Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

„Ég hef alltaf litið á hjúkrunarfræðinga sem ofurhetjur“

15. nóvember 2019

„Ég hef alltaf litið á hjúkrunarfræðinga sem ofurhetjur,“ segir Paola Bianka skurðhjúkrunarfræðingur.
Allt frá því að hún var lítil stelpa hefur hún dáðst að hjúkrunarfræðingum og hvað þeir geta haldið ró sinni í oft erfiðum vinnuaðstæðum. „Þeir eru eins og englar í stríði."

Paola var 16 ára þegar hún byrjaði að læra hjúkrun í Filippseyjum. „Eins og margir unglingar á mínum aldri vildi ég skemmt mér með vinum mínum og slappa af á milli tíma í skóla; en það var ekki í boði,“ segir hún, að minnsta kosti ekki í hjúkrunarfræðinámi í Filippseyjum. „Að læra hjúkrunarfræði var eins og að fara í rússibana, en ég er mjög ánægð með að ég gafst ekki upp, heldur lét draum minn rætast,“ segir hún, en tæp 13 ár eru frá því að hún útskrifaðist.

„Ekki alltaf glimmer og regnbogi“

Eftir að Paola útskrifaðist árið 2007 vann hún í rúmt ár sem sjálfboðaliði en hjúkrunarfræðingar eru skyldugir að gera það áður en þeir geta farið í launað starf. Hún vann síðan á bráðamóttöku og á legudeild. Paola kom til Íslands með eiginmanni sínum árið 2014 í kjölfar þess að tengdaforeldrar hennar sóttu um „stúdenta-visa“ en þau höfðu þá verið búsett hér á landi í 15 ár. Við komuna til landsins tók við 6 mánaða íslenskunám í Háskóla Íslands og samhliða því vann hún við umönnun á hjúkrunarheimilinu Grund. „En það var ekki allt glimmer og regnbogi,“ rifjar hún upp. Þau tvö ár sem það tók fyrir þau hjónin að fá dvalar- og atvinnuleyfi þá var sonur þeirra hjá ömmu sinni og afa á Filippseyjum, en hann er nú orðinn 8 ára.

Fann sinn stað í hjúkrun á skurðstofu

Paola vann á Grund á þriðja ár en eftir hvatningu frá vinnufélögum sínum þá sótti hún um starf á skurðstofu Landspítala á Hringbraut. „Það var erfið ákvörðun af því að ég hef alltaf stressast yfir því að það myndi vera mjög erfitt að fara í nýtt umhverfi, með nýju fólki, og að læra allt aftur á íslensku. En ég var heppin að vera með flotta yfirmenn og samstarfsmenn og fannst það ekki erfitt að aðlagast umhverfi og starfi. Þar fann ég minn stað í hjúkrun,“ segir hún.

Eftir að hafa fullvissað alla að hún myndi leggja sig alla fram fékk hún inngöngu eftir að hafa verið sett á biðlista. Og í júní 2019 útskrifaðist hún sem skurðhjúkrunarfræðingur. 
Árið 2017 frétti hún í gegnum vinnufélaga af skurðhjúkrunarnámi og sótti um ásamt þremur öðrum á deildinni. Eftir að hafa fullvissað alla að hún myndi leggja sig alla fram fékk hún inngöngu eftir að hafa verið sett á biðlista. Og í júní 2019 útskrifaðist hún sem skurðhjúkrunarfræðingur. „Ég er rosalega stolt af mér að vera ein af þessum hópi,“ segir hún. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt en samt mjög krefjandi starf; jafnt líkamlega og andlega. Hvern dagur er ólíkur þeim fyrri, og á hverjum degi er ný áskorun. Það sem mér finnst skemmtilegast í þessu starfi er að geta hjálpað fólki og tryggja að það fáir örugga og fullnægjandi þjónustu. Við erum þeirra rödd, augu og eyru. Og að geta gert allt þetta á hverjum degi með því flotta teymi sem ég er hluti af gerir starfið skemmtilegt og spennandi.“

Les um geimvísindi og stjörnufræði fyrir háttinn

Fyrir utan vinnu reynir hún að hugsa um sjálfan sig og hlúa að áhugamálum sínum. „Ég er bókaormur og reyni að lesa í klúkkutíma eða hálftíma á kvöldin áður en ég fer að sofa,“ segir hún og les hún aðallega um geimvísindi, stjörnufræði og heimspeki. Þar fyrir utan hefur hún gaman af að taka ljósmyndir „Ég er heppin að búa á landi þar sem alls staðar er fallegt. Svo er einnig mikilvægt fyrir fólk í okkar starfi að stunda heilsu- og líkamsrækt til að styrkja sálina og líkamann og að gera eitthvað létt og gaman eins og að fara í bíó, sund og kaffihús - eitthvað til að losa stressið.“

„Það er ekki auðvelt að gera það sem við gerum í okkar vinnu. En þegar maður elskar það sem maður gerir, þá er það bara ekkert mál.“

 


Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála