Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vernd góðmennskunnar

6. júní 2019

Ég var stödd hjá skólahjúkrunarfræðingnum í hefðbundnum hæðar- og þyngdarmælingum. Við kviðum held ég flestar fyrir þessum mælingum enda unglingsstúlkur sem vildum ekkert endilega að nokkur vissi niðurstöðurnar. Jafnvel ekki við sjálfar. Hjúkrunarfræðingurinn var ljós yfirlitum, stutt í brosið sem náði alveg til augnanna. Hún sagði ekki margt á meðan hún mældi en góðmennskan, sem stafaði frá henni, fyllti óörugga unglingsstúlkuna öryggi og hún fékk á tilfinninguna að hún skipti máli.

Ég hef kynnst mörgum hjúkrunarfræðingum síðan og er sjálf hjúkrunarfræðingur – meðal annars vegna kynna minna af skólahjúkrunarfræðingnum. Næmnin, góðmennskan og skilyrðislaus löngun til að vilja leggja lið og bæta lífsgæði er það sem hjúkrunarfræðingar eiga allir sameiginlegt. Sömu eiginleikar gera að verkum að starfið verður oft flóknara og meira krefjandi en mörg önnur og það setur okkur endurtekið í þá stöðu að þurfa að horfast í augu við okkur sjálf og vera meðvituð um styrkleika okkar og veikleika. Að vera hjúkrunarfræðingur er ekki einungis starf heldur hluti af mér, hluti af sjálfsmyndinni.

„En það eru ungu hjúkrunarfræðingarnir sem finna mest til, eldri og reyndari hjúkrunarfræðingar hafa fundið leiðir til að umbreyta hjörtum sínum í klakamola í þeim tilgangi að verja sig fyrir sársaukanum og þjáningunni. En það tekur mörg ár og reynslu að fá svo þykkan skráp.“
Í bókinni „The language of kindness“ fer hjúkrunarfræðingurinn og rithöfundurinn Christie Watson á fallegan hátt yfir tuttugu ára starfsferil sinn sem hjúkrunarfræðingur. Við þekkjum öll aðstæðurnar sem hún lýsir í bókinni. Hjúkrun á öllum deildum spítala, hjúkrun barna, hjúkrun við upphaf lífs og hjúkrun við lok lífs. Skjólstæðingar hennar verða lesandanum eftirminnilegir – aðallega vegna þess að þeir snerta streng í hjartanu og minna lesandann aftur og aftur á ástæðu þess að hjúkrun er ekki starf þar sem þú stimplar þig inn og út. Frásögn hennar af síðustu hjúkrunarmeðferð Freyju litlu situr í minninu; þegar hún sjálf, orðin reynslumikill hjúkrunarfræðingur, leiðir nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing í gegnum hvert skref sem þarf að taka þegar annast er um lítinn kropp sem dó allt of snemma. Watson lýsir áhrifunum sem hjúkrunin hefur á hinn unga hjúkrunarfræðing og skrifar (bls. 303-304): „En það eru ungu hjúkrunarfræðingarnir sem finna mest til, eldri og reyndari hjúkrunarfræðingar hafa fundið leiðir til að umbreyta hjörtum sínum í klakamola í þeim tilgangi að verja sig fyrir sársaukanum og þjáningunni. En það tekur mörg ár og reynslu að fá svo þykkan skráp.“

Tækniþróun, kröfur um upplýsingar, um gæði og um öryggi hafa breytt starfsumhverfi heilbrigðisþjónustu. Ábyrgð hjúkrunarfræðinga hefur aukist og gerð er krafa um meiri færni en áður var. Grunnmenntun hjúkrunarfræðinga gerir okkur kleift að starfa við rúm skjólstæðinga okkar og veita þeim þá hjúkrun sem þeir þarfnast. Við byggjum á sömu grunnmenntun þegar við bætum við þekkinguna; hvort sem við nælum okkur í meistaragráðu í stjórnun, lærum ljósmóðurfræði, förum í Sjúkraflutningaskólann eða sækjum okkur sérmenntun í þeirri sérgrein hjúkrunar sem slær í takt við hugsjónir okkar. Við erum í grunninn alltaf hjúkrunarfræðingar, en aukin menntun gerir okkur öruggari í starfi og veitir okkur það sjálfstraust sem við þurfum að búa yfir til að geta tekist á við ófyrirsjáanlegar og flóknar aðstæður af fagmennsku, yfirvegun, virðingu og góðmennsku. Því líkt og Watson skrifar þá má heimfæra virkni hjúkrunar yfir á virkni lifrarinnar: „Hjúkrunarfræðingar geta ekki útilokað eiturefni eins og lifrin, en við leggjum okkur fram um að veita von, huggun og góðmennsku inn í þjáningarfullar aðstæður.“

„Við, hjúkrunarfræðingar, þörfnumst þess að búa yfir þekkingu til að geta uppfyllt þessar þarfir í starfsumhverfi sem er svo síbreytilegt, ófyrirsjáanlegt og krefjandi að við megnum ekki meira og jafnvel látum af störfum.“
Bók Christie Watson um tungumál góðmennskunnar er í mínum huga mikilvæg frásögn um þróun hjúkrunar síðustu tuttugu ár. Jafnvel þó að tækninni fleygi fram þá þarfnast skjólstæðingar okkar ætíð hins sama: að finna til öryggis, að þörfum þeirra sé fullnægt og komið sé fram við þá af umhyggju og virðingu. Við, hjúkrunarfræðingar, þörfnumst þess að búa yfir þekkingu til að geta uppfyllt þessar þarfir í starfsumhverfi sem er svo síbreytilegt, ófyrirsjáanlegt og krefjandi að við megnum ekki meira og jafnvel látum af störfum. Það er sama hvort ég starfa við rúm skjólstæðings, við kennslu og fræðslu eða sem hjúkrunardeildarstjóri, ég er ætíð hjúkrunarfræðingur sem er þjálfuð í að tryggja öryggi, sinna þörfum og veita vernd. En ég spyr eins og Watson hver verndar hjúkrunarfræðinga? Jú, það gerum við sjálf fyrst og fremst með því að auka við þekkingu okkar, með því að borða reglulega, hreyfa okkur, sofa, setja mörk, tala um tilfinningar okkar og líðan og síðast en ekki síst með því að standa saman og gæta hvert að öðru.


Pistlar og viðtöl

Fagleg málefni

Geðrækt

Samskipti

Stuðningur

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála