Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

„Ég held það sé ekki hægt að fá leið á hjúkrunarstarfinu“

14. júní 2019

Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, hefur alltaf haft áhuga á að vinna með fólki og segir að einhvern veginn hafi aldrei neitt annað staðið til en að starfa innan heilbrigðisgeirans. Að sögn Unnar var þetta bara ákvörðun sem hún tók þegar hún var lítil stúlka og sem betur fer breyttist sú ákvörðun aldrei. „Ég var 15 ára þegar amma mín sem ég hafði alist upp hjá, stærsta hluta ævi minnar, greindist með krabbamein og gekk ég í gegnum það allt með henni, þar til að hún lést 5 árum síðar“, segir Unnur og bætir við: „þannig hafði ég reynslu af því að vera mikið inni á sjúkrahúsi sem aðstandandi og einnig að sinna ömmu heima“.
 

Hjúkrun er fallegt og göfugt starf

„Hjúkrun er bara eitt fallegasta og göfugasta starf sem hægt er að sinna“ segir Unnur og telur það vera forréttindi að fá að aðstoða og hjálpa fólki þegar það þarf sem mest á því að halda. Unnur heldur áfram og segir „ég gæti aldrei hugsað mér að vinna annað starf. Starfið er gríðarlega fjölbreytt, námið er alþjóðlegt þannig að það er mikill kostur ef manni langar að prófa að búa og starfa í öðru landi,“en sjálf hefur hún búið og starfað í Noregi.


„Hjúkrunarnámið á Íslandi er mjög gott“

Unnur telur að ekki sé hægt að fá leið á hjúkrunarstarfinu því það sé svo óendanlega margbreytilegt og nýtist í svo margt. „Hjúkrunarnámið á Íslandi er mjög gott og við erum að útskrifa framúrskarandi hjúkrunarfræðinga“ bætir Unnur við.

Mikill áhugi á frekari menntun hjúkrunarfræðinga

Unnur hefur haft mikinn áhuga á framþróun hjúkrunar og unnið vel að því að Heilsugæslustöðin á Selfossi fylgist með og innleiði nýjungar sem geta aukið gæði þjónustunnar. „Ég hef einnig mikinn áhuga á að ýta undir frekari menntun hjúkrunarfræðinga til að efla starfið og auka starfsánægju“ segir hún. Sjálf hefur hún verið dugleg við að afla sér menntunar. Unnur lauk B.Sc. í hjúkrunarfræði árið 1997, diplómanámi í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu árið 2003 og diplómanámi á meistarastigi í heilsugæsluhjúkrun árið 2007, öllu frá Háskóla Íslands. Ennfremur lauk hún árið 2014 meistaraprófi í heilbrigðisvísindum með áherslu á stjórnun frá Háskólanum á Akureyri.

Unnur hefur starfað hvað lengst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og síðustu 14 ár sem hjúkrunarstjóri. Jafnframt hefur hún starfað í Noregi, Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, heimahjúkrun í Reykjavík og á slysadeildinni á Borgarspítalanum.

En þó hjúkrunin virðist vera plássfrek í lífi Unnar á hún önnur áhugamál og nefnir þá sérstaklega börnin sín þrjú og barnabarn, garðrækt og samveru með góðum vinum. Einnig hefur hún haft áhuga á félagsstarfi ýmis konar og hefur t.d. sinnt ötullega til fjölda ára ýmsum trúnaðar- og nefndarstörfum fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála