Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Úr garðyrkju í hjúkrun

30. ágúst 2019

Áhugasvið Bergljótar Þorsteinsdóttur beindist fljótt að heilsugæsluhjúkrun en hún hefur lengst af unnið við að efla heilbrigði skólabarna og stuðla að velferð og vellíðan þeirra og fjölskyldna. Undandarin 25 ár hefur hún starfað á Heilsugæslu Grafarvogs þar sem hún er búsett. „Það eru ákveðin lífsgæði að vinna nálægt heimilinu og þurfa ekki að fara langar leiðir til vinnu.“

Kynntist hjúkrunarstarfinu í gegnum móður sína sem var ljósmóðir

Bergljót, sem er 63 ára, er fædd og uppalin á Fljótsdalshéraði. Hún útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands 1980 og úr sérnámi í félags og heilsugæslu frá Nýja Hjúkrunarskólanum 1988. Hún hefur unnið við hjúkrun frá útskrift, fyrst á Sjúkrahúsinu og Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum en þar kynntist hún einmitt hjúkrunarstarfinu í gegnum móður sína sem var ljósmóðir á Egilsstöðum. Síðan lá leiðin til Ísafjarðar þar sem hún vann í eitt ár á Sjúkrahúsinu. Þá vann hún í stuttan tíma á göngudeild krabbameins á Landspítalanum og þaðan á Bráðamóttöku og dagdeild á Landakotsspítala, þar til hún hóf störf á Heilsugæslu Grafarvogs. Þar hefur hún verið lengst af sem verkefnastjóri í skólaheilsugæslu.

Reynir mikið á mannleg samskipti í heilsuvernd skólabarna

Heilsuvernd skólabarna felst aðallega í heilsufarsskoðunum, bólusetningum, heilbrigðisfræðslu, ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólanna að sögn Bergljótar. Starfið miðar að því að efla heilbrigði skólabarna og stuðla að velferð og vellíðan þeirra og fjölskyldna, vera brú á milli heimili og skóla og yfir í samfélagið eftir því sem þörf krefur segir hún. Forsendan til að sinna starfinu vel er sveigjanleiki, geta til að setja fagleg mörk, virk hlustun, ástrík leiðsögn, sjálfstæði í vinnu og áhugi á mannlegum samskiptum því það reynir mikið á þau að sögn Bergljótar.

„Sem betur fer hef ég haft ákveðna ástríðu fyrir starfinu mínu, kynnst mörgum hæfileikaríkum og eftirminnilegum einstaklingum og séð árangur af starfinu mínu sem hefur gefið mér mikið.“
„Í hjúkrunarnáminu mínu komst ég að því góð hjúkrun skiptir miklu máli og heilbrigðishvatning í formi fræðslu, stuðnings og ráðgjafar eflir lýðheilsu í landinu og gerir samfélagið heilbrigðara. Hjúkrunarstarfið er fjölbreytt og skemmtilegt, þannig að ég er þakklát fyrir að hafa valið hjúkrun sem aðalstarf. Sérnámið í félags og heilsugæslu gerði mig hæfari til að sinna Heilsugæsluhjúkrun og er ég mjög ánægð að hafa haft tækifæri til að bæta því við mig. Sem betur fer hef ég haft ákveðna ástríðu fyrir starfinu mínu, kynnst mörgum hæfileikaríkum og eftirminnilegum einstaklingum og séð árangur af starfinu mínu sem hefur gefið mér mikið.“

Frá garðyrkju í heilbrigðis- og umhverfismál

Bergljót á tvær uppkomnar dætur og tengdasyni. Hún hefur mikinn áhuga á heilbrigðis- og umhverfismálum, menningu og listum, útivist og ræktun en áður en hún hóf nám í hjúkrun fór hún í Garðyrkjuskóla ríkisins þaðan sem hún útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur. Þar spilaði helst áhugi hennar á landslagsarkitektúr og umhverfis- og skipulagsmálum.

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála