Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Setið fyrir svörum

6. júní 2019

Þær Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæsludeild, Fossvogi, og Stefanía Inga Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsustofnun í Hveragerði, sitja fyrir svörum um allt frá eftirlætismat til kosta og lasta í eigin fari og annarra. Eftirlætisdýr þeirra beggja eru hundar og þær telja báðar dugnað vera ofmetnustu dyggðina. Eins telja þær báðar hroka vera þann löst sem þær eiga erfiðast með að þola í fari annarra, og mest meta þær heiðarleika í fari vina.

Dáist mest að fólki sem lætur drauma sína rætast

- Kristín Gunnarsdóttir

Fullkomin hamingja er ... að fylgjast með barnabörnunum vaxa og þroskast. Einnig verð ég að segja að spila góðan golfhring í góðu veðri er fullkomin afslöppun.
Hvað hræðist þú mest? Að verða ósjálfbjarga og hafa ekki áhrif á eigið líf.
Fyrirmyndin? Við eigum svo margar frábærar kvenfyrirmyndir hér á landi, sterkar konur sem oft fóru á móti straumnum við erfiðar aðstæður.
Eftirlætismáltækið? Óklifin fjöllin fram undan buga þig ekki heldur steinvalan í skónum þínum …
Hver er þinn helsti kostur? Jákvæðni og seigla.
Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung?
Hugur minn beindist mjög snemma að hjúkrun og hef ég svo sannarlega ekki séð eftir því, mjög gefandi starf með mikla möguleika.
Eftirlætismaturinn? Hægeldað lambalæri með öllu tilheyrandi að hætti mömmu.
Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? Baktal og hroka.
Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? Að hafa komið börnunum mínum vel á legg. Einnig er ég stolt af að hafa getað sinnt vinnu minni vel og af áhuga.
Eftirminnilegasta ferðalagið? Alveg klárlega ferðalagið sem við á Landspítalanum fórum í til að sækja slasaða Svía eftir flóðin í Tælandi 2006. Það er ferð sem var mjög erfið andlega en ég er þakklát fyrir hana og hún mun alltaf sitja í minningunni.
Ofmetnasta dyggðin? Dugnaður, það getur komið í bakið á manni.
Hver er þinn helsti löstur? Óþolinmæði, vil helst að hlutirnir gerist strax.
Hverjum dáist þú mest að? Því fólki sem nær að láta drauma sína rætast.
Eftirlætishöfundurinn? Enginn sérstakur, er alæta á bækur.
Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? „Heyrðu“ fer í taugarnar á mér.
Mesta eftirsjáin? Vil ekki ræða það.
Eftirlætisleikfangið? Golfkylfurnar mín.
Stóra ástin í lífinu? Fjölskyldan mín.
Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? Meiri þolinmæði og ró, er frekar ofvirk og þarf alltaf að vera að.
Þitt helsta afrek? Börnin mín.
Eftirlætisdýrið? Hundur.
Hvar vildir þú helst búa? Á Íslandi. Mér hefur alltaf liðið vel þar sem ég bý.
Hvað er skemmtilegast? Spila golf með eiginmanni mínum og vinum okkar.
Hvað eiginleika metur þú mest í fari vina? Heiðarleika og góðmennsku.
Eftirlætiskvikmyndin? „Fish Called Wanda.“ Ég gat horft á hana margoft og alltaf hlegið að henni.
Markmið í lífinu? Klára þau verkefni sem ég hef tekið af mér og gera það að heilindum.
Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Engan, ég er svo þakklát að hafa fengið að fara þá braut sem ég hef fetað síðustu áratugi. En ég hefði orðið góður smiður ef ég hefði kosið þann starfsvettvang.
Eitthvað að lokum? Höldum áfram að gera hjúkrunarfræðina sýnilegri og tölum meira um hvað þetta er frábærlega skemmtilegt fag.

Hræðist mest köngulær og heilsubrest

- Stefanía Inga Sigurjónsdóttir

Fullkomin hamingja er ... að vera sátt í eigin skinni.
Hvað hræðist þú mest? Köngulær og heilsubrest.
Fyrirmyndin? Mamma mín, ekki spurning.
Eftirlætismáltækið? Betra seint en aldrei.
Hver er þinn helsti kostur? Úff ... tryggð.
Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung? Kennari, læknir, skurðlæknir. Svo ljósmóðir. Fór þess vegna í hjúkrun og er hér enn! Eftirlætismaturinn? Nautalund með bernaise-sósu.
Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? Grobb og hroka.
Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? Á ekki neina bikara eða merkilega verðlaunapeninga, ætli það sé ekki bara menntunin mín.
Eftirminnilegasta ferðalagið? Til Danmerkur í ágúst síðastliðnum ekki spurning! Var þar í 10 daga í RIGNINGU eftir að þar hafði verið 30°C hiti og sól allt sumarið. Svekkelsi!
Ofmetnasta dyggðin? Vinnusemi og dugnaður. Hættum þessu og útrýmum kulnun í starfi!
Hver er þinn helsti löstur? Leti og forvitni.
Hverjum dáist þú mest að? Venjulegu fólki sem stendur af sér þær ótrúlegu raunir sem lífið leggur á það.
Eftirlætishöfundurinn? Veit ekki, er ekki nógu dugleg að lesa.
Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? Hvað er með þetta veður?!
Mesta eftirsjáin? Að hafa ekki farið til útlanda sem skiptinemi eða „au pair“.
Eftirlætisleikfangið? Dúkkan mín, hún Hildur.
Stóra ástin í lífinu? Eiginmaðurinn, Ómar Örvar.
Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? Geta gert mig ósýnilega og flogið um.
Þitt helsta afrek? Dætur mínar, móðurbetrungar báðar tvær.
Eftirlætisdýrið? Hundar.
Hvar vildir þú helst búa? Bara mjög sátt hér í Hveragerði.
Hvað er skemmtilegast? Ferðast.
Hvað eiginleika metur þú mest í fari vina? Heiðarleika.
Eftirlætiskvikmyndin? Sofna yfir flestum myndum, líka í kvikmyndahúsum, en vakti vel yfir „Million Dollar Baby“ og „The Call“.
Markmið í lífinu? Lifa og njóta!
Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Eitthvað allt annað? Þá verkfræðingur.
Eitthvað að lokum? Hægjum á og njótum líðandi stundar, gærdagurinn er búinn, morgundaginn eigum við ekki vísan, dagurinn í dag er það eina sem við höfum.


Pistlar og viðtöl

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála