Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ný menning í öldrunarþjónustu

2. desember2019

Bókarýni eftir Þorgerði Ragnarsdóttur: Ný menning í öldrunarþjónustu eftir Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur

Sigrún Huld skrifar um öldrunarþjónustu, hvernig henni hefur verið sinnt í fortíð og nútíð og hugmyndir um hvernig hægt væri að gera öðruvísi og hugsanlega betur í framtíðinni. Yfirlýstur ásetningur höfundar er að kynna fyrir lesendum nýja menningu í öldrunarþjónustu. Nýja menningin felst í að aldraðir fái notið valfrelsis og sjálfræðis þrátt fyrir skerta færni og séu ekki upp á pakkalausnir stofnanaþjónustu komnir. Með því er átt við að fólk fái notið stuðnings til að fá að ráða hvernig það býr og hagar lífi sínu. Í því felst líka ákveðið frelsi til að taka áhættu í lífinu og þar með hugsanlega að slasast eða veikjast á einhvern hátt. Það að finna til öryggis er ekki endilega það sama og að vera komið fyrir á stað þar sem eftirlit og öryggisráðstafanir eru miklar. Höfundur rekur rætur hugmynda um nýja menningu vestur um haf og lýsir heimilum eða keðjum heimila, sem hafa verið stofnuð eða þróuð í þeim anda, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, t.d. Eden Alternative, Leve Bo og Sóltúnsheimilið. Hér á landi hefur uppbygging nærþjónustu og stuðningur við búsetu í heimahúsum ekki náð að haldast í hendur við fjölgun aldraðra sem þurfa á margvíslegri þjónustu að halda. Notendastýrð heimaþjónusta hefur rutt sér til rúms í nágrannalöndum okkar en er nýmæli hér á landi. Spyrja má hvers vegna hún hafi einkum staðið fólki með fötlun til boða en ekki öldruðum.

Höfundur varpar ljósi á að það er ekki nóg að byggja, það þarf að huga að innihaldinu líka, þ.e. hvernig öldruðum er sinnt, burtséð frá staðsetningu, og af hverjum. Ef ráðamenn átta sig ekki á þessu er hætta á að þróunin bíti í skottið á sjálfri sér.
Eins og bent er á í seinni köflum bókarinnar eru þessar hugmyndir í hróplegu ósamræmi við kosningaloforð og aðgerðir stjórnmálamanna. Á síðustu metrunum fyrir kosningar keppast þeir við að lofa því að byggja fleiri hjúkrunarrými án þess að gera ráð fyrir fjármagni í rekstur. Þar með er stefnt að dýrasta þjónustustiginu þegar margir gætu nýtt sér léttari þjónustu í heimahúsi eða annars konar búsetuúrræði. Höfundur varpar ljósi á að það er ekki nóg að byggja, það þarf að huga að innihaldinu líka, þ.e. hvernig öldruðum er sinnt, burtséð frá staðsetningu, og af hverjum. Ef ráðamenn átta sig ekki á þessu er hætta á að þróunin bíti í skottið á sjálfri sér. Það er ekki fyrr búið að leggja niður stofnanir sem þykja óæskilegt úrræði fyrir fólk með fötlun en að byrjað er að hrúga upp stofnunum fyrir aldraða sem fáa langar að flytja á.

Framtak hennar með útgáfu þessarar bókar er aðdáunarvert og fengur fyrir alla sem hafa áhuga á málefnum aldraðra. Af lestrinum er ljóst að henni liggur mikið á hjarta og vill miðla hugmyndum um hvernig hægt er að sinna þessum málaflokki á annan veg en nú er gert með sjálfræði aldraðra að leiðarljósi.
Sigrún Huld er hjúkrunarfræðingur, sérmenntuð í öldrunarhjúkrun og hefur víðtæka þekkingu á viðfangsefninu og reynslu af starfi bæði innanlands og erlendis. Framtak hennar með útgáfu þessarar bókar er aðdáunarvert og fengur fyrir alla sem hafa áhuga á málefnum aldraðra. Af lestrinum er ljóst að henni liggur mikið á hjarta og vill miðla hugmyndum um hvernig hægt er að sinna þessum málaflokki á annan veg en nú er gert með sjálfræði aldraðra að leiðarljósi. Eigin hugleiðingar hennar og gagnrýni um viðfangsefnið eru fyrirferðarmiklar í textanum. Viðmót sem heilabilaðir mæta, oft vegna skilningsleysis og vanþekkingar, virðist vera henni sérstaklega hugleikið. Hún speglar eigin reynslu í rannsóknum, einkum bandarískum, á árangri breyttra hugmynda og starfshátta við öldrunarþjónustu. Þó að niðurstöður rannsóknanna séu misvísandi og færi ekki augljóslega tölfræðilegar sönnur á að ein aðferð sé betri en önnur ályktar höfundur að þróunin sé í rétta átt og að það skipti máli að njóta stuðnings til að fá að eldast með reisn.

Hugsanlega hefði mátt setja sumt af efni rannsóknarkaflans fram í töflu til skýringar því að hann er nokkuð umfangsmikill og á köflum ruglingslegur. Einnig má benda á að atriðisorðaskrá myndi gera efnið aðgengilegra sem uppflettirit, heimildarrit og til náms.

Fyrir alla sem velta fyrir sér málefnum og búsetu aldraðra í samfélaginu mæli ég heils hugar með bókinni Ný menning í öldrunarþjónustu. Hún felur í sér upplýsandi samantekt og hressilega gagnrýni á ríkjandi stefnur og strauma í öldrunarmálum en vekur lesandann jafnframt til umhugsunar um framtíðina.

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Öldrun

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála