Sýkingar í kjölfar skurðaðgerða vegna krabbameins í ristli og endaþarmi
Birgir Örn Ólafsson, skurðhjúkrunarfræðingur á Landspítala
Ásta Thoroddsen, prófessor í hjúkrunarfræðideild HÍ
Tilgangur: Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi hjá báðum kynjum. Skurðaðgerð er ein mikilvægasta meðferðin til lækningar á sjúkdómnum. Algengi sýkinga
eftir aðgerð er hægt að nota sem mælikvarða á árangur hjúkrunar. Í þessari rannsókn var kannað hve tíðar sýkingar voru eftir skurðaðgerðir á krabbameini í ristli og endaþarmi á Landspítala en það var ekki þekkt. Jafnframt var kannað hve alvarlegar slíkar sýkingar voru.
Aðferð: Gerð var framsýn, lýsandi rannsókn. Kannað var hvort sjúklingar sem fóru í skurðaðgerð vegna krabbameins á ristli eða endaþarmi á skurðdeild Landspítala frá 15. mars 2015 til 15. september
2015 fengu sýkingar innan 30 daga í kjölfar aðgerðarinnar. Þátttakendur í rannsókninni voru 70 sjúklingar. Upplýsingum var safnað með viðtölum við þátttakendur og úr sjúkraskrám. Öll einkenni sýk -
inga sem þörfnuðust meðferðar voru metin sem fylgikvillar. Þær sýkingar sem upp komu voru flokkaðar samkvæmt flokkun Clavien-Dindo þar sem veitt meðferð við sýkingunum ræður flokkuninni.
Niðurstöður: Sýkingu fengu 44,3% sjúklinga (31/70). Þvagfærasýking var algengust (24,5%), kviðarholssýking varð hjá 18,6% og sárasýking hjá 14,3%. Sýkingu í blóð fengu 8,6%. aðrar sýkingar sem upp komu voru: Munnsýkingar, lungnabólga, sýking í stóma og sýking af vankó mýcín-ónæmum enterókokkum (VÓE). Dánartíðni vegna sýkinga var 1,4% (n=1).
Ályktanir: Sýkingar eftir aðgerð vegna krabbameins í ristli eða endaþarmi eru tíðar miðað við sambærilegar aðgerðir í nágrannalöndum. Sérstök nauðsyn er á að yfirfara verklag við notkun og meðhöndlun þvagleggja. Þessi niðurstaða undirstrikar einnig nauðsyn þess að hafa framsýna skráningu á sýkingum eftir skurðaðgerðir svo hægt sé að meta gæði og árangur hjúkrunar.
Lykilorð: Skurðhjúkrun, skurðaðgerð, sýking, ristill, endaþarmur.
3. tbl. 2019: Sýkingar í kjölfar skurðaðgerða vegna krabbameins í ristli og endaþarmi
Pistlar og viðtöl
Fræðigreinar
Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein
Kristín Björnsdóttir
Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar.„Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“
Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir.
Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér?
Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir
Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.