Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Styrkir til fimm gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

6. júní 2019

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti nýlega rúmlega tveimur milljónum króna til fimm gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu. Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 2001. Í ár bárust ráðuneytinu 44 umsóknir um styrki til fjölbreyttra verkefna. Eftirfarandi verkefni hlutu styrk:

„Átak gegn óráði“ sem Landspítalinn stendur fyrir og felst í gerð kennslumyndbands fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að auka þekkingu þess á óráði hjá sjúklingum, samræma betur verklag við greiningu, forvarnir og meðferð við óráði. Upplýsingar um verkefnið. 

Landspítalinn hlaut einnig styrk til verkefnis um „Aukna samvinnu heilsugæslulækna og þvagfæraskurðlækna“ varðandi verklag og tilvísanir sjúklinga með þvagfærasjúkdóma. Ef vel gengur gæti verkefnið orði fyrirmynd vegna annarra sérgreina.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hlaut styrk til verkefnis sem lýtur að „Samfelldri þjónustu heimahjúkrunar, heilsugæslunnar og Landspítalans“. Mótað verður og innleitt verklag með þetta að markmiði.

Heilbrigðisstofnanir Austurlands og Vesturlands fengu styrk til þýðingar á gagnreyndri „HAM meðferðarhandbók fyrir kvíðin börn og foreldra þeirra“. Hugræn atferlismeðferð samkvæmt handbókinni hefur verið rannsökuð í Bretlandi og sýnt góðan árangur. Í verkefnislýsingu segir að meðferðin sé aðgengileg, auðveld í framkvæmd og gagnist breiðum hópi barna. Hún gæti því verið gott verkfæri til að bæta sálfræðiþjónustu og stytta biðlista eftir sálfræðiþjónustu á landsbyggðinni.

Loks hlaut styrk verkefni Landspítalans „Öruggt »Hand-Off« við vaktaskipti“ sem ætlað er að auka öryggi sjúklinga með því að móta staðlaðar leiðir við vaktaskipti lækna,.

Úthlutunarnefnd var skipuð þremur fulltrúum ráðuneytisins sem lagði mat á umsóknirnar og gerði tillögu til ráðherra um styrkveitingarnar til verkefnanna. Fjögur verkefni fengu 500 þúsund króna styrk og eitt þeirra fékk 150 þúsund krónur.

Fagið

Heilbrigðiskerfi

Stjórnvöld

Stuðningur

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála