Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Heillaður af gjörgæsluhjúkrun

6. september 2019

Árni Már Haraldsson byrjaði feril sinn innan heilbrigðisgeirans sem starfsmaður á deild 12 á Kleppi og vann þar meðfram hjúkrunarnáminu í 50% starfi. Eftir verknám á gjörgæslu á þriðja ári í náminu varð ekki aftur snúið, en hann starfar nú sem deildarstjóri á gjörgæslu og vöknun við Hringbraut.

„Ég bara heillaðist af gjörgæslunni,“ segir Árni Már en hann hóf strax að vinna á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi eftir útskrift og vann þar í tvö ár. Þá lá leiðin til Danmerkur og hóf hann störf á gjörgæsludeild á Bispebjerg spítalanum í Kaupmannahöfn. Þar vann hann í 5 ár og samhliða þeirri vinnu fór hann í framhaldsnám í gjörgæsluhjúkrun og útskrifaðist 2011. Árni Már flutti heim ásamt fjölskyldu sinni árið 2013 en hann er giftur Hrafnhildi Hlín Hjartardóttur og eiga þau dæturnar Emblu Guðlaug, sem er 7 ára, og Kolfinnu Láru 2ja ára. Þegar heim kom hóf hann að starfa fyrir starfsmannaleigu í Noregi og á tveggja ára tímabili vann hann á ótal gjörgæsludeildum þar í landi. „Ég vann mikið í 2-3 vikur og var svo í fríi í aðrar 2 vikur þess á milli. Þetta var mjög áhugaverður tími og gaman að geta séð margar ólíkar gjörgæsludeildir,“ segir hann.


Árni Már kynntist störfum hjúkrunarfræðinga ungur að árum en móðir hans er hjúkrunarfræðingur. „Það hefur án efa haft töluverð áhrif á val mitt.“

Árni Már kynntist störfum hjúkrunarfræðinga ungur að árum en móðir hans er hjúkrunarfræðingur. „Það hefur án efa haft töluverð áhrif á val mitt.“ Þegar hann vann á Kleppi eftir menntaskóla hugleiddi hann að fara í sálarfræðina en eftir að hann kynntist fjölbreyttu starfssviði hjúkrunarfræðinga varð hjúkrunarfræðin ofan á. „Það sem heillaði mig kannski mest var að hjúkrunarfræðingarnir voru með ótrúlega vítt starfssvið og komu eiginlega að öllu sem tengdist sjúklingnum og líka starfseminni í kringum það. Ætli það hafi ekki verið það sem heillaði mig mest og svo seinna þegar námið byrjaði þá sá ég hvað þetta var gríðarlega fjölbreytt og margt í boði innan hjúkrunargeirans.“

Spennandi að sinna veikustu sjúklingunum

Það skemmtilegasta við hjúkrun að mati Árna Más er sú heildræna nálgun sem hjúkrunarfræðingar beita við umönnun sjúklinga og á gjörgæslunni er mikil fjölskylduhjúkrun samhliða því að hugsa fyrir öllum þörfum sjúklings. „Svo verð ég líka að segja að tækjaumhverfið á gjörgæslunni hefur alltaf heillað mig ótrúlega mikið og það að vera með veikustu sjúklingana finnst mér líka mjög spennandi,“ segir hann. „Síðan hef ég mjög gaman af mannlegum samskiptum og það er nóg af þeim þegar maður er deildarstjóri á stórri deild eins og gjörgæslan er,“ en starfsmenn gjörgæslunnar eru tæplega 90 og mannauðshluti starfsins því ansi viðamikill að sögn hans.

Á sumrin fer Árni Már eins oft og hann getur í veiði en hann segir stangveiðina eiga hug hans allan núna, en hann veiðir eingöngu á flugu. „Það er ótrúlega róandi að stunda fluguveiði og örugglega ein af betri núvitundaræfingum sem til eru. Ég hef líka mikinn áhuga á tónlist og er eiginlega alæta á alla tónlist þó svo ég hafi sérstakan áhuga á þungarokki,“ segir hann.


Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála