Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ákvað strax í grunnskóla að læra hjúkrunarfræði

21. júní 2019

„Helsti kostur starfsins er hvað það er skemmtilegt,“ segir Birgir Örn Ólafsson, skurðhjúkrunarfræðingur á Landspítala í Fossvogi, og klínískur ráðgjafi á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala. „Vinna á skurðstofum er mjög skemmtileg og þar er mikið unnið í teymisvinnu þar sem hver og einn hefur sitt hlutverk og sína ábyrgð en allir að vinna með sama sjúklinginn á sama tíma.“


„Ég vissi raunar ekki mikið um hvað hjúkrunarfræðingar gerðu í vinnunni en mér fannst starfsvettvangurinn spennandi og vissi að möguleikarnir voru miklir til að sérhæfa sig á ákveðnum sérsviðum innan hjúkrunar.“

Birgir Örn útskrifaðist úr hjúkrunarfræði við HÍ 2004 og sérnámi í skurðhjúkrun 2008. Hann lauk síðan meistaranámi í hjúkrunarfræði 2016. Strax í grunnskóla var hann ákveðinn í að læra hjúkrunarfræði en hann hafði mestan áhuga á raungreinum og þá sér í lagi líffæra- og lífeðlisfræði, eða allt sem viðkemur mannslíkamanum. „Þegar ég var í 10. bekk í grunnskóla fletti ég í gegnum námsskrár og kennsluáætlanir frá nokkrum framhaldsskólum og Háskóla Íslands og skoðaði allt sem var heilbrigðistengt. Niðurstaðan af því var sú að ég ætlaði að læra hjúkrunarfræði,“ segir hann. Hann valdi því að fara á náttúrufræðibraut í Framhaldsskóla Suðurlands og valdi öll valfög sem í boði voru sem gætu nýst sem undirbúningur fyrir hjúkrunarfræði. „Ég vissi raunar ekki mikið um hvað hjúkrunarfræðingar gerðu í vinnunni en mér fannst starfsvettvangurinn spennandi og vissi að möguleikarnir voru miklir til að sérhæfa sig á ákveðnum sérsviðum innan hjúkrunar.“

Fjölmargir og ólíkir starfsmöguleikar í hjúkrun

Birgir Örn segir starfið á skurðstofum vera mjög fjölbreytt og umhverfið tæknivætt sem henti honum vel. „Starfið á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideildinni er einnig mjög skemmtilegt og veitir mér möguleika á því að móta það tækniumhverfi sem ég síðan vinn í á skurðstofunni. Hvað hjúkrun varðar almennt, þá eru helstu kostir starfsins allir þessir fjölmörgu og ólíku starfsmöguleikar sem við höfum. Breytileikinn á milli þess að starfa á skurðstofu, heilsugæslu, geðdeild, hjúkrunarheimili eða einhverju allt öðru sviði innan hjúkrunar, hérlendis eða erlendis er stórkostlegur,“ segir Birgir.

„Ég get spilað á nokkur hljóðfæri þó ég teljist seint mjög fær á því sviði“

Áhugamál Birgis eru tónlist og hljóðfæri en eiginkona hans, Vilborg Hlöðversdóttir, er tónlistarkennari. „Ég get spilað á nokkur hljóðfæri þó ég teljist seint mjög fær á því sviði.“ Hann starfar einnig sem sviðsstjóri og tæknimaður á ýmsum tónleikum og tónlistarviðburðum. Þau hjónin eiga von á þriðja barninu sínu í júlímánuði en fyrir eiga þau synina Sindra, sem er 9 ára, og Andra, sem er 5 ára gamall. Fjölskyldan hefur gaman af því að ferðast bæði innanlands og utan en einnig hefur Birgir gaman af íþróttum en að sögn hans hefur hann einbeitt sér meira að íþróttaáhorfi í seinni tíð.

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála