Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Heiðursfélagar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

6. júní 2019

Á annað hundrað hjúkrunarfræðinga voru á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldinn var á Grand hóteli 16. maí. Sérstök dagskrá var á fundinum í tilefni afmælis félagsins, auk venjulegra aðalfundarstarfa, og voru tíu hjúkrunarfræðingar gerðir að heiðursfélögum félagins. Heiðursfélagar voru tilnefndir af hjúkrunarfræðingum og voru tilnefningarnar samþykktar á aðalfundinum. Þeir eru eftirtaldir:

Aðalbjörg Finnbogadóttir fyrir framlag í þágu hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar. Aðalbjörg hefur starfað af sannri trúmennsku fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í áratugi. Hún hefur haldið merki faghluta félagsins á lofti af mikilli einurð og festu.

Anna Stefánsdóttir fyrir framlag til þróunar hjúkrunar. Anna starfaði í áratugi á Landspítala, og var framkvæmdastjóri hjúkrunar í 17 ár, og hafði á þeim tíma mikil áhrif á faglega þróun hjúkrunar á spítalanum.

Ásta Möller fyrir framlag til félagsstarfa hjúkrunarfræðinga. Sem formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga stóð Ásta Möller að sameiningu Hjúkrunarfélags Íslands og Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðina í janúar 1994. Sameining félaganna var mikið heillaspor fyrir hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarstéttina alla.

Bergdís Kristjánsdóttir fyrir framlag til söfnunar og varðveislu hjúkrunarminja. Bergdís hefur starfað í muna- og minjanefndum félagsins um árabil. Þegar Fíh gerðist aðili að Lækningaminjasafninu og afhenti því safni alla sína muni, sem tengdust hjúkrunarsögunni á Íslandi, fylgdi Bergdís mununum eftir og skráði þá í kerfi Þjóðminjasafns Íslands, sarpur.is.

Bryndís Konráðsdóttir fyrir framlag til þróunar hjúkrunar. Bryndís var einn af hugmyndasmiðum og stofnendum Heimahlynningar, sem stofnuð var formlega 1. mars 1987, og var hún í forsvari Heimahlynningar allt til ársins 2004. Jafnframt tók Bryndís þátt í stofnun líknardeildarinnar í Kópavogi sem opnaði 1999.

Eyrún Jónsdóttir fyrir brautryðjendastarf í hjúkrun. Eyrún hefur frá upphafi stofnunar neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala starfað við hana, eða frá 1993. Hún tók þátt í öllum undirbúningi og uppbyggingu móttökunnar og hefur verið í forsvari fyrir hana lengst af.

Kristín Sophusdóttir fyrir framlag til þróunar hjúkrunar. Kristín er einn af fyrstu hjúkrunarfræðingum landsins sem lauk framhaldsnámi í hjúkrun krabbameinssjúklinga. Hún er frumkvöðull og brautryðjandi í krabbameinshjúkrun og sem stjórnandi hafði hún forystu um þróun krabbameinshjúkrunar á Landspítala í um þrjá áratugi.

Lovísa Baldursdóttir fyrir framlag til þróunar hlutverks sérfræðinga í hjúkrun. Lovísa var með fyrstu hjúkrunarfræðingunum sem luku meistaranámi í hjúkrun og einn okkar fyrstu sérfræðinga í hjúkrun samkvæmt núverandi reglugerð þar um. Hennar sérþekking liggur á sviði gjörgæsluhjúkrunar en hún hefur starfað og kennt á því sviði í áratugi.

Marga Thome fyrir framlag til menntunarmála, rannsókna og þekkingarsköpunar í hjúkrun. Marga Thome, prófessor emeritus, tók þátt í uppbyggingu hjúkrunarfræðináms við Háskóla Íslands á fyrsta áratug þess. Hún var öflugur leiðtogi og kennari við hjúkrunarfræðideildi HÍ í áratugi.

Vilborg Ingólfsdóttir fyrir framlag til félagsstarfa hjúkrunarfræðinga. Vilborg Ingólfsdóttir var formaður Hjúkrunarfélags Íslands á árunum 1991 til 1994 og stóð að sameiningu Hjúkrunarfélags Íslands og Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga í janúar 1994. Hún var fyrsti yfirhjúkrunarfræðingur landlæknisembættisins og átti þar langt og farsælt starf sem hún mótaði frá byrjun.Félagið

Fagleg málefni

Hjúkrun

Saga

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála