Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Heillaður af gjörgæsluhjúkrun

6. september 2019

Árni Már Haraldsson byrjaði feril sinn innan heilbrigðisgeirans sem starfsmaður á deild 12 á Kleppi og vann þar meðfram hjúkrunarnáminu í 50% starfi. Eftir verknám á gjörgæslu á þriðja ári í náminu varð ekki aftur snúið, en hann starfar nú sem deildarstjóri á gjörgæslu og vöknun við Hringbraut.

„Ég bara heillaðist af gjörgæslunni,“ segir Árni Már en hann hóf strax að vinna á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi eftir útskrift og vann þar í tvö ár. Þá lá leiðin til Danmerkur og hóf hann störf á gjörgæsludeild á Bispebjerg spítalanum í Kaupmannahöfn. Þar vann hann í 5 ár og samhliða þeirri vinnu fór hann í framhaldsnám í gjörgæsluhjúkrun og útskrifaðist 2011. Árni Már flutti heim ásamt fjölskyldu sinni árið 2013 en hann er giftur Hrafnhildi Hlín Hjartardóttur og eiga þau dæturnar Emblu Guðlaug, sem er 7 ára, og Kolfinnu Láru 2ja ára. Þegar heim kom hóf hann að starfa fyrir starfsmannaleigu í Noregi og á tveggja ára tímabili vann hann á ótal gjörgæsludeildum þar í landi. „Ég vann mikið í 2-3 vikur og var svo í fríi í aðrar 2 vikur þess á milli. Þetta var mjög áhugaverður tími og gaman að geta séð margar ólíkar gjörgæsludeildir,“ segir hann.


Árni Már kynntist störfum hjúkrunarfræðinga ungur að árum en móðir hans er hjúkrunarfræðingur. „Það hefur án efa haft töluverð áhrif á val mitt.“

Árni Már kynntist störfum hjúkrunarfræðinga ungur að árum en móðir hans er hjúkrunarfræðingur. „Það hefur án efa haft töluverð áhrif á val mitt.“ Þegar hann vann á Kleppi eftir menntaskóla hugleiddi hann að fara í sálarfræðina en eftir að hann kynntist fjölbreyttu starfssviði hjúkrunarfræðinga varð hjúkrunarfræðin ofan á. „Það sem heillaði mig kannski mest var að hjúkrunarfræðingarnir voru með ótrúlega vítt starfssvið og komu eiginlega að öllu sem tengdist sjúklingnum og líka starfseminni í kringum það. Ætli það hafi ekki verið það sem heillaði mig mest og svo seinna þegar námið byrjaði þá sá ég hvað þetta var gríðarlega fjölbreytt og margt í boði innan hjúkrunargeirans.“

Spennandi að sinna veikustu sjúklingunum

Það skemmtilegasta við hjúkrun að mati Árna Más er sú heildræna nálgun sem hjúkrunarfræðingar beita við umönnun sjúklinga og á gjörgæslunni er mikil fjölskylduhjúkrun samhliða því að hugsa fyrir öllum þörfum sjúklings. „Svo verð ég líka að segja að tækjaumhverfið á gjörgæslunni hefur alltaf heillað mig ótrúlega mikið og það að vera með veikustu sjúklingana finnst mér líka mjög spennandi,“ segir hann. „Síðan hef ég mjög gaman af mannlegum samskiptum og það er nóg af þeim þegar maður er deildarstjóri á stórri deild eins og gjörgæslan er,“ en starfsmenn gjörgæslunnar eru tæplega 90 og mannauðshluti starfsins því ansi viðamikill að sögn hans.

Á sumrin fer Árni Már eins oft og hann getur í veiði en hann segir stangveiðina eiga hug hans allan núna, en hann veiðir eingöngu á flugu. „Það er ótrúlega róandi að stunda fluguveiði og örugglega ein af betri núvitundaræfingum sem til eru. Ég hef líka mikinn áhuga á tónlist og er eiginlega alæta á alla tónlist þó svo ég hafi sérstakan áhuga á þungarokki,“ segir hann.


Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála