Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Gefandi að vinna með fólki í áfengis- og vímuefnameðferð

8. nóvember 2019

Ásdís M. Finnbogadóttir, aðstoðardeildarstjóri á sjúkrahúsinu Vogi, segir það vera mjög gefandi að sjá þá breytingu sem verður á fólki þegar það hefur lokið meðferð þar og er í kjölfarið tilbúið að fara aftur út í samfélagið og takast á við lífið sitt án áfengis og vímuefna. Hún segir nánast undantekningalaust horfa á eftir sjúklingum sínum í áframhaldandi úrræði til að vinna í sínum bata í kjölfar afeitrunar og þeirrar endurhæfingar sem þeir fá á Vogi.

Vissi fljótt hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór

Ásdís segist vera mjög ánægð með að hafa valið að mennta sig í hjúkrun og líði vel í sínu starfi, en hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2004. Þrátt fyrir að hún hafi ekki byrjað í námi fyrr en á 25. aldursári þá segir hún að ekkert annað nám hafi komið til greina. Þrátt fyrir það hafði hún ekki meðvitað stefnt á hjúkrunarfræði þá blundaði það greinilega í henni eins og kom á daginn þegar hún fann bókina Bekkurinn minn frá því að hún var sjö ára. „Það er gaman að segja frá því en þegar ég var 7 ára hafði ég skrifað í bókina að ég ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór. Ég man ekki eftir að hafa skrifað þetta, eða að ég hafi haft neina sérstaka drauma um að verða hjúkrunarfræðingur, enda engin slík fyrirmynd í minni fjölskyldu,“ segir hún.

Fjölbreyttur sjúklingahópur á Vogi

Hún segir kostina við starfið vera samskiptin við það fólk sem hún á á degi hverjum og ánægjan sem fylgir því að aðstoða fólk við að vinna úr sínum vandamálum. Á Vogi er mjög fjölbreyttur sjúklingahópur, bæði hvað varðar aldur og sjúkdómsgreiningar. Hún segir það vera mikla áskorun að sinna jafnt ungu fólki sem öldruðum þar sem þarfir þessara tveggja sjúklingahópa eru mjög ólíkar.

Ásdís hefur áhuga á hvers kyns heilsurækt og útivist og hleypur mikið. Hún er gift og á þrjú börn og hund.
Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála