Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

„Ég hef alltaf litið á hjúkrunarfræðinga sem ofurhetjur“

15. nóvember 2019

„Ég hef alltaf litið á hjúkrunarfræðinga sem ofurhetjur,“ segir Paola Bianka skurðhjúkrunarfræðingur.
Allt frá því að hún var lítil stelpa hefur hún dáðst að hjúkrunarfræðingum og hvað þeir geta haldið ró sinni í oft erfiðum vinnuaðstæðum. „Þeir eru eins og englar í stríði."

Paola var 16 ára þegar hún byrjaði að læra hjúkrun í Filippseyjum. „Eins og margir unglingar á mínum aldri vildi ég skemmt mér með vinum mínum og slappa af á milli tíma í skóla; en það var ekki í boði,“ segir hún, að minnsta kosti ekki í hjúkrunarfræðinámi í Filippseyjum. „Að læra hjúkrunarfræði var eins og að fara í rússibana, en ég er mjög ánægð með að ég gafst ekki upp, heldur lét draum minn rætast,“ segir hún, en tæp 13 ár eru frá því að hún útskrifaðist.

„Ekki alltaf glimmer og regnbogi“

Eftir að Paola útskrifaðist árið 2007 vann hún í rúmt ár sem sjálfboðaliði en hjúkrunarfræðingar eru skyldugir að gera það áður en þeir geta farið í launað starf. Hún vann síðan á bráðamóttöku og á legudeild. Paola kom til Íslands með eiginmanni sínum árið 2014 í kjölfar þess að tengdaforeldrar hennar sóttu um „stúdenta-visa“ en þau höfðu þá verið búsett hér á landi í 15 ár. Við komuna til landsins tók við 6 mánaða íslenskunám í Háskóla Íslands og samhliða því vann hún við umönnun á hjúkrunarheimilinu Grund. „En það var ekki allt glimmer og regnbogi,“ rifjar hún upp. Þau tvö ár sem það tók fyrir þau hjónin að fá dvalar- og atvinnuleyfi þá var sonur þeirra hjá ömmu sinni og afa á Filippseyjum, en hann er nú orðinn 8 ára.

Fann sinn stað í hjúkrun á skurðstofu

Paola vann á Grund á þriðja ár en eftir hvatningu frá vinnufélögum sínum þá sótti hún um starf á skurðstofu Landspítala á Hringbraut. „Það var erfið ákvörðun af því að ég hef alltaf stressast yfir því að það myndi vera mjög erfitt að fara í nýtt umhverfi, með nýju fólki, og að læra allt aftur á íslensku. En ég var heppin að vera með flotta yfirmenn og samstarfsmenn og fannst það ekki erfitt að aðlagast umhverfi og starfi. Þar fann ég minn stað í hjúkrun,“ segir hún.

Eftir að hafa fullvissað alla að hún myndi leggja sig alla fram fékk hún inngöngu eftir að hafa verið sett á biðlista. Og í júní 2019 útskrifaðist hún sem skurðhjúkrunarfræðingur. 
Árið 2017 frétti hún í gegnum vinnufélaga af skurðhjúkrunarnámi og sótti um ásamt þremur öðrum á deildinni. Eftir að hafa fullvissað alla að hún myndi leggja sig alla fram fékk hún inngöngu eftir að hafa verið sett á biðlista. Og í júní 2019 útskrifaðist hún sem skurðhjúkrunarfræðingur. „Ég er rosalega stolt af mér að vera ein af þessum hópi,“ segir hún. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt en samt mjög krefjandi starf; jafnt líkamlega og andlega. Hvern dagur er ólíkur þeim fyrri, og á hverjum degi er ný áskorun. Það sem mér finnst skemmtilegast í þessu starfi er að geta hjálpað fólki og tryggja að það fáir örugga og fullnægjandi þjónustu. Við erum þeirra rödd, augu og eyru. Og að geta gert allt þetta á hverjum degi með því flotta teymi sem ég er hluti af gerir starfið skemmtilegt og spennandi.“

Les um geimvísindi og stjörnufræði fyrir háttinn

Fyrir utan vinnu reynir hún að hugsa um sjálfan sig og hlúa að áhugamálum sínum. „Ég er bókaormur og reyni að lesa í klúkkutíma eða hálftíma á kvöldin áður en ég fer að sofa,“ segir hún og les hún aðallega um geimvísindi, stjörnufræði og heimspeki. Þar fyrir utan hefur hún gaman af að taka ljósmyndir „Ég er heppin að búa á landi þar sem alls staðar er fallegt. Svo er einnig mikilvægt fyrir fólk í okkar starfi að stunda heilsu- og líkamsrækt til að styrkja sálina og líkamann og að gera eitthvað létt og gaman eins og að fara í bíó, sund og kaffihús - eitthvað til að losa stressið.“

„Það er ekki auðvelt að gera það sem við gerum í okkar vinnu. En þegar maður elskar það sem maður gerir, þá er það bara ekkert mál.“

 


Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála