Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Áhugasviðið kristallast í geðhjúkrun

22. nóvember 2019

Snæbjörn Ómar Guðjónsson, sérfræðingur í geðhjúkrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri, telur einn mikilvægasta þátt í almennri hjúkrun vera sá að veita fjölskyldum sjúklinga stuðning á erfiðum tímum. Hann hefur í tæp tvo ár unnið að innleiðingu Calgary fjölskylduhjúkrunar á SAk með frábærum hópi hjúkrunarfræðinga. „Það verður eitt af mínum forgangsverkefnum næstu árin í starfi mínu á SAk ásamt því að vinna áfram með samstarfsfólki mínu að þróun faglegrar geðhjúkrunar á Íslandi.”

Vonast til að sinna sama starfi næstu 20 árin

Snæbjörn, sem er 41 árs gamall, hóf nýlega störf sem sérfræðingur í geðhjúkrun á legudeild geðdeildar Sak en hann hefur starfað á deildinni síðan 2003, og segist hlakka til að vinna og stuðla að þróun geðhjúkrunar þar. „Ég vonast til þess og sé sjálfan mig í sama starfi á legudeild geðdeildar SAk næstu 20 árin enda finnst mér starfið mitt vera áhugavert,” segir hann - þrátt fyrir að það geti á stundum verið mjög krefjandi.

Hjúkrunarfræðin hafði vinninginn

Hann skráði sig í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri með það að markmiði að undirbúa sig fyrir nám í lífefnafræði eða líffræði. Samhliða námi í framhaldsskóla vann hann við lyfjaframleiðslu og kynntist þannig störfum í hágæða líftækniiðnaði. „Ég var harðákveðinn í að mennta mig á þessu sviði og áleit að áfangar eins og líffærafræði, efnafræði og vefja- og frumulíffræði myndu gagnast mér í áformum mínum. Það fór svo að hjúkrunarnámið var mjög áhugavert og lærdómsríkt og því ákvað ég að ljúka því,“ segir hann en hann útskrifaðist úr hjúkrun 2004. „Ég var líka búinn að átta mig á því á þessum tíma að það hentaði ágætlega að vinna náið með fólki og á tímabili var ég spenntur fyrir því að læra sálfræði.“

„Eftir sumarstarf á þriðja ári vissi ég nákvæmlega hvað ég myndi vilja leggja fyrir mig. Mér fannst áhugasvið mitt kristallast í geðhjúkrun.“
Á þriðja ári í hjúkrunarnáminu fór hann í verknám á legudeild geðdeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og ákvað í framhaldi að sækja um starf þar. „Eftir sumarstarf á þriðja ári vissi ég nákvæmlega hvað ég myndi vilja leggja fyrir mig. Mér fannst áhugasvið mitt kristallast í geðhjúkrun,“ en hann hefur starfað á legudeild geðdeildar frá 2003 og lauk hann diplómanámi í geðhjúkrun frá Háskóla Íslands 2006.

„Ég hef einblínt á að sérhæfa mig í geðhjúkrun frá því ég lauk diplómanáminu, en það nám reyndist mér góður vegvísir sem meðferðaraðili og lagði línur fyrir meistaranámið,” en hann lauk meistaranámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á langvinna sjúkdóma frá Háskólanum á Akureyri 2015. Samhliða því að sinna almennu meðferðarstarfi sem geðhjúkrunarfræðingur hefur hann undanfarin ár meðal annars sinnt starfi gæðavarðar á geðdeild og tekið þátt í því metnaðarfulla verkefni að Sjúkrahús Akureyrar hljóti alþjóðlega vottun. Einnig hefur hann verið í áfallateymi SAk, í verkefnahópi um innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á SAk, sinnt stundakennslu á heilbrigðisdeild HA, verið í rannsóknarsamstarfi við aðila innan HA, Landspítala og HÍ og fengið þannig tækifæri til að kynnast nákvæmum vinnubrögðum háskólasamfélagsins.

Starfið er mikilvægt og ábyrgðin er mikil

„Ég er mjög ánægður í starfi mínu. Ég hef kynnst mörgu frábæru samstarfsfólki í gegnum tíðina sem hefur reynst mér vel í að þróa mig sem meðferðaraðila en sjúklingar sem hafa þegið meðferð á deildinni hafa kennt mér mest af öllu. Ég upplifi starfið mitt mjög mikilvægt og finn til mikillar ábyrgðar þar sem við erum að fást við sjúkdóma sem eru oft á tíðum lífshættulegir.” Snæbjörn segir það vera gríðarlega mikilvægt að leggja mikið á sig og sinna starfi sínu af kostgæfni þar sem sjúklingar eru oft á tíðum að ganga í gegnum erfiðustu stundir lífs síns.

Snæbjörn er giftur fimm barna faðir. Hans helstu áhugamál eru ferðalög með fjölskyldunni og tónlist.


Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála