Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ritstjóraspjall

6. júní 2019

Fyrsta tölublað ársins var tileinkað aldarafmæli félagsins. Þeir voru ófáir fundirnir sem við í afmælisritnefndinni sátum enda viðamikið verkefni að gera skil 100 ára sögu félags hjúkrunarfræðinga. Þetta var einkar ánægjuleg samvinna enda voru fulltrúar nefndarinnar, auk núverandi ritstjóra, skipaðir úr röðum fyrrverandi ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga, þeim Þorgerði Ragnarsdóttur og Christer Magnusson, auk Önnu Gyðu Guðlaugsdóttur sem jafnframt er ljósmyndari. Vil ég þakka ritnefndarfulltrúum fyrir sérstaklega góða og skemmtilega samvinnu.

Í millitíðinni barst fjöldi greina sem er alltaf mjög ánægjulegt og fleiri efnishugmyndir kviknuðu. Blaðsíðufjöldinn er því heldur meiri en til stóð enda fjölbreytt efni sem prýðir þetta tölublað. Það er ánægjulegt að þrjár ritrýndar greinar en formaður ritnefndar, Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, hefur haldið þétt utan um ferli ritrýndra greina. Höfundum fræðsluefnis er sérstaklega þakkað þeirra framlag. Þeim viðburðum sem þegar hafa verið haldnir í tilefni aldarafmælisins eru gerð skil í máli og myndum. Það er fjölbreytt dagskrá fram undan enda árið rétt hálfnað.

Á afmælisári félagsins eru vikulega birt viðtöl við hjúkrunarfræðinga á vef og facebook-síðu félagsins. Markmiðið er að endurspegla fjölbreytileika stéttarinnar og fá innsýn í líf og störf félagsmanna. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og bæði hafa félagsmenn verið fúsir til þátttöku og viðtölin fallið í góðan jarðveg. Fyrirmynd föstudagshjúkrunarfræðingsins, eins og við höfum nefnt verkefnið, er verkefnið Karlmenn hjúkra en sumarið 2016 birtum við vikulega á vef félagsins viðtöl við karlmenn í hjúkrun. „Það eru liðin fimmtán ár síðan og við erum enn í sömu stöðu. Það þarf dirfsku og áræði til að breyta hjúkrunarstéttinni úr því að vera kvennastétt yfir í blandaða kynjastétta,“ sagði Gísli Níls Einarsson hjúkrunarfræðingur í viðtali í 4. tbl Tímarits hjúkrunarfræðinga 2016, en hann skrifaði grein til að vekja athygli á lágu hlutfalli karlmanna í hjúkrun sem birtist í Morgunblaðinu 24. maí 2001 undir yfirskriftinni: Karlmenn í hjúkrun! Um aldamótin var hlutfallið 1% en er nú komið upp í 3% þannig að það er óhætt að segja að hlutfallið þokast upp á við.

Að venju var efnt til ljósmyndasamkeppni fyrir forsíðu blaðsins undir yfirskriftinni: Með augum hjúkrunarfræðingsins. Í þetta skiptið einkenndust innsendar myndir af fallegum náttúrulífsmyndum og fyrir valinu varð mynd Rannveigar Bjarkar Gylfadóttur af sólsetri við Úlfarsfell.


Félagið

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála