Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ritstjóraspjall

6. júní 2019

Fyrsta tölublað ársins var tileinkað aldarafmæli félagsins. Þeir voru ófáir fundirnir sem við í afmælisritnefndinni sátum enda viðamikið verkefni að gera skil 100 ára sögu félags hjúkrunarfræðinga. Þetta var einkar ánægjuleg samvinna enda voru fulltrúar nefndarinnar, auk núverandi ritstjóra, skipaðir úr röðum fyrrverandi ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga, þeim Þorgerði Ragnarsdóttur og Christer Magnusson, auk Önnu Gyðu Guðlaugsdóttur sem jafnframt er ljósmyndari. Vil ég þakka ritnefndarfulltrúum fyrir sérstaklega góða og skemmtilega samvinnu.

Í millitíðinni barst fjöldi greina sem er alltaf mjög ánægjulegt og fleiri efnishugmyndir kviknuðu. Blaðsíðufjöldinn er því heldur meiri en til stóð enda fjölbreytt efni sem prýðir þetta tölublað. Það er ánægjulegt að þrjár ritrýndar greinar en formaður ritnefndar, Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, hefur haldið þétt utan um ferli ritrýndra greina. Höfundum fræðsluefnis er sérstaklega þakkað þeirra framlag. Þeim viðburðum sem þegar hafa verið haldnir í tilefni aldarafmælisins eru gerð skil í máli og myndum. Það er fjölbreytt dagskrá fram undan enda árið rétt hálfnað.

Á afmælisári félagsins eru vikulega birt viðtöl við hjúkrunarfræðinga á vef og facebook-síðu félagsins. Markmiðið er að endurspegla fjölbreytileika stéttarinnar og fá innsýn í líf og störf félagsmanna. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og bæði hafa félagsmenn verið fúsir til þátttöku og viðtölin fallið í góðan jarðveg. Fyrirmynd föstudagshjúkrunarfræðingsins, eins og við höfum nefnt verkefnið, er verkefnið Karlmenn hjúkra en sumarið 2016 birtum við vikulega á vef félagsins viðtöl við karlmenn í hjúkrun. „Það eru liðin fimmtán ár síðan og við erum enn í sömu stöðu. Það þarf dirfsku og áræði til að breyta hjúkrunarstéttinni úr því að vera kvennastétt yfir í blandaða kynjastétta,“ sagði Gísli Níls Einarsson hjúkrunarfræðingur í viðtali í 4. tbl Tímarits hjúkrunarfræðinga 2016, en hann skrifaði grein til að vekja athygli á lágu hlutfalli karlmanna í hjúkrun sem birtist í Morgunblaðinu 24. maí 2001 undir yfirskriftinni: Karlmenn í hjúkrun! Um aldamótin var hlutfallið 1% en er nú komið upp í 3% þannig að það er óhætt að segja að hlutfallið þokast upp á við.

Að venju var efnt til ljósmyndasamkeppni fyrir forsíðu blaðsins undir yfirskriftinni: Með augum hjúkrunarfræðingsins. Í þetta skiptið einkenndust innsendar myndir af fallegum náttúrulífsmyndum og fyrir valinu varð mynd Rannveigar Bjarkar Gylfadóttur af sólsetri við Úlfarsfell.


Félagið

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála