Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Jöfn laun og vinnuskilyrði

6. júní 2019

Um allan heim er litið til Norðurlanda sem fyrirmyndar um kynjajafnrétti. Samt sýnir ný samanburðarskýrsla um vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga í þessum löndum fram á 20% mun á launum hefðbundinna kvenna- og karlastétta. Á árlegri ráðstefnu Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN), sem að þessu sinni var haldin í Reykjavík síðastliðið haust, var þessi staða reifuð frá ýmsum hliðum undir yfirskriftinni „Jöfn laun og starfsumhverfi“ (Equal pay and working conditions).

Þingið sóttu um 80 fulltrúar félaga hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum til að stilla saman strengi og afla hugmynda um vænlegar leiðir til að eyða launamuninum. Daginn fyrir ráðstefnuna undirrituðu formenn hjúkrunarfélaganna sex, sem mynda stjórn samtakanna, sameiginlega áskorun til ríkisstjórna landanna þar sem kallað er eftir pólitískum viðbrögðum gegn launaójöfnuði milli starfa sem krefjast sambærilegrar menntunar. Áskorunin er birt í dálki hér til hliðar. Stiklað verður nú á stóru í nokkrum helstu erindum þingsins.

Ágrip af nokkrum erindum ráðstefnunnar

Í erindi Tine Rostgaard, félagsfræðings og rannsóknarprófessors við VIVE, miðstöð félagsvísinda í Danmörku, kom fram að sameiginlegt sé í menningu Norðurlandabúa að foreldrar deili með sér forsjá og uppeldi í fjölskyldum. Foreldra- og feðraorlof hafa stuðlað að jafnrétti með því að breyta viðhorfum, menningu, lagasetningu og hugmyndum um jafnrétti. Þrátt fyrir þetta hafi lítið breyst í sögulegum mun á launum fyrir karla- og kvennastörf. Það mætti því ekki slaka á, baráttunni yrði að halda áfram. Hún klikkti út með áleitinni spurningu um hvort markmiðið með jafnrétti væri skýrt. Er verið að tala um 50:50 jafnrétti á öllu sviðum eða ætti að einhverju leyti að horfa til menningarlegs og líffræðilegs munar kynjanna?

„Ekki væla,“ eru skilaboðin sem stjórnendur fá. Hún benti á að það væri talað um að konur væru síður í stjórnunarstöðum en karlar. Ef nánar er að gætt sé það ekki alls kostar rétt. Þetta á við um vissa þætti atvinnulífsins þar sem karlar hafa verið ráðandi, en ef litið er á heilbrigðis- og félagsgeirann þá eru konur í stjórnunarstöðum þar í miklum meirihluta.
Klara Regnö, hagfræðingur við háskólann í Mälardalen í Svíþjóð og sérfræðingur í jafnri stöðu við Karolinska háskólann, hélt erindi um konur og karla í stjórnunarstöðum. Í erindi sem hún nefndi „Að varpa ljósi á hið ósýnilega: Ójöfn laun og aðrar kerfislægar jafnréttishindranir“ ræddi hún um kerfislægar hindranir í nútímanum, eins og stærri starfseiningar, minni stoðþjónustu og minna samráð milli stjórnunarlaga. Samkvæmt niðurstöðum hennar virðast konur í stjórnunarstörfum hafa fleiri undirmenn en karlar og vinna gjarnan í flatara skipuriti þar sem er erfiðara að viðhalda samskiptum við alla starfsmennina. Í karlagreinum séu æðri stjórnendur með færri undirmenn og hærri laun en því sé öfugt farið hjá konum. Samskipti yfirmanna og undirmanna eru einnig frekar ofan frá og niður hjá körlunum en í báðar áttir. Þá sagði hún rekstur innan fjárhagsramma skipta meira máli en allt annað. Rekstrarmarkmiðum er náð með því að þrýsta ábyrgð á viðunandi gæðum þjónustu niður í lægri stjórnunarlög skipuritsins. Litið er á það sem persónuleg stjórnunarmistök að ná ekki rekstrarmarkmiðum. „Ekki væla,“ eru skilaboðin sem stjórnendur fá. Hún benti á að það væri talað um að konur væru síður í stjórnunarstöðum en karlar. Ef nánar er að gætt sé það ekki alls kostar rétt. Þetta á við um vissa þætti atvinnulífsins þar sem karlar hafa verið ráðandi, en ef litið er á heilbrigðis- og félagsgeirann þá eru konur í stjórnunarstöðum þar í miklum meirihluta.

Jafnlaunakerfi opinberra stofnana

Lúvísa Sigurðardóttir, byggingarverkfræðingur og verkefnisstjóri innleiðingar jafnlaunavottunar á Landspítala, fjallaði um jafnlaunakerfi hjá opinberum stofnunum á Íslandi. Tilgangurinn með jafnlaunakerfi Landspítala er að uppfylla lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ásamt því að öðlast og viðhalda jafnlaunavottun. Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundinn mismunur eigi sér stað. „Starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf,“ segir í jafnlaunastefnunni. Lúvísa útskýrði hvernig staðallinn ÍST 85:2018 er hafður til hliðsjónar við að móta jafnlaunakerfi spítalans. Hún sagði að flækjustig væri mikið, sérstaklega hjá opinberum stofnunum í heilbrigðisgeiranum, og því væri sjaldan hægt að heimfæra lausnir sem einkageirinn hefur innleitt án mikillar aðlögunar. Til að tryggja farsæla innleiðingu á Landspítala sagði Lúvísa að mikil áhersla væri lögð á að kortleggja allt skipulag eins og það er í dag og vinna út frá því. Til að fylgja eftir jafnlaunastefnu þurfi rekjanleika í ráðningarferli, launasetningu og skráningu allra viðeigandi gagna. Lykilatriði er að geta rakið allar launatengdar ákvarðanir og á hvaða gögnum þær eru byggðar.

„Jöfn laun – hvernig náum við þeim?“

Formenn aðildarfélaga SSN voru hver og einn með framsögu undir yfirskriftinni „Jöfn laun – hvernig náum við þangað?“ Hjúkrunarfræðingar í flestum landanna búa sig undir nýja kjarasamninga, en Færeyingar eru nýlega búnir að semja. Í erindum formannanna komu fram nokkrir sameiginlegir þættir. Alls staðar eru laun hjúkrunarfræðinga lág miðað við viðmiðunarstéttir með sambærilega menntun og ábyrgð. Fleiri hjúkrunarfræðinga vantar einnig til starfa til þess að geta brugðist við þeirri þörf sem til staðar er fyrir hjúkrunarfræðinga. Formennirnir voru sammála um að þær aðferðir sem hafa verið notaðar til þessa til að ná fram betri kjörum, t.d. verkföll, samningar og jafnvel jafnlaunavottun, hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Þó núverandi kjör í löndunum séu um margt svipuð sker Ísland sig úr í samsetningu launaþví að aðeins 61% heildarlaunanna eru föst laun, en hlutfallið er 72–83% á hinum Norðurlöndunum. Einnig er hlutfall yfirvinnu af heildarlaunum óhóflega mikið á Íslandi, eða 16%. Slíkt yfirvinnuhlutfall þekkist ekki á hinum Norðurlöndunum enda er það 1-4%. Félög hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum þurfa að sýna samstöðu í kjarabaráttu fyrir stéttina, mynda sambönd og tengslanet. Samtakamáttur þeirra er sterkari en hvert félag út af fyrir sig.

Hvernig er hægt að bæta og jafna kjör hjúkrunarfræðinga?

Í umræðum á ráðstefnunni komu fram ýmsar hugmyndir sem bæta mættu og jafna kjör hjúkrunarfræðinga. Þeirra á meðal voru:
• Að mynda sátt milli stéttarfélaga um að leiðrétta kynbundinn launamun.
• Að auka launabil innan stéttarinnar, hækka hæstu laun til að skapa rými til að hægt sé að hækka lægstu laun.
• Stofnanasamningar í stað miðlægra kjarasamninga.
• Starfsmatskerfi verði tekin upp þar sem störf eru metin út frá sömu forsendum.
• Stytting vinnuviku vaktavinnufólks.
• Að skapa samkeppni um hjúkrunarfræðinga á markaði með auknum sjálfstæðum rekstri hjúkrunarfræðinga .
• Að kalla eftir pólitískum viðbrögðum þó að stjórnmálamenn séu tregir til að blanda sér í kjaradeilur.
• Norræna samningaleiðin þar sem launaþróun á opinberum og almennum vinnumarkaði helst í hendur.

Engin ein leið er líkleg til að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum. Eitt er þó víst að kjör hjúkrunarfræðinga lúta ekki hefðbundnum markaðslögmálum. Aukið vægi starfa hjúkrunarfræðinga í samfélaginu og sú staðreynd að marga vantar til starfa endurspeglast ekki í launum.

Samtök hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum(SSN)
(Sygeplejernes samarbejde i Norden (SSN) eða Nordic Nurses’ Federation (NNF))
Um 320 þúsund hjúkrunarfræðingar á Norðurlöndum eiga aðild að SSN. Samtökin hafa starfað frá 1920 með sameiginleg baráttumál hjúkrunarfræðinga í brennidepli. Síðan þá hefur sambærileg þróun í jafnréttismálum átt sér stað í öllum löndunum. Lög um jafna stöðu karla og kvenna og varðandi ýmis réttindi, eins og eignarhaldsrétt, kosningarétt o.s.frv., voru samþykkt í þeim öllum á tímabilinu 1906–1919. Löndin eiga löndin sameiginlegt að atvinnuþátttaka kvenna er mikil, með sjö af hverjum 10 konum á atvinnumarkaði.
Launamunur var þegar á dagskrá við stofnun SSN árið 1920. Þá voru konur almennt ekki fyrirvinnur og ekki álitið að þær þyrftu sömu fjárráð og karlar. Launamunur kynjanna hefur lifað af allar götur síðan þrátt fyrir samninga og aðrar aðgerðir til að jafna hann.
Framan af voru helstu baráttumálin réttur hjúkrunarfræðinga til að gifta sig, búa í eigin húsnæði, styttri vinnutími og launakjör. Ræst hefur úr fyrstu þremur baráttumálunum en enn þann dag í dag, næstum 100 árum seinna, er launamunar á kvenna- og karlastéttum mikið vandamál í starfseminni. Norrænu félögin vinna einnig saman að því að efla rannsóknir í hjúkrun og bæta hjúkrun og hjúkrunarmenntun á Norðurlöndum. Þá hafa verið uppi hugmyndir um að stofna til embætta „Chief Nursing Officer“, þ.e. hjúkrunarstjórnanda sem getur veitt stjórnvöldum ráðgjöf um fagleg málefni í hjúkrun í löndunum.

Norræna leiðin
„Norræna leiðin“ er samningslíkan sem hefur verið stuðst við í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Markmið „norrænu leiðarinnar“ er að auka kaupmátt á grundvelli lágrar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. Það er gert með því að viðhalda jafnvægi á milli launaþróunar á almennum vinnumarkaði og opinberum vinnumarkaði en það á síðan að stuðla að friði á vinnumarkaði og auknum stöðugleika. Í þessu kerfi er reynt að tryggja að opinberir starfsmenn fái að njóta launaskriðs sem verður á almennum vinnumarkaði, að frádregnu launaskriði á opinbera vinnumarkaðinum.
„Norræna leiðin“ hefur ekki verið reynd hér á Íslandi. Á hinum Norðurlöndunum hefur tekist að auka kaupmátt tvisvar sinnum meira á ári á síðustu 15 árum en hér á landi. Vinnumarkaðurinn á Íslandi hefur einkennst af höfrungahlaupi og leiðréttingum á milli stétta sem oftar en ekki leiða til aukinnar verðbólgu og minni kaupmáttar. Gerð var tilraun með því að koma þessari aðferð hér á árið 2016 en um það tókust ekki samningar þá

Hjúkrunarfræðingar á Norðurlöndum kalla eftir pólitískum viðbrögðum gegn launaójöfnuði
Hjúkrunarfræðingar frá öllum sex Norðurlöndunum hafa sameinast, undir merkjum Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN), um ákall til ríkisstjórna sinna og stjórnmálamanna þess efnis að tekist verði á við ósanngjarnan launamun í þeim kvenna- og karlastörfum sem krefjast sambærilegrar menntunar.

Könnun á launakjörum á Norðurlöndum hefur leitt í ljós að launamunur karla og kvenna með menntun á bakkalárstigi er um 20 af hundraði. Á heildina litið eru laun í hefðbundnum kvennagreinum, svo sem hjúkrun, um það bil 80 prósent af launum í karlagreinum á svipuðu menntunarstigi.

Eitt af sérkennum norræna vinnumarkaðarins er að launamyndun á sér stað í viðræðum milli samningsaðila. Við berum mikla virðingu fyrir því fyrirkomulagi. En sagan hefur, því miður, kennt okkur að frjálsar samningaviðræður mega sín lítils við að leysa þann vanda sem felst í ójöfnum launum fyrir sambærilega menntun. Við stöndum því frammi fyrir pólitísku vandamáli sem á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar ekki var litið á konur sem fyrirvinnur. Þess vegna krefjumst við – fyrir hönd 320.000 norrænna hjúkrunarfræðinga – viðbragða af hálfu stjórnvalda.

Þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að vægi hjúkrunarstarfa á eftir að aukast og er því skorturinn á hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndunum þeim mun alvarlegri staðreynd. Stjórnmálamenn og stefnumótendur mega ekki horfa fram hjá því að laun og viðundandi starfsskilyrði gegna lykilhlutverki í að laða fólk að greininni og halda hjúkrunarfræðingum í starfi.
Ójöfn laun hjúkrunarfræðinga voru á dagskrá stofnfundar Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum árið 1920. Nú – nærri 100 árum síðar – er kominn tími til þess að stjórnmálamenn sýni dug sinn í að takast á við ójöfnuð fortíðarinnar og veiti hjúkrunarfræðingum þau laun og þá virðingu sem þeir eiga skilið.
Sygeplejernes samarbejde i Norden (SSN)

Fagið

Fagleg málefni

Kjör

Menntunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála