Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þrjár kynslóðir sitja fyrir svörum ...

5. júní 2020

Dugnaður er ofmetin dyggð að mati þeirra Ingibjargar Guðmundsdóttur, Ólafs G. Skúlasonar og Nönnu Bryndísar Snorradóttur en þau sitja fyrir svörum um allt frá dyggðum og afrekum til lasta og eftirsjár. Ólafur og Nanna eiga það sameiginlegt að hafa bæði viljað verða flugmenn þegar þau yrðu stór og fullkomin hamingja fyrir þeim er að vera sátt við sjálfa sig. Hjá Ingibjörgu felst hamingjan í góðri heilsu og að njóta hennar með góðu líferni, en að sigrast á kulnun er hennarstærsta afrek. Ingibjörg hræðist ekki neitt en Ólafur er haldinn sjúklega órökréttri hræðslu við snáka en hefur alltaf verið sjúkur í gíraffa. Stærsta eftirsjáin hjá Ingibjörgu er að hafa ekki lært að syngja. „Lífið er of stutt til að líta í baksýnisspegilinn,“ segir Nanna og Ólafur er sama sinnis: „Alltsem maður gerir, bæði það sem lukkast vel og það sem mistekst, er hluti af þeirri vegferð sem kom mér þangað sem ég er í dag.

Ingibjörg Guðmundsdóttir – Ekki deyja ráðalaus á þurru landi

Fullkomin hamingja er ... Að hafa góða heilsu og njóta hennar með góðu líferni. Að eiga góða og elskulega fjölskyldu sem nærir mann og að starfa við áhugavert viðfangsefni. Hvað hræðist þú mest? Svo sem ekkert. Hið slæma kemur þegar það kemur og þá veit maður ekki hvernig maður tekst á við það. Fyrirmyndin? Sterkar skapandi konur og móðir mín. Eftirlætismáltækið? Ekki deyja ráðalaus á þurru landi. Hver er þinn helsti kostur? Glaðværð og bjartsýni. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung? Náttúrufræðingur og hjúkrunarkona. Eftirlætismaturinn? Góður fiskur, hreindýrasteik, lambakjöt og humar. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? Hroka og óhreinlyndi. Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? Að hafa eignast fjögur börn – það besta sem til er. Eftirminnilegasta ferðalagið? Sigling til Ísrael, Aþenu og Rómar. Einnig allar þær ferðir sem ég hef farið um öræfi Íslands. Ofmetnasta dyggðin? Dugnaður. Hver er þinn helsti löstur? Fullkomnunarárátta. Hverjum dáist þú mest að? Engum sérstökum en dáist að mjög mörgum. Lítið fyrir stjörnudýrkun. Eftirlætishöfundurinn? Jón Kalman Stefánsson. Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? Konur eru konum verstar. Mesta eftirsjáin? Að hafa ekki lært að syngja. Eftirlætisleikfangið? Lék ekki með leikföng, bjó til leikrit. Stóra ástin í lífinu? Eiginmaður minn til 53 ára. Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? Að vera listfeng. Þitt helsta afrek? Að sigrast á þunglyndi/kulnun. Eftirlætisdýrið? Hestarnir í sveitinni. Hvar vildir þú helst búa? Á Íslandi. Hvað er skemmtilegast? Að vera með góðu fólki. Hvað eiginleika metur þú mest í fari vina? Einlægni, vinsemd, elsku. Eftirlætiskvikmyndin? Fanney og Alexander. Markmið í lífinu? Að vera hamingjusöm. Eftirminnilegasti sjúklingurinn? Mjög margir og hafa gefið mér mjög mikið. Hvað starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Hef nóg með að vera eftirlaunaþegi. Fékk mikla fullnægju og gleði úr starfi mínu við hjúkrun. Kynntist þar ótrúlega farsælu og flottu samstarfsfólki sem ég lærði mikið af. Tel mig gæfusama konu vegna þeirra kynna og samstarfs. Eitthvað að lokum … Sleppi því.

Ólafur G. Skúlason – Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott

Fullkomin hamingja er ... að vera sáttur við það sem maður hefur og njóta líðandi stundar. Hvað hræðist þú mest? Snáka, er með sjúklega órökrétta hræðslu við snáka. Fyrirmyndin? Í hjúkrun er mín helsta fyrirmynd einn af mínum fyrstu deildarstjórum. Hún heitir Gyða Baldursdóttir og hef ég reynt að líkjast henni eftir megni. Annars á ég enga sérstaka fyrirmynd heldur reyni að taka réttar ákvarðanir miðað við fyrirliggjandi forsendur á hverjum tíma. Eftirlætismáltækið? Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Hver er þinn helsti kostur? Jákvætt hugarfar og almennt léttlyndi. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ungur? Ég ætlaði alltaf að verða flugmaður eða prestur. Eftirlætismaturinn? Heimagerðu kjötbollurnar sem eiginkonan býr til. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? Dónaskap og óheiðarleika. Hverju ertu stoltastur af að hafa áorkað? Allt þetta nám sem ég hef lokið án nokkurra námslána. Eftirminnilegasta ferðalagið? Þau eru tvö. Annars vegar þegar ég fór með fjölskyldunni og tengdaforeldrum til Tenerife og hins vegar ferð með vinahjónum til Edinborgar. Ofmetnasta dyggðin? Dugnaður. Hver er þinn helsti löstur? Get verið sjúklega óþolinmóður. Hverjum dáist þú mest að? Einstæðum foreldrum, skil ekki hvernig þeir fara að þessu! Eftirlætishöfundurinn? Jo Nesbo og Yrsa Sigurðardóttir. Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? Já!, ég geri það á eftir. Mesta eftirsjáin? Sé ekki eftir neinu, allt sem maður gerir, bæði það sem lukkast vel og það sem mistekst, er hluti af þeirri vegferð sem kom mér þangað sem ég er í dag. Eftirlætisleikfangið? Sjókajakinn sem ég á eftir að kaupa mér. Stóra ástin í lífinu? Eiginkonan, Svanhvít Friðriksdóttir. Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? Að geta lesið hugsanir. Þitt helsta afrek? Að ala upp börn sem virðast ætla að vera góðar manneskjur. Eftirlætisdýrið? Hef alltaf verið sjúkur í gíraffa, algerlega óútskýranleg fegurð yfir þessum dýrum. Hvar vildir þú helst búa? Þessi spurning þarfnast mikilla útskýringa og myndi vera efni í heilt viðtal. Hvað er skemmtilegast? Að eyða tímanum með fjölskyldu og vinum á góðum stundum. Hvað eiginleika metur þú mest í fari vina? Heiðarleika, jákvæðni og skvettu af fáránleika. Eftirlætiskvikmyndin? Of erfið spurning, næsta ... Markmið í lífinu? Að vera aðeins betri í dag en ég var í gær. Eftirminnilegasti sjúklingurinn? Það er maðurinn sem var handviss um að ég væri Hitler og endaði á því að henda glerglasi í hausinn á mér. Gott að það fylgi sögunni að ég sinnti honum aldrei heldur var bara alltaf að labba fram hjá honum. Hann lá á ganginum því hann var svo órólegur :) Hvað starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Að prófa sumarleyfisstaði fyrir ferðasíður. Eitthvað að lokum … Munið að grípa gæsina þegar hún gefst … hún kemur kannski ekki aftur.

Nanna Bryndís Snorradóttir – Betra að vera seinn og sætur en fljótur og ljótur

Fullkomin hamingja er ... að vera jákvæður og sáttur við sjálfan sig og aðra. Hvað hræðist þú mest? Að eitthvað slæmt komi fyrir börnin mín. Fyrirmyndin? Ég á fjölmargar fyrirmyndir, bæði í lífinu og í hjúkrun. Myndi samt segja að mamma og pabbi hafi mótað og ég hafi náð að tileinka mér margt gott frá þeim sem hefur gert mig að þeim einstakling sem ég er í dag. Eftirlætismáltækið? Betra að vera seinn og sætur en fljótur og ljótur. Hver er þinn helsti kostur? Jákvæðni, seigla og atorkusemi. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung? Flugmaður. Eftirlætismaturinn? Mjög margt í uppáhaldi, en þessa dagana er það langa á veitingastaðnum Hipstur. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? Neikvæðni. Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? Klárað hjúkrunarnámið mitt og sjá öll tækifærin sem hafa myndast við að hafa slíka menntun. Endalausir möguleikir. Eftirminnilegasta ferðalagið? Ferðalag til Taílands með útskriftarhópnum mínum 2012. Ofmetnasta dyggðin? Úff, ekki hugmynd, kannski dugnaður. Hver er þinn helsti löstur? Já, kannski fljótfærni – en oftar en ekki er það líka bara gott. Hverjum dáist þú mest að? Að fólki sem er jákvætt, auðmjúkt, heiðarlegt, kröftugt og kemur hlutunum í verk Eftirlætishöfundurinn? Vilborg Davíðsdóttir. Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? Þetta reddast. Mesta eftirsjáin? Engin eftirsjá, lífið er of stutt að til að líta í baksýnisspegilinn. Eftirlætisleikfangið? Já, ég á fullt af skemmtilegum spilum – myndi telja að spilið Partners væri skemmtilegast – lúdó á sterum. Mæli með því! Stóra ástin í lífinu? Kærastinn til 16 ára og börnin okkar tvö. Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? Geta „teleportað“ mig á staði. Myndi hentar mér ákaflega vel, á erfitt með að áætla tíma í umferð. Finnst að allt taki 5 mínútur. Þitt helsta afrek? Eignast tvö heilbrigð börn. Eftirlætisdýrið? Hundur. Hvar vildir þú helst búa? Garðabæ. Hvað er skemmtilegast? Að vera með þeim sem manni þykir vænt um, fjölskyldu og vinum. Hvað eiginleika metur þú mest í fari vina? Heiðarleika, jákvæðni, gleði, glens og almennt stuð. Eftirlætiskvikmyndin? Forrest Gump. Markmið í lífinu? Að vera hraust, heilbrigð og hamingjusöm. Eftirminnilegasti sjúklingurinn? Einstaklingur á hjúkrunarheimili í Húnaþingi. Var dásamlega litríkur karakter og skemmtilegt að hlusta á hvað hann hafði að segja. Hvað starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Ef til vill flugið en ég er annars mjög stolt og ánægð með hjúkrunarfræðimenntunina mína. Eitthvað að lokum … Lífið er núna!Pistlar og viðtöl

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála