Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Upphaf þjónustu við veika nýbura á Íslandi — stofnun Vökudeildar

6. júní 2019

Ragnheiður Sigurðardóttir, Deildarstjóri Vökudeildar Landspítala frá 1976 til 2010
Rakel B. Jónsdóttir, Sérfræðingur í nýburahjúkrun Vökudeild Landspítala
Margrét Ó. Thorlacius, Deildarstjóri Vökudeildar Landspítala frá 2010


Upphaf 20. aldar einkenndist af stórauknum áhuga almennings og ráðamanna á umönnun ungbarna hér á landi sem og erlendis enda nýbura- og ungbarnadauði þá enn töluverður þó hann hefði minnkað mikið frá því um miðja 19. öld. Á fyrri helmingi 20. aldar lækkaði dánartíðni nýbura úr um 50 af hverjum 1000 nýburum í um 20. Helstu dánarorsakir nýbura á þessum tíma mátti rekja til meðfæddra sjúkdóma, sýkinga, öndunarerfiðleika, ofkælingar, fæðuerfiðleika eða þyngdartaps. Dánartíðni þeirra sem lifðu af nýburaskeiðið, þ.e.fyrsta mánuðinn, var um 60 af hverjum 1000 börnum í upphafi aldarinnar en fór niður í um 20 af 1000 um miðbik hennar. Til samanburðar deyr í dag um 1 af hverjum 2000 börnum á nýburaskeiði og helstu orsakirnar eru sýkingar, fylgikvillar fyrirburafæðinga og fósturköfnun (e. birth asphyxia) sem samanlagt valda um 80% af nýburadauða um allan heim en meðfæddir gallar koma þar á eftir (Loftur Guttormsson o.fl., 2001; Ragnhildur Hauksdóttir, 2013). Á fyrri helmingi 20. aldarar þekking á örverum nýtilkomin, hreinlæti var oft ábótavant, fátækt var algeng og máttu heilbrigðisvísindin sín næsta lítils í baráttunni gegn nýbura- og ungbarnadauða. Samtímis fór bætt læknis-, ljósmæðra- og hjúkrunarþjónusta á Íslandi að hafa áhrif til að draga úr nýbura- og ungbarnadauða, fyrst og fremst með óbeinum hætti, þ.e. með almennum heilbrigðisráðstöfunum og fyrirbyggjandi heilsugæsluaðgerðum. Þetta var til að mynda gert með því að efla vitund almennings um mikilvægi brjóstagjafar, hreinlætis og sóttvarna (Loftur Guttormsson o.fl., 2001; Margrét Guðmundsdóttir, 2010).

2. tbl. 2019: Upphaf þjónustu við veika nýbura á Íslandi — stofnun Vökudeildar

Fagið

Börn og unglingar

Hjúkrun

Saga

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála