Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands á tímum covid-19

5. júní 2020

Mikið hefur mætt á heilbrigðiskerfinu og þar með hjúkrunarfræðingum í yfirstandandi covid-19-heimsfaraldri. Í þessum stutta pistli ætlum við að deila með lesendum þeim óvæntu úrlausnarefnum sem við stjórnendur í hjúkrunarfræðideild höfum staðið frammi fyrir á vormisserinu í sambandi við námið og hvernig við tókumst á við þá.

Hjúkrunarfræðideildin vel undirbúin fyrir fjarvinnu

Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á starfsemi Hjúkrunarfræðideildar líkt og annarra vinnustaða. Fyrirlestrahald, umræðufundir og fundir starfsmanna voru færðir í fjarfundaform sem reyndist lítið mál enda kennsluhættir deildarinnar fjölbreyttir og var hjúkrunarfræðideild, af deildum háskólans, einna best undir fjarvinnu búin. Klíníska námið í grunnnáminu var hins vegar þyngri þraut, sérstaklega klíníska námið á þriðja ári en þá eru nemendur einvörðungu í klíník.

Erfiðleikarnir fólust í auknu álagi á hjúkrunarfræðinga sem störfuðu á deildum, meiri vinnu nemenda og ótta við að nemendur sýktu sjúklinga og sína nánustu. Flestallir nemendur starfa með námi og fara á milli stofnana og húsa einstakra stofnana, svo sem Landspítala. Þar var áhersla lögð á að lítið eða ekki væri farið á milli. Jafnframt var ekki gott að fara á milli hjúkrunarheimila, heilsugæslu og Landspítala. Augljósir valkostir voru að segja nemendum að þeir yrðu að velja vinnu eða nám, og ef vinna væri valin þá seinkaði náminu. Stofnanir gátu hins vegar illa án starfskrafta nemenda verið. Þá stóðum við frammi fyrir því að seinka klínísku námi nemenda. Það var slæmur kostur sem hefði í för með sér að sumarvinna nemenda yrði með öðru sniði, þeir fengju ekki störf sem nemendur að loknu þriðja námsári og verkefni þeirra yrðu því önnur í sumarstarfinu. Okkur hugnaðist þetta ekki og því varð að hugsa í lausnum og finna nýjar leiðir við breyttar aðstæður. Markmið okkar voru strax þessi:

• Öllum nemendum verður gert kleift að ljúka námi á misserinu
• Gæði klíníska námsins haldast eins og kostur er
• Nemendur geta stundað vinnu með námi.

Námstækifæri víða að finna

Til að ná þessum markmiðjum var ákeðið að nemendur ákveðinna námskeiða tækju klíníska námið á sínum vinnustað. Þetta krafðist nýrrar skipulagningar og sköpunargáfu en opnaði jafnframt augu allra fyrir því að námstækifæri er að finna víða. Þökkum við öllum forsvarsmönnum sjúkrastofnana fyrir að samþykkja að nemendur tækju klíníska námið á vinnustaðnum. Þetta þýddi að einhverjir nemendur tóku klíníska námið í geðhjúkrun á gjörgæsludeild, aðrir á hjúkrunarheimili og þar fram eftir götunum.


Kennarar aðlöguðu klínísk verkefni þannig að nemendur gátu tekið þau á sínum vinnustað með áherslu á það nám sem þeir voru í. Auk þess voru útbúin klínísk tilfelli um sjúklinga sem nemendur spreyttu sig á. Segja má að við þessar aðstæður og þær lausnir sem fundnar voru hafi sjóndeildarhringur allra hlutaðeigandi víkkað. Til dæmis getur löng dvöl á gjörgæslu haft áhrif á andlegt ástand sjúklinga. Það tókst þó ekki að nýta þessi úrræði í öllum námskeiðum og má nefna heilsugæslu og hjúkrun aðgerðasjúklinga. Úrræði fundust þó sem fólu í sér að ofangreindum markmiðum var náð.

Náið samstarf við menntadeild Landspítala

Í þessu ferli vorum við í nánu samstarfi við menntadeild Landspítala. Jafnframt var brýnt fyrir nemendum að ef óvissa væri skyldi fara varfærustu leið og fylgja smitleiðbeiningum stofnunar eða deildar þar sem klíníska námið eða vinnan fór fram. Brýnt var fyrir nemendum að ef þeir færu að starfa á deild þar sem þá vantaði upp á klíníska þjálfun (t.d. við geðhjúkrun á gjörgæslu) létu þeir viðkomandi hjúkrunardeildarstjóra vita af því þannig að deildarstjórinn vissi að viðkomandi þyrfti ef til vill aðeins lengri aðlögunartíma.

Á fyrsta námsári var þrekvirki unnið í að ljúka klínísku námi í almennri hjúkrun. Á vormisseri annars námsárs var ekkert klínískt nám vegna námsskrárbreytinga sem eru í gangi. Á fjórða námsári voru áhrifin helst þau að lokaverkefniskynningum nemenda var sleppt. Lokaverkefnisdagur B- nema hefur sannarlega verið nokkurs konar uppskeruhátíð námsins og alltaf mjög ánægjulegur dagur og sakna hans allir í ár. Að höfðu samráði við nemendur var ákveðið að hafa ekki „fjar-lokaverkefnisdag“. Ekki er enn útséð um fyrirkomulag útskriftar en það er von okkar allra að af formlegri útskrift verði.

Varðandi námsmat var það á öllum stigum náms rafrænt. Ýmsar tilfæringar voru gerðar sem of langt mál er að fjalla um núna en vonandi allt til góðs á endanum. Tvær doktorsvarnir frestuðust þó á vormisseri en verða haldnar á fjarfundi í byrjun júní.

Má segja að í öllu tilliti hafi kennarar og nemendur brugðist vel við og aðstæður verið nýttar til hins ýtrasta við endurskoðun kennsluaðferða, verkefna og viðfangsefna til að draga sem mestan lærdóm af þessari einstöku reynslu.
Hjá nemendum í framhaldsnámi voru námsleyfi afturkölluð og vaktaáætlanir breyttust með skömmum fyrirvara. Geta nemenda til að stunda sitt nám skertist auk þess að einbeitingarskortur gerði vart við sig. Kennsla og verkefni voru hratt og vel aðlöguð breyttum aðstæðum og var komið til móts við nemendur eins og unnt var, skiladögum verkefna breytt og lokum vormisseris breytt. Námsverkefni sem fólu í sér vettvangsheimsóknir eða gagnaöflun á klínískum vettvangi voru endurskoðuð. Má segja að í öllu tilliti hafi kennarar og nemendur brugðist vel við og aðstæður verið nýttar til hins ýtrasta við endurskoðun kennsluaðferða, verkefna og viðfangsefna til að draga sem mestan lærdóm af þessari einstöku reynslu.

Helstu vandkvæði doktorsnema sneru að gagnasöfnun í rannsóknum þeirra því þeir áttu erfitt með að nálgast þátttakendur á tímum samkomubannsins.

Varanleg áhrif á nýtingu tækni og nýjunga í kennslu

Kennsla í ljósmóðurfræði byggist mikið á virkri þátttöku nemenda og reyndi því fjarkennsluformið mikið á. Það gekk þó vel, en nemendur voru afar ánægðir þegar kennsla í kennslustofu hófst aftur. Kennsluhættir sem reyndust vel verða þó teknir til endurskoðunar. Í klínísku námi gátu nemendur að mestu haldið áætlun en gera þurfti nokkrar breytingar, t.d. á fæðingardeildum þar sem mikil nánd er milli nemenda og ljósmæðra og rými á fæðingarstofum í sumum tilfellum takmarkað. Starfsemi var breytt í mörgum tilvikum á klínískum stofnunum á meðan ástandið var sem verst, eins og aðgengi verðandi feðra að þjónustunni, og hafði það áhrif á námið.

Covid-19-faraldurinn hefur ekki eingöngu fært okkur strembin úrlausnarefni í kennslunni heldur hefur hann vakið mikla og jákvæða athygli á mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni og þar með samfélaginu almennt.
Kennarar eru almennt sammála um að faraldurinn hafi haft afgerandi og varanleg áhrif til góðs hvað nýtingu tækninnar og nýjungar í kennslu varðar. Covid-19-faraldurinn hefur ekki eingöngu fært okkur strembin úrlausnarefni í kennslunni heldur hefur hann vakið mikla og jákvæða athygli á mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni og þar með samfélaginualmennt.

Mikill áhugi á hjúkrunarnámi

Umsóknarfrestur um grunnnám rennur út 15. júní nk. og er búist við miklum áhuga á hjúkrunarnámi í ljósi ofangreinds. Hjúkrunarfræðideild tók aftur upp samkeppnispróf haustið 2020. Í boði voru 120 námspláss og voru þau öll fyllt. Í haust verða í boði 130 námspláss. Erfiðlega mun ganga að koma þessum fjölda fyrir og vantar fjármagn, fólk og klínísk námspláss. Með fólki er átt við kennara, starfsfólk í stoðþjónustu, hjúkrunarfræðinga á stofnunum sem taka að sér nemendur og fleiri (sjá frekar Tillögur til fjölgunar útskrifaðra hjúkrunarfræðinga). Til að greiða úr vandræðum með klínísk námspláss og minnka álag á hjúkrunarfræðinga og nemendur á deildum áætlum við, fáist nægilegt fjármagn, að hefja tvíkennslu námskeiða á þriðja og fjórða námsári frá og með hausti 2021.

Herdís Sveinsdóttir og Helga Bragadóttir tóku saman

Fagið

Fagleg málefni

Menntunarmál

Stjórnun

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála