Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

5. júní 2020

Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir, Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Ingibjörg Hjaltadóttir, Landspítala, Háskóla Íslands

Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

Tilgangur
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hve hegðunarvandi er algengur hjá íbúum á íslenskum hjúkrunarheimilum og tengsl hans við vitræna skerðingu, þunglyndi, verki, virkni og notkun fjötra.

Aðferð
Rannsóknin var megindleg, aftursýn og lýsandi. Við tölfræðilega greiningu var notað interRAI-MDS 2.0 mat 2596 íbúa sem dvöldu á hjúkrunarheimilum árið 2014 og voru gögnin fengin hjá Embætti landlæknis.

Niðurstöður
Meðalaldur íbúanna var 84,4 ár, 37,2% úrtaksins voru karlar og 62,8% konur. Þá var meðaltal einkenna um hegðunarvanda hæst hjá þeim sem voru með blandað form heilabilunar (0,34–1,15) og minnst hjá einstaklingum sem ekki höfðu heilabilunarsjúkdóma (0,07–0,31). Einnig kom í ljós jákvæð fylgni á milli hegðunarvanda og þunglyndiseinkenna (Sp-ró = 0,399; p < 0,0001), meiri verkja (Sp-ró = 0,099; p < 0,0001), minni virkni (Sp-ró = 0,224; p < 0,0001) og fjötranotkunar (Sp-ró = 0,145; p < 0,0001).

Ályktun
Niðurstöðurnar gefa yfirlit yfir algengustu atferlis- og taugasálfræðieinkenni íbúa á hjúkrunarheimilum. Verkir, þunglyndi, skortur á örvun og virkni og notkun fjötra eru þættir sem taka þarf tillit til þegar verið er að meta og veita meðferð við hegðunarvanda hjá íbúum hjúkrunarheimila til að bæta líðan þeirra. Aukin þekking á þessum þáttum er mikilvæg til að greina og meta orsakir hegðunarvanda. Mikilvægt er að tryggja nægilega þekkingu þeirra sem starfa á hjúkrunarheimilum í að meðhöndla hegðunarvanda til að hægt sé að veita árangursríka, einstaklingsbundna meðferð.

Lykilorð
Hegðunarvandi, verkir, þunglyndi, virkni, fjötrar og interRAI-MDS

2. tbl. 2020: Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

Fagið

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála