Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Áhugasviðið kristallast í geðhjúkrun

22. nóvember 2019

Snæbjörn Ómar Guðjónsson, sérfræðingur í geðhjúkrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri, telur einn mikilvægasta þátt í almennri hjúkrun vera sá að veita fjölskyldum sjúklinga stuðning á erfiðum tímum. Hann hefur í tæp tvo ár unnið að innleiðingu Calgary fjölskylduhjúkrunar á SAk með frábærum hópi hjúkrunarfræðinga. „Það verður eitt af mínum forgangsverkefnum næstu árin í starfi mínu á SAk ásamt því að vinna áfram með samstarfsfólki mínu að þróun faglegrar geðhjúkrunar á Íslandi.”

Vonast til að sinna sama starfi næstu 20 árin

Snæbjörn, sem er 41 árs gamall, hóf nýlega störf sem sérfræðingur í geðhjúkrun á legudeild geðdeildar Sak en hann hefur starfað á deildinni síðan 2003, og segist hlakka til að vinna og stuðla að þróun geðhjúkrunar þar. „Ég vonast til þess og sé sjálfan mig í sama starfi á legudeild geðdeildar SAk næstu 20 árin enda finnst mér starfið mitt vera áhugavert,” segir hann - þrátt fyrir að það geti á stundum verið mjög krefjandi.

Hjúkrunarfræðin hafði vinninginn

Hann skráði sig í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri með það að markmiði að undirbúa sig fyrir nám í lífefnafræði eða líffræði. Samhliða námi í framhaldsskóla vann hann við lyfjaframleiðslu og kynntist þannig störfum í hágæða líftækniiðnaði. „Ég var harðákveðinn í að mennta mig á þessu sviði og áleit að áfangar eins og líffærafræði, efnafræði og vefja- og frumulíffræði myndu gagnast mér í áformum mínum. Það fór svo að hjúkrunarnámið var mjög áhugavert og lærdómsríkt og því ákvað ég að ljúka því,“ segir hann en hann útskrifaðist úr hjúkrun 2004. „Ég var líka búinn að átta mig á því á þessum tíma að það hentaði ágætlega að vinna náið með fólki og á tímabili var ég spenntur fyrir því að læra sálfræði.“

„Eftir sumarstarf á þriðja ári vissi ég nákvæmlega hvað ég myndi vilja leggja fyrir mig. Mér fannst áhugasvið mitt kristallast í geðhjúkrun.“
Á þriðja ári í hjúkrunarnáminu fór hann í verknám á legudeild geðdeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og ákvað í framhaldi að sækja um starf þar. „Eftir sumarstarf á þriðja ári vissi ég nákvæmlega hvað ég myndi vilja leggja fyrir mig. Mér fannst áhugasvið mitt kristallast í geðhjúkrun,“ en hann hefur starfað á legudeild geðdeildar frá 2003 og lauk hann diplómanámi í geðhjúkrun frá Háskóla Íslands 2006.

„Ég hef einblínt á að sérhæfa mig í geðhjúkrun frá því ég lauk diplómanáminu, en það nám reyndist mér góður vegvísir sem meðferðaraðili og lagði línur fyrir meistaranámið,” en hann lauk meistaranámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á langvinna sjúkdóma frá Háskólanum á Akureyri 2015. Samhliða því að sinna almennu meðferðarstarfi sem geðhjúkrunarfræðingur hefur hann undanfarin ár meðal annars sinnt starfi gæðavarðar á geðdeild og tekið þátt í því metnaðarfulla verkefni að Sjúkrahús Akureyrar hljóti alþjóðlega vottun. Einnig hefur hann verið í áfallateymi SAk, í verkefnahópi um innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á SAk, sinnt stundakennslu á heilbrigðisdeild HA, verið í rannsóknarsamstarfi við aðila innan HA, Landspítala og HÍ og fengið þannig tækifæri til að kynnast nákvæmum vinnubrögðum háskólasamfélagsins.

Starfið er mikilvægt og ábyrgðin er mikil

„Ég er mjög ánægður í starfi mínu. Ég hef kynnst mörgu frábæru samstarfsfólki í gegnum tíðina sem hefur reynst mér vel í að þróa mig sem meðferðaraðila en sjúklingar sem hafa þegið meðferð á deildinni hafa kennt mér mest af öllu. Ég upplifi starfið mitt mjög mikilvægt og finn til mikillar ábyrgðar þar sem við erum að fást við sjúkdóma sem eru oft á tíðum lífshættulegir.” Snæbjörn segir það vera gríðarlega mikilvægt að leggja mikið á sig og sinna starfi sínu af kostgæfni þar sem sjúklingar eru oft á tíðum að ganga í gegnum erfiðustu stundir lífs síns.

Snæbjörn er giftur fimm barna faðir. Hans helstu áhugamál eru ferðalög með fjölskyldunni og tónlist.


Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála