Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri

5. júní 2020

Við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA) er boðið upp á 120 ECTS-eininga meistaranám og viðbótarnám (diplómanám) á meistarastigi. Námið er opið fagfólki úr öllum heilbrigðisstéttum en stærsta heilbrigðisstétt landsins, hjúkrunarfræðingar, hefur eðlilega verið fjölmennust í námi hjá okkur. 1. janúar 2020 voru 125 nemendur í námi í framhaldsnámsdeildinni, af þeim voru 82 í meistaranámi og 43 í viðbótarnámi á meistarastigi.

Framhaldsnámsdeildin býður upp á krefjandi og skemmtilegt þverfaglegt nám fyrir fagfólk sem þegar hefur lokið fyrstu háskólagráðu innan heilbrigðisþjónustunnar. Nemendur koma inn í námið með klíníska og faglega þekkingu á sínu sérsviði. Markmiðið er að við brautskráningu verði þeir gagnrýnir greinendur og skapandi fagmenn á sviði vísindarannsóknastarfa og nýsköpunar. Þeir verði óhræddir við breytingar til framfara með víðsýni að leiðarljósi. Námið er einnig góður undirbúningur fyrir doktorsnám við HA eða aðrar menntastofnanir innanlands eða erlendis.

HA býður upp á:

1) Viðbótarnám á meistarastigi:
Hægt er að uppfylltum inntökuskilyrðum að velja á milli 40 og 60 ECTS-eininga viðbótarnáms á meistarastigi á þeim kjörsviðum (sérfræðisviðum) sem eru í boði við HA. Innan ákveðinna tímamarka er hægt að fá námið metið upp í meistaranám á sama kjörsviði.

2) Meistaranám:
Námið er 120 ECTS-einingar og byggist upp á 40 einingum í skyldunámskeiðum auk valnámskeiða og 40 eða 60 ECTS meistaraverkefnis. Hver námsmaður skipuleggur námið í samræmi við sitt áhugasvið og kjörsvið.

Allt að 30 ECTS-einingar eru metnar inn í meistaranám úr fjögurra ára (240 eininga) BS-námi. Metnar ECTS-einingar koma í stað valnámskeiða. Hægt er að velja um 5 eða 10 ECTS-einingar í mörgum námskeiðum þegar þau eru tekin sem valnámskeið.

Ljósmæður með íslensk starfsréttindi sem vilja auka þekkingu og færni í rannsóknum geta fengið allt að 70 einingar metnar úr ljósmæðranámi sínu upp í meistarapróf. Tvö námskeið í aðferðafræði rannsókna (10 ECTS hvort) eru skyldunámskeið og eftir þau fylgir vinna við 30 eininga meistararannsókn sem lýkur með tilbúnu handriti að fræðigrein.

Kjörsvið sem opin eru til innritunar fyrir haustið 2020

120 ECTS meistaranám / 40 ECTS-eininga viðbótarnám á meistarastigi
- Heilsugæsla í héraði – fræðileg
- Langvinn veikindi og lífsglíman
- Sálræn áföll og ofbeldi
- Stjórnun í heilbrigðisþjónustu
- Verkir og verkjameðferð
- Öldrun og heilbrigði

120 ECTS meistaranám
- Endurhæfing*
- Geðheilbrigðisfræði*
- Starfsendurhæfing**

120 ECTS meistaranám / 60 ECTS-eininga viðbótarnám á meistarastigi
- Heilsugæsla í héraði – klínísk***

50 ECTS meistaranám fyrir ljósmæður með starfsréttindi á Íslandi

*Námsárið 2020-2021 er 10 ECTS sérhæft skyldunámskeið þessara kjörsviða ekki í boði. Þau verða í boði námsárið 2021-22 en hægt er að skrá sig í meistaranám á þessum kjörsviðum næsta námsár og taka önnur skyldu- og valnámskeið.

**Starfsendurhæfing er samstarfsverkefni milli HA og félagsráðgjafadeildar Háskóla Íslands og sérhæfðu skyldunámskeiðin annars vegar kennd við HA og hins vegar við HÍ. Námsárið 2020-2021 eru sérhæfðu skyldunámskeiðin ekki í boði. Þau verða í boði námsárið 2021-22 en hægt er að skrá sig í meistaranám í við HA á þessu kjörsviði og taka önnur skyldu- og valnámskeið.
***Heilsugæsla í héraði – klínísk er nám fyrir hjúkrunarfræðinga sem ráðnir hafa verið í 80% launaða sérnámsstöðu í heilsugæsluhjúkrun hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Þetta er fullt nám í eitt ár, frá 1. ágúst – 31. júlí og kennt og skipulagt í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Uppbygging námsins

Námið við HA er skipulagt þannig að hægt er að stunda vinnu með því. Kennt er í þremur lotum hvert misseri en á milli er unnið að verkefnum, og námsmat í hverju námskeiði byggist almennt á verkefnavinnu í stað prófa.


Haustmisseri 2020
Lota 1: 7. – 11. september
Lota 2: 12. – 16. október
Lota 3: 16. – 20. nóvember

Röðun námskeiða í hverri lotu
- Sálræn áföll og ofbeldi: mánudaga
- Verkir og verkjameðferð: þriðjudaga
- Heilbrigði og heilbrigðisþjónusta: miðvikudaga
- Málstofa meistaranema: f.h. á fimmtudögum
- Megindlegar rannsóknir: e.h. á fimmtudögum og f.h. á föstudögum

Vormisseri 2021*
Lota 1: 18. – 22. janúar
Lota 2: 1 – 5. mars
Lota 3: 12. – 16. apríl

Röðun námskeiða í hverri lotu*
- Stjórnun: mánudaga
- Heilbrigði kvenna: f.h. þriðjudaga og miðvikudaga
- Heilsugæsla og heilsuefling: e.h. á þriðjudögum og miðvikudögum
- Öldrun og heilbrigði: e.h. þriðjudögum og miðvikudögum
- Málstofa meistaranema: f.h. á fimmtudögum
- Eigindlegar rannsóknir: föstudaga

*Birt með fyrirvara um breytingar

Skipulag á námi í lotum:

Nemandi í fullu námi má gera ráð fyrir að mæta í 3 til 3½ dag í hverri lotu. Gerð er krafa um að nemendur mæti í a.m.k. 2 lotur í hverju námskeiði þó æskilegt sé að mæta í allar3. Umsjónarkennara er frjálst að gera sérkröfur fyrir sitt námskeið um mætingu í einhverja ákveðna lotu eða allar3. Þessar kröfur geta því verið mismunandi eftir námskeiðum.

Mæting er skilgreind á þrennan hátt: 1) mæting á staðinn; 2) mæting í gegnum hugbúnaðinn ZOOM; eða 3) mæting í gegnum fjarveru (e. Telepresence Robot). Má því segja að mæting felist í því að vera vitsmunalega og andlega mættur norður til Akureyrar þó svo að líkaminn geti verið annars staðar, sbr. lið 2 og 3. Nauðsynlegt er að hafa tölvu með myndavél og öfluga nettengingu til að geta sinnt náminu.

Opið er fyrir innritun til 15. júní 2020

Með umsókn þarf að fylgja:
1) Staðfest afrit af bakkalárprófskírteini eða sambærilegu prófskírteini.
2) Kynningarbréf
3) Námsáætlun
4) Ferilsskrá

Umsækjendur skulu hafa fengið 7,25 í meðaleinkunn í grunnháskólanámi nema sérstaklega sé getið um annað í inntökuskilyrðum kjörsviðs. Við framhaldsnámsdeildina eru 66 námspláss í boði fyrir nýnema. Sérstakar matsreglur hafa verið samþykktar ef fleiri en 66 nýnemar skrá sig til náms.

Nánar upplýsingar um umsóknarferlið og námið er að finna á heimsíðu Háskólans á Akureyri, unak.is. Áslaug L. Guðmundsdóttir, verkefnastjóri við heilbrigðisvísindasvið HA, og dr. Sigríður Sía Jónsdóttir, formaður framhaldsnámsdeildarinnar, svara einnig fyrirspurnum.


Fagið

Fagleg málefni

Menntunarmál

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála