeildir fagna árinu með sínu eigin sniði og hvet ég hjúkrunarfræðinga til að taka líka þátt í því.

Nú er sumarið komið og styttist í sumarfríin. Ég vil hvetja ykkur til að taka lögbundið frí í sumar, hvíla ykkur og njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Með slíkri aðgreiningu milli vinnu og einkalífs eigum við mesta möguleika á að halda áfram að starfa við hjúkrun.

Félagið

Hjúkrun

Kjör

Stjórnvöld

Stuðningur

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála