Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Heiðursfélagar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

6. júní 2019

Á annað hundrað hjúkrunarfræðinga voru á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldinn var á Grand hóteli 16. maí. Sérstök dagskrá var á fundinum í tilefni afmælis félagsins, auk venjulegra aðalfundarstarfa, og voru tíu hjúkrunarfræðingar gerðir að heiðursfélögum félagins. Heiðursfélagar voru tilnefndir af hjúkrunarfræðingum og voru tilnefningarnar samþykktar á aðalfundinum. Þeir eru eftirtaldir:

Aðalbjörg Finnbogadóttir fyrir framlag í þágu hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar. Aðalbjörg hefur starfað af sannri trúmennsku fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í áratugi. Hún hefur haldið merki faghluta félagsins á lofti af mikilli einurð og festu.

Anna Stefánsdóttir fyrir framlag til þróunar hjúkrunar. Anna starfaði í áratugi á Landspítala, og var framkvæmdastjóri hjúkrunar í 17 ár, og hafði á þeim tíma mikil áhrif á faglega þróun hjúkrunar á spítalanum.

Ásta Möller fyrir framlag til félagsstarfa hjúkrunarfræðinga. Sem formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga stóð Ásta Möller að sameiningu Hjúkrunarfélags Íslands og Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðina í janúar 1994. Sameining félaganna var mikið heillaspor fyrir hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarstéttina alla.

Bergdís Kristjánsdóttir fyrir framlag til söfnunar og varðveislu hjúkrunarminja. Bergdís hefur starfað í muna- og minjanefndum félagsins um árabil. Þegar Fíh gerðist aðili að Lækningaminjasafninu og afhenti því safni alla sína muni, sem tengdust hjúkrunarsögunni á Íslandi, fylgdi Bergdís mununum eftir og skráði þá í kerfi Þjóðminjasafns Íslands, sarpur.is.

Bryndís Konráðsdóttir fyrir framlag til þróunar hjúkrunar. Bryndís var einn af hugmyndasmiðum og stofnendum Heimahlynningar, sem stofnuð var formlega 1. mars 1987, og var hún í forsvari Heimahlynningar allt til ársins 2004. Jafnframt tók Bryndís þátt í stofnun líknardeildarinnar í Kópavogi sem opnaði 1999.

Eyrún Jónsdóttir fyrir brautryðjendastarf í hjúkrun. Eyrún hefur frá upphafi stofnunar neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala starfað við hana, eða frá 1993. Hún tók þátt í öllum undirbúningi og uppbyggingu móttökunnar og hefur verið í forsvari fyrir hana lengst af.

Kristín Sophusdóttir fyrir framlag til þróunar hjúkrunar. Kristín er einn af fyrstu hjúkrunarfræðingum landsins sem lauk framhaldsnámi í hjúkrun krabbameinssjúklinga. Hún er frumkvöðull og brautryðjandi í krabbameinshjúkrun og sem stjórnandi hafði hún forystu um þróun krabbameinshjúkrunar á Landspítala í um þrjá áratugi.

Lovísa Baldursdóttir fyrir framlag til þróunar hlutverks sérfræðinga í hjúkrun. Lovísa var með fyrstu hjúkrunarfræðingunum sem luku meistaranámi í hjúkrun og einn okkar fyrstu sérfræðinga í hjúkrun samkvæmt núverandi reglugerð þar um. Hennar sérþekking liggur á sviði gjörgæsluhjúkrunar en hún hefur starfað og kennt á því sviði í áratugi.

Marga Thome fyrir framlag til menntunarmála, rannsókna og þekkingarsköpunar í hjúkrun. Marga Thome, prófessor emeritus, tók þátt í uppbyggingu hjúkrunarfræðináms við Háskóla Íslands á fyrsta áratug þess. Hún var öflugur leiðtogi og kennari við hjúkrunarfræðideildi HÍ í áratugi.

Vilborg Ingólfsdóttir fyrir framlag til félagsstarfa hjúkrunarfræðinga. Vilborg Ingólfsdóttir var formaður Hjúkrunarfélags Íslands á árunum 1991 til 1994 og stóð að sameiningu Hjúkrunarfélags Íslands og Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga í janúar 1994. Hún var fyrsti yfirhjúkrunarfræðingur landlæknisembættisins og átti þar langt og farsælt starf sem hún mótaði frá byrjun.Félagið

Fagleg málefni

Hjúkrun

Saga

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála