Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Opið bréf til hjúkrunarfræðinga

6. júní 2019

Móðuramma mín er hjúkrunarfræðingur. Þegar ég var lítil fékk ég stundum að fylgja henni eftir í vinnunni, elta hana eftir endalausum göngum Borgarspítalans, hinkra inni á kaffistofu á meðan hún sinnti einhverju sem var ekki endilega við hæfi barna og dást í hljóði að fumleysi hennar og kjarki þegar hún sprautaði einhvern í handlegginn eða skipti um umbúðir á ljótu sári. Af öllum sem ég hef haft persónuleg kynni af nálgast hún það mest að vera einhvers konar stríðshetja.

Í heilahimnubólgufaraldrinum fyrir 40 árum fór hún grátandi heim úr vinnunni eftir að smábörn dóu í fangi hennar. Hún hefur glímt við bakverki allt sitt líf eftir að hún nýútskrifuð færði hjálparlaust til þungan sjúkling. Þegar hún talaði um starfið sitt átti minna lífsreynt fólk það til að biðjast vægðar; það þoldi vart að heyra um það sem hún varð vitni að upp á hvern dag, helst brosandi og hughreystandi aðra. Samt lét hún eftir sér að tala mikið um starfið vegna þess að hjúkrun var líf hennar og köllun. Hjúkrunarfræðingur var það sem hún gerði og það sem hún var.

Eftir að ævistarfinu lauk er ég ekki frá því að hún hafi fengið snert af stríðsfréttamannaveiki. En það er þegar fyrrverandi stríðsfréttaritarar verða sinnulausir og áhugalitlir um daglegt líf vegna þess að hversdagurinn er heldur rislágur og óraunverulegur í samanburði við lífið á vígstöðvunum.

Fátt er göfugra en að sinna sjúkum: lina þjáningar, halda lífinu í fólki og hjálpa því aftur til heilsu. Í samanburði við starf hjúkrunarfræðingsins virðast flest önnur störf fremur léttvæg.

En ég get vel skilið hvers vegna hún og fleiri hlýddu kallinu og menntuðu sig til að sinna þessu starfi. Fátt er göfugra en að sinna sjúkum: lina þjáningar, halda lífinu í fólki og hjálpa því aftur til heilsu. Í samanburði við starf hjúkrunarfræðingsins virðast flest önnur störf fremur léttvæg. Þannig er það bara; með fullri virðingu fyrir öðrum störfum og með skilningi á að tilurð, viðhald og endurnýjun samfélaga veltur á því að ólíkt fólk komi saman og taki sér ólíka hluti fyrir hendur.

Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, stjórnarskrárfrömuður og mannvinur með meiru, komst vel að orði þegar hún sagði eitthvað á þá leið að mannkynið væri svo mögnuð dýrategund vegna þess að þegar einhver slasast eða veikist kemur bíll með sírenur og færir í öruggt skjól. Ég er því hjartanlega sammála. Þetta er stór hluti af fegurð mannskepnunnar.

Þegar ég eða dóttir mín eða einhver í fjölskyldunni veikist og við erum óviss um framhaldið hringjum við á næstu heilsugæslu og fáum samband við hjúkrunarfræðing. Þegar ég tala við hjúkrunarfræðing finnst mér ég einmitt komin í öruggt skjól. Reynsla mín af ráðleggingum og viðbrögðum ykkar er alfarið góð.

Það liggur ljóst fyrir að enginn tekur ákvörðun um að helga sig þessu starfi í von um neitt annað en það að verða heiminum að gagni. Hugsjón hjúkrunarfræðingsins er eins laus við prjál, sérhlífni eða hégóma og hugsast getur.
Mín tilfinning er sú að virðing og þakklæti fólks almennt fyrir framlagi hjúkrunarfræðinga séu algerð og svo sjálfsögð að það telji varla þörf á að hafa um það fleiri orð. Það liggur ljóst fyrir að enginn tekur ákvörðun um að helga sig þessu starfi í von um neitt annað en það að verða heiminum að gagni. Hugsjón hjúkrunarfræðingsins er eins laus við prjál, sérhlífni eða hégóma og hugsast getur.

Takk, hjúkrunarfræðingar, fyrir að annast um okkur þegar við værum annars í berskjölduðu reiðileysi. Takk fyrir að leggja á ykkur langskólagöngu og slítandi vaktavinnu án þess að hljóta fyrir það sanngjörn laun eða þann dýrðarljóma sem betur hæfði tilefninu. Takk fyrir að vita ykkar viti og gera það sem gera þarf – oft verk sem fáir myndu treysta sér til að inna af hendi. Takk fyrir að sinna öllum jafn vel og láta það ekki á ykkur fá að skjólstæðingar ykkar séu of veikir, hræddir eða hugsunarlausir til að þakka fyrir sig. Megi öllum heimsins blessunum rigna yfir ykkur og alla sem ykkur þykir vænt um.


Pistlar og viðtöl

Hjúkrun

Saga

Sjúklingar

Stuðningur

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála