Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

„Mér finnst ég svo heppin að hafa slysast inn á þessa lífsbraut”

29. nóvember 2019

Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri á hjúkrunarheimilinu á Seltjarnarnesi, segir það afskaplega gefandi að vinna við öldrun en hún hóf störf á nýju hjúkrunarheimili sem var opnað fyrr á þessu ári. Þar áður vann hún í 24 ár á Landspítalanum og tekur einstaka sinnum vaktir á bráðadeild og hjartagátt meðfram núverandi starfi.

Þáttur öldrunarhjúkrunar vaxandi á komandi árum

Björg hefur lengst af starfað á lyflækninga- og bráðasviði og segist bera hlýjar tilfinningar til Landspítalans sem vinnustaðar. Hún er mjög ánægð í nýju starfi á hjúkrunarheimilinu og segir þau tengsl sem myndist við heimilisfólk og aðstandendur þeirra vera mjög gefandi. Þáttur öldrunarhjúkrunar mun vaxa mikið á komandi árum með öldrun þjóðar og er ekki hægt að að leggja of mikla áherslu á mikilvægi þess að styðja við þennan málaflokk. Öll viljum við að foreldrar okkar, afar og ömmur og síðan við sjálf fáum fyrsta flokks þjónustu og ánægjulega ævidaga.”

Að geta hjálpað fólki og bætt líf þeirra verður seint talið í tekjum”

Það var tilviljun frekar en annað sem réði því að Björg lagði fyrir sig hjúkrun. Og hún er mjög sátt við þá ákvörðun. Mér finnst ég svo heppin að hafa slysast inn á þessa lífsbraut,” segir hún. Það var áhugi á raun- og félagsvísindum sem varð til þess að hún lagði fyrir sig hjúkrun. Það er enginn í fjölskyldunni minni í heilbrigðisgeiranum og vissi ég því ekkert hvað ég var að fara útí á sínum tíma,” en hún útskrifaðist 1999. Að geta hjálpað fólki og bætt líf þeirra verður seint talið í tekjum. Mér finnst líka gaman að hafa mikið að gera og þá er hjúkrunarstarfið alveg kjörið,” segir hún. „Fjölbreytileikinn er skemmtilegastur og það er enginn dagur eins.”

Mannauðsmál fjölbreytileg og skemmtileg

Björg verið meira og minna í stjórnunarstörfum undanfarin sjö ár og segir þau heilla mikið. Allt sem snýr að mannauðsmálum er ávallt áskorun en um leið er það svo fjölbreytilegt og skemmtilegt.” Samhliða vinnu er Björg að ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýstu um jólin og hefur hug á að fara í frekara nám næsta haust.

Björg, sem er 45 ára gömul, býr í vesturbænum með 17 ára syni sínum. Helstu áhugamál hennar eru, auk samveru með vinum og fjölskyldu, útivist, ferðalög og kórsöngur, en hún hefur mikinn áhuga á ýmiss konar tónlist og er dugleg að fara á tónleika.

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála