Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

„Mér finnst ég svo heppin að hafa slysast inn á þessa lífsbraut”

29. nóvember 2019

Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri á hjúkrunarheimilinu á Seltjarnarnesi, segir það afskaplega gefandi að vinna við öldrun en hún hóf störf á nýju hjúkrunarheimili sem var opnað fyrr á þessu ári. Þar áður vann hún í 24 ár á Landspítalanum og tekur einstaka sinnum vaktir á bráðadeild og hjartagátt meðfram núverandi starfi.

Þáttur öldrunarhjúkrunar vaxandi á komandi árum

Björg hefur lengst af starfað á lyflækninga- og bráðasviði og segist bera hlýjar tilfinningar til Landspítalans sem vinnustaðar. Hún er mjög ánægð í nýju starfi á hjúkrunarheimilinu og segir þau tengsl sem myndist við heimilisfólk og aðstandendur þeirra vera mjög gefandi. Þáttur öldrunarhjúkrunar mun vaxa mikið á komandi árum með öldrun þjóðar og er ekki hægt að að leggja of mikla áherslu á mikilvægi þess að styðja við þennan málaflokk. Öll viljum við að foreldrar okkar, afar og ömmur og síðan við sjálf fáum fyrsta flokks þjónustu og ánægjulega ævidaga.”

Að geta hjálpað fólki og bætt líf þeirra verður seint talið í tekjum”

Það var tilviljun frekar en annað sem réði því að Björg lagði fyrir sig hjúkrun. Og hún er mjög sátt við þá ákvörðun. Mér finnst ég svo heppin að hafa slysast inn á þessa lífsbraut,” segir hún. Það var áhugi á raun- og félagsvísindum sem varð til þess að hún lagði fyrir sig hjúkrun. Það er enginn í fjölskyldunni minni í heilbrigðisgeiranum og vissi ég því ekkert hvað ég var að fara útí á sínum tíma,” en hún útskrifaðist 1999. Að geta hjálpað fólki og bætt líf þeirra verður seint talið í tekjum. Mér finnst líka gaman að hafa mikið að gera og þá er hjúkrunarstarfið alveg kjörið,” segir hún. „Fjölbreytileikinn er skemmtilegastur og það er enginn dagur eins.”

Mannauðsmál fjölbreytileg og skemmtileg

Björg verið meira og minna í stjórnunarstörfum undanfarin sjö ár og segir þau heilla mikið. Allt sem snýr að mannauðsmálum er ávallt áskorun en um leið er það svo fjölbreytilegt og skemmtilegt.” Samhliða vinnu er Björg að ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýstu um jólin og hefur hug á að fara í frekara nám næsta haust.

Björg, sem er 45 ára gömul, býr í vesturbænum með 17 ára syni sínum. Helstu áhugamál hennar eru, auk samveru með vinum og fjölskyldu, útivist, ferðalög og kórsöngur, en hún hefur mikinn áhuga á ýmiss konar tónlist og er dugleg að fara á tónleika.

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála