Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Hjúkrað með hjartanu

6. desember2019

Hjúkrun er fyrir þeim Bryndísi Erlingsdóttur og Önnu Margréti Magnúsdóttur hjartans mál en þær vinna nú að undirbúningi hjartabilunarmóttöku á heilsugæslustöðinni á Selfossi, Hsu. Allt frá árinu 2015 hafa þær unnið að hjartabilunarverkefni sem er aðallega í tengslum við heimahjúkrun á vegum Hsu. Þær hafa átt gott samstarf við starfsfólk á Göngudeild Hjartabilunar sem þær leita til ef skjólstæðingum hrakar eða breyta þarf lyfjagjöf.

Framtíðin ráðin eftir starfskynningu í grunnskóla

Þær ákváðu báðar ungar að leggja fyrir sig hjúkrun og Anna Margrét var ekki nema 5 ára þegar hún tilkynnti foreldrum sínum og öðrum sem heyra vildi að hún ætlaði að verða hjúkrunarkona þegar hún yrði stór. Hún hafði enga sérstaka fyrirmynd í hjúkrun, nema ef vera skyldi konuna sem bjó í næsta húsi sem var hjúkrunarfræðingur. Þegar kom að því að fara í starfskynningu í grunnskóla var hún ekki í minnsta vafa og fyrir valinu varð sjúkrahúsið á Selfossi. Bryndís valdi einnig að fara í starfskynningu á sjúkrahúsið á Selfossi og í kjölfarið var framtíðin ráðin. „Ég fékk að fylgjast með herniuaðgerð og þá var ég bara kolfallin,“ rifjar hún upp. Hún ákvað þann dag að leggja fyrir sig hjúkrun og hefur ekki séð eftir þeirri ákvörðun.

„Ég lít á mig sem hjartahjúkku“

Bryndís lærði fyrst til sjúkraliða og að loknu stúdentsprófi fór hún til Danmerkur í hjúkrunarfræði. Námið er kennt í lotum og stór hluti námsins byggist á klínísku námi sem hentaði henni vel segir hún. Hún útskrifaðist frá Professionshoejskolen Metropol, Herlev árið 2010 og hóf þá að vinna á Hjartagátt Landspítala, sem þá var nýopnuð, og vann þar allt til desember 2018. Hún segir það mikið lán að hafa unnið þar enda með sterkar taugar til Hjartagáttarinnar og öðru sem viðkemur hjartahjúkrun. „Ég lít á mig sem hjartahjúkku,“ segir hún. „Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt, maður fær að takast á við allskonar áskoranir, miserfiðar og mis skemmtilegar en þegar á botninn er hvolft er maður alltaf að hjálpa einhverjum sem hefur þörf fyrir aðstoðina. Svo er líka bara svo skemmtilegt hvað maður kynnist mikið af fólki í starfinu hvort sem það er samstarfsfólk eða skjólstæðingar,“ segir Bryndís.

„Ég eeeelska hjúkrun“

Anna Margrét útskrifaðist úr hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands 1994. Hún lauk síðan diplómanámi bæði í klínískri heilsugæsluhjúkrun og þjónandi forystu frá Háskólanum á Akureyri 2017 og er í meistaranámi í heilbrigðisvísindum við HA. Anna Margrét segir hjúkrun vera allt í senn bæði skemmtileg, erfið, krefjandi og ögrandi, jafnt andlega sem líkamlega. Henni fylgir mikil ábyrgð bæði í verki og í orði og umfang hjúkrunar og fjölbreytni er mikil. Hún segist kynnast mörgu fólki, jafnt skjólstæðingum og aðstandendum, og oft skapist góð vinátta í gegnum hjúkrunarstarfið. „Eitt sinn var ég spurð að því af hjúkrunarnema hvað skipti mig miklu máli í starfi. Auðvitað eru það mímargir hutir en þegar ég fór að læra hjúkrun setti ég mér það að ég skyldi virða skjólstæðing minn, þarfir hans og vilja um leið og hin faglegu gildi hjúkrunar. Ég skyldi koma fram við fólk eins og ég vildi að komið væri fram við mitt fólk í sömu aðstæðum - eitthvað sem við ættum öll alltaf að gera í öllu lífinu,“ segir Anna Margrét. „Ég eeeelska hjúkrun og ég er þess fullviss að ég er á hárréttum stað.“

Byrjar að hluta á jólalög um mitt sumar

Anna Margrét er mikið jólabarn og byrjar að undirbúa jólin eins fljótt og hún kemst upp með og byrjar að hlusta á jólalög þegar árið er rétt hálfnað segir hún. Hún segir fjölskyldustundir með fólkinu sínu standa upp úr þegar kemur að áhugamálum - hvort sem það eru matarboð, íþróttamót, ferðalög eða „bara hvað sem kallar á samveru, hlátur og grín,“ segir hún, auk þess sem hún hefur unun af bakstri og eldamennsku. Hún er gift Magnúsi Hlyni Hreiðarsyni fréttamanni og eiga þau saman fjóra syni og fimm ára ömmustrák.

Hefur ástríðu fyrir söng

Helsta áhugamál Bryndísar er söngur. „Söngur hefur alltaf verið mín ástríða. Ég hef sungið frá blautu barnsbeini og verið mikið viðloðandi kóra, verið í hljómsveitum og sungið sem sólóisti.“ Hún hefur lært aðeins í klassískum söng, auk þess sem hún var í tónlistarlýðháskóla í hálft ár í Danmörku 2006. Bryndís er gift Sveinbirni Ara Gunnarssyni og eiga þau þrjár dætur.
Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

„Ég held það hafi alltaf legið fyrir mér að fara í hjúkrunarfræði,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár.

Nánar

Árangur hjúkrunarfæðings ræðst ekki af því hversu mikla fræðilega þekkingu hann býr yfir að mati Rhomz Singayan Aquino, heldur hversu góður og sveigjanlegur hann er við að nota allt sem hann hefur lært.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála