Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ritstjóraspjall

5. júní 2020

Samvinna og samhugur í verki hefur einkennt undangengna mánuði. Heilbrigðisstarfsfólk víðs vegar um heiminn hefur deilt myndböndum á samfélagsmiðlum af sér að dansa til að létta undir á þessum erfiðu tímum og gleyma sér í smástund. Heilbrigðisstarfsfólk hér á landi lét ekki sitt eftir liggja og fjölmörgum myndum og myndskeiðum var deilt í fjölmiðlum þar sem framlínufólkið okkar tók létt spor í hlífðarbúnaði frá toppi til táar. Dansinn eykur bæði gleði, brýtur upp erfiða vinnudaga og veitir auk þess orku til að komast í gegnum daginn. Og dansandi heilbrigðisstarfsfólk fékk okkur hin sem á horfðu til að brosa.

Vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks breyttist dag frá degi og allir lögðust á eitt að læra og aðlagast nýjum verkferlum í áður óþekktum aðstæðum. Samlíking Hrafnhildar Lilju Jónsdóttur, sérfræðings í bráðahjúkrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri, um hvernig starfsfólk dansaði sig í gegnum ferlið á svo einkar vel tíðarandann. „Það var bara eins og það hefði verið sett nýtt lag á fóninn sem allir lögðu sig fram við að læra dansinn. Allir lögðu sig fram við að dansa í takt og samvinna allra þessara aðila passaði upp á að allir á ballinu vissu hvaða lag væri í spilun.“

Og það var ekki bara dansað – heldur var lögð hjartalaga lykkja bæði í lofti og á sjó til þess að þakka heilbrigðisstarfsfólki í framlínunni fyrir þeirra störf. Flugvél Icelandair myndaði hjarta yfir höfuðborgarsvæðið á leið sinni til landsins með tugi tonna af lækningavörum. Herjólfur gerði slíkt hið sama á sjóferð sinni. Við hin tjölduðum heima í stofu og sefuðum og hvöttum aðra til að gera slíkt hið sama með söng.

Fyrsta tilfelli covid-19 greindist hér á landi í lok febrúar þessa árs en sá hinn sami var jafnframt fyrstur til að leggjast inn á smitsjúkdómadeild A7 á Landspítala. Inniliggjandi covid-sjúklingum fjölgaði hratt og þegar mest var lágu 14 á deildinni. Sjúklingum fjölgaði á skömmum tíma og þurfti því snör handtök en loka þurfti deildinni fyrir almennar innilagnir. Í þessu tölublaði rekur Berglind Guðrún Chu, sérfræðingur í hjúkrun smitsjúkdóma, sögu fyrstu covid-19 legudeildinnar í máli og myndum og gerir grein fyrir helstu viðfangsefnum sem starfsfólk smitsjúkdómadeildarinnar þurfti að takast á við.

„Seiglan, fagmennskan og samstaðan kom okkur í gegnum þetta,“ segir Fjóla Bjarnadóttir, deildarstjóri hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík, en þriðjungur íbúa fór í sóttkví og yfir 60 veiktust þegar heimsfaraldur covid-19 braut sér leið vestur á firði. Það þurfti því snör handtök en á tveimur dögum var hefðbundnu hjúkrunarheimili breytt í covid-deild. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa staðið vaktina í framlínunni undanfarið og þeir brugðust skjótt við í kjölfar þess að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsti eftir reynslusögum þeirra. Þessar sögur hafa verið birtar á samfélagsmiðlum félagsins og stiklað á stóru í þessu blaði. Kærar þakkir til ykkar.

Sérstakar þakkir til Þorkels Þorkelssonar, ljósmyndara Landspítala, sem hefur fangað fólkið í framlínunni á filmu og fyrir að veita okkur leyfi til að nota þessa glæsilegu ljósmynd eftir hann til að prýða forsíðuna.

Félagið

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála