Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

6. júní 2019

Inga Steinþóra Guðbjartsdóttir, heila- og taugaskurðdeild B6, Landspítali – Háskólasjúkrahús
Helga Jónsdóttir, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítali – Háskólasjúkrahús
Marianne E. Klinke, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítali – Háskólasjúkrahús

Tilgangur: Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heilablóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum. Tilgangur þessa kerfisbundna fræðilega yfirlits var þríþættur: að samþætta þekkingu um þætti sem hafa áhrif á sálfélagslega líðan SiB-sjúklinga meira en þremur mánuðum eftir áfallið; að lýsa tíðni algengra sálfélagslegra einkenna; koma auga á nýja þekkingu og hugsanlegar íhlutanir fyrir hjúkrun.

Aðferð: Kerfisbundið fræðilegt yfirlit. Stuðst var við aðferð stofnunar joanna Briggs (jBi) og PriSMa-yfirlýsinguna við framsetningu niðurstaðna. Leitað var í PubMed og CinahL að birtum greinum frá janúar 2007 til nóvember 2017. gátlistar frá jBi voru notaðir til þess að meta veikleika frumrannsókna. niðurstöður voru samþættar með „matrix“-aðferðinni.

Niðurstöður: Þrjátíu og þrjár greinar voru teknar með í yfirlitið þar sem 5073 einstaklingar með SiB voru rannsakaðir. Sálfélagsleg vanda- mál voru til staðar hjá yfir 50% þátttakenda á öllum tímapunktum: frá þremur mánuðum og upp í 20 ár eftir áfallið. fjögur meginviðfangsefni voru greind: (1) Skert lífsgæði, (2) kvíði/þunglyndi, (3) áfallastreituröskun, ótti og sálfélagsleg vanlíðan og (4) breytt atvinnuþátttaka, félagslíf og samfélagslegar þarfir. Þættir tengdir við SiB voru meðal annars skortur á nánd við maka, tjáskiptavandamál, endurtekin upprifjun á áfalli, vitsmunaleg skerðing og hegðunartruflanir. forspárgildi sálfélagslegra vandamála voru meðal annars kven- kyn, yngri aldur við áfallið, minni menntun og óstöðug hjúskapar- staða.

Ályktanir: Niðurstöður samantektarinnar má nýta við gerð kerfis- bundins mats, eftirfylgni og upplýsingagjafar til sjúklinga með SiB og fjölskyldna þeirra. Vegna hárrar tíðni og alvarlegra afleiðinga sálfélagslegra vandamála er þörf á að heilbrigðisstarfsfólk bregðist mark- visst við þeim vanda sem sjúklingar með SiB standa frammi fyrir.

2. tbl. 2019: Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

 

 

Fagið

Blóð

Fagleg málefni

Forvarnir og fræðsla

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála