Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ætlaði alls ekki að verða hjúkrunarfræðingur

9. ágúst 2019

Sigríður Elísabet Árnadóttir er ekki ein þeirra sem dreymdi um að fara í hjúkrun, og hvað þá í skólahjúkrun enda lafhrædd við sprautur. Áhugi hennar á samskiptum við fólk og heilbrigðisvísindum leiddi hana þó í hjúkrunarfræði og starfar hún í dag, þvert á ætlan hennar, við skólahjúkrun og hjúkrunarmóttöku á heilsugæslunni í Hlíðum.

Fjölskyldan vissi alltaf að hún færi í hjúkrun

„Þegar ég var yngri var það meira að segja á lista yfir það sem ég ætlaði alls ekki að verða og hvað þá skólahjúkrunarfræðingur! En ég held að það hafi aðallega tengst því að ég var rosalega hrædd við sprautur,“ segir Sigríður. Hún segist þó alltaf haft áhuga á að vinna með fólki og þá sérstaklega krökkum, en á menntaskólaárunum vann hún á dagheimili fyrir fjölfötluð börn og unglinga. „Þar áttaði ég mig á að áhugi minn lá meira í verklegu og klínísku hlutunum sem snérust að umönnun barnanna frekar en mörgu öðru. Eftir menntaskóla tók ég mér svo ár til að vinna, ferðast og ákveða mig betur hvað ég ætlaði að gera. Ég vissi að ég vildi vinna í samskiptum við fólk og mér fannst heilbrigðisvísindin áhugaverð. Á þessum tíma fékk ég vinnu hjá einkafyrirtæki í heimaaðhlynningu og margt af því sem ég var að sinna þar var í samráði við eða eftir fyrirmælum hjúkrunarfræðinga. Þar fann ég að þetta var klárlega eitthvað sem ég vildi kunna og geta! Fjölskyldan segist samt alltaf hafa vitað að ég færi í hjúkrunarfræði, þannig að þau sáu þennan áhuga hjá mér löngu áður en ég áttaði mig á því,“ segir hún, en hún útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2014.

„Ég þrífst best þegar ég hef mikið að gera og í svona starfi þarf maður alltaf að vera á tánum. Það er yndislegt að vakna á morgnana og í raun vita ekkert hvað dagurinn ber í skauti sér.“

Sigríður segir erfitt að segja til um hvað sé skemmtilegast við starfið. „Það er svo margt sem er gaman við að vera hjúkrunarfræðingur. Ég er mikil félagsvera þannig að það að vera í samskiptum við svona fjölbreyttan hóp fólks á hverjum degi er eitthvað sem hentar mér mjög vel. Það gefur líka gríðarlega mikið þegar maður myndar meðferðarsamband við einstaklinga, hvort sem það er barn eða fullorðinn og sér framfarir í þeirra málum. Fyrir mér er líka eitt af því skemmtilegasta hreinlega hversu krefjandi og fjölbreytt starfið er. Ég þrífst best þegar ég hef mikið að gera og í svona starfi þarf maður alltaf að vera á tánum. Það er yndislegt að vakna á morgnana og í raun vita ekkert hvað dagurinn ber í skauti sér.“

Ef ekki í ræktinni, þá upp á fjöllum

Sigríður hefur brennandi áhuga á útivist og hreyfingu. Hún kennir hóptíma í Zumba og Trampólín fitness í Reebok fjórum sinnum í viku og þar fyrir utan fer hún í ræktina. Þá er hún í Hjálparsveit skáta í Kópavogi og ungliðaþjálfari en hún er alin upp í Kópavoginum. „Það má segja að ef ég er ekki í ræktinni þá er ég einhvers staðar upp á fjöllum í ævintýrum. Þetta krefst skipulags en ég er heppin að eiga yndislega vini sem sýna þessu skilning og passa að bóka tíma í dagbókinni hjá mér. Þannig að ég nýt lífsins einhleyp og barnlaus, enda með nóg að gera að hugsa um sjálfa mig. Það er ágætt að vera frænkan sem æsir börnin upp og skilar þeim svo,“ segir skellibjallan Sigríður.

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála