Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Hjúkrað fólki með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma í tugi ára

19. desember2019

Hjúkrun fólks með langvinna og alvarlega geðrofssjúkdóma hefur átt hug og hjarta Margrétar Eiríksdóttur undanfarin 40 ár. Hún hóf sérnám í geðhjúkrunarfræði við Nýja hjúkrunarskólann 1976, þá nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur, og útskrifaðist þaðan 1980.

Margrét fór í sérskipulegt nám við hjúkrunarfræðideild og síðar í meistaranám sem hún lauk 2008. Að því loknu fór hún í starfsnám til sérfræðings á Landspítala og fékk sérfræðiréttindi 2010. Hún var þá ráðin í stöðu sérfræðings í elliþjónustu á geðdeild Landspítala.

„Ég býst við að áhuginn hafi líka vaknað þegar ég var rétt rúmlega tvítug. Veikustu sjúklingarnir sem voru að greinast voru á mínum aldri og voru að stíga sín fyrstu skref með geðsjúkdóm og ég fann til mikillar samkenndar með þeim.“
Margrét var ung að árum þegar áhugi hennar á umönnun manna og dýra kviknaði. „Ég var alin upp í sveit og var svolítið ósjálfstæð og óörugg en fékk mikið hrós þegar ég annaðist dýr og börn. Ég varð ákveðin í að verða hjúkrunarkona sem smákrakki þrátt fyrir að þekkja engan slíkan.“ Fyrir sveitastelpu kom það sér vel að fara í Hjúkrunarskólann en þar fékk hún heimavist og laun fyrir starfsnámið. Þetta var því góð leið til að öðlast sjálfstæði og verða sjálfri sér næg segir Margrét. Í starfsnáminu fann hún sig best á geðdeildinni. „Ég býst við að áhuginn hafi líka vaknað þegar ég var rétt rúmlega tvítug. Veikustu sjúklingarnir sem voru að greinast voru á mínum aldri og voru að stíga sín fyrstu skref með geðsjúkdóm og ég fann til mikillar samkenndar með þeim.“ Þegar hún fór svo að huga að vinnu eftir útskrift þá varð geðdeildin fyrir valinu.

Mikilvægt að fá að vaxa í starfi

Þórunn Pálsdóttir, þáverandi hjúkrunarforstjóri á Kleppspítala, hvatti Margréti, þá nýútskrifaða, til að fara í framhaldsnám í geðhjúkrun sem þá var nýtt nám. Það var mikið fyrir skarpskyggni hennar að sérmennta hjúkrunarfræðinga í geðhjúkrun enda var Þórunn mjög meðvituð um mikilvægi þess að mennta fleiri geðhjúkrunarfræðinga að sögn Margrétar. Það var heillaspor hjá Margréti en allan hennar starfsferil hefur hún haft tækifæri til að vaxa í starfi og uppgötva nýjar leiðir til að hjúkra geðrofssjúklingum, ekki síst vegna þess hve hún hefur ávallt haft góða yfirmenn og stjórnendur segir hún.

Gefandi að annast hund saman

Margrét giftist eiginmanni sínum 19 ára gömul og eiga þau tvo syni og 4 barnabörn. „Synirnir eru nú löngu orðnir kallar,“ segir hún. Þau hafa haldið hund í 10 ár sem hefur veitt þeim hjónum mikla ánægju. Þau hjónin eru samhent í áhugamálum sem byggja mikið á því að vera í sumarbústað sem þau hjónin eiga, fara í ferðalög saman og að sjálfsögðu að annast hundinn segir hún. „Við erum rosalega heppin með hundinn okkar og hann með okkur. Það er merkilegt hvað það er gefandi að eiga hund saman.“


Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála