Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Mikil fjölgun meðal hjúkrunarfræðinga sem leita til Virk

6. júní 2019

Töluverð fjölgun er meðal hjúkrunarfræðinga sem leitað hafa til VIRK undanfarin ár, að sögn Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK. Rúmlega 15.000 einstaklingar hafa leitað til VIRK frá upphafi, en VIRK hóf starfsemi 2008, og eru um 2500 einstaklingar í þjónustu VIRK í dag. Hlutverk VIRK er að móta, samþætta og hafa eftirlit með þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem miðar markvisst að atvinnuþátttöku fólks í kjölfar veikinda eða slysa.

Töluvert fleiri konur hafa leitað til VIRK allar götur frá stofnun en að meðaltali eru um sjö af hverjum tíu þeirra sem leita til VIRK konur. Hugsanleg ástæða fyrir þeim kynjamun er að hlutverk kvenna eru oft og tíðum margþættari, segir Vigdís, en fyrir utan vinnu ber konan oft meiri þunga í samskiptum innan stórfjölskyldunnar. Vigdís segir að vandi þeirra sem leita til VIRK sé yfirleitt mjög flókinn og margþættur en yfir átta af hverjum tíu þeirra hafa ekki starfsgetu vegna andlegra sjúkdóma eða stoðkerfisvanda. Hún leggur áherslu á að fólk leiti sér aðstoðar tímanlega og er trúnaður meðal starfsfólks hafður í hávegum.

Stoðkerfisvandamál algeng meðal hjúkrunarfræðinga

Að sögn Vigdísar eru stoðkerfisvandamál ástæða fjarveru frá vinnumarkaði hjá þriðjungi skjólstæðinga VIRK en stoðkerfisvandi er heldur meiri meðal hjúkrunarfræðinga. „Yfir helmingur þeirra hjúkrunarfræðinga sem leita til VIRK koma einmitt af þeirri ástæðu,“ segir hún. Aðrir algengir þættir, sem hafa áhrif á starfsgetu skjólstæðinga VIRK, er starfsþrot eða kulnun, fjölskylduaðstæður og áföll ýmiss konar.

Árið 2018 komu 1965 nýir einstaklingar til VIRK sem er mesti fjöldi frá stofnun. Athygli vekur að mesta fjölgunin er meðal þeirra sem lokið hafa háskólanámi. Meðalþjónustutími er um 16 mánuðir en hann getur verið frá örfáum vikum upp í nokkur ár. „Starf VIRK er mjög arðbært þegar metinn er ávinningurinn af því að fólk komist aftur út á atvinnumarkaðinn,“ segir Vigdís. „Þetta snýst um líf fólks.“ Að sögn hennar kemur mikill meirihluti greiðslna til einstaklinga með skerta starfsgetu, eða 80%, frá atvinnurekendum og sjúkra- og lífeyrissjóðum. Annað kemur frá Tryggingastofnun ríkisins.


Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Heilsustofnanir

Stuðningur

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála