Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

„Það sem ekki drepur mann, það herðir mann!“

5. júní 2020

Mikið álag hefur verið á gjörgæslunni undanfarnar vikur vegna covid-19 heimsfaraldursins. Innan við ár er frá því að Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir tók við stöðu hjúkrunardeildarstjóra gjörgæsludeildar Landspítalans og því ærin verkefni sem hún hefur staðið fyrir. „Já, þetta reyndi töluvert á en það var svo frábært að sjá alla okkar framúrskarandi fagmenn sem við höfum takast á við þetta af fagmennsku og með puttann á púlsinum. Allir lögðust á eitt við að undirbúa allt sem best undir það versta. Ég veit hvað býr í því starfsfólki sem ég hef en það var ljóst ef verstu spár gengju eftir þyrfti liðsstyrk. Það kom mikill og ómetanlegur stuðningur og skipulagning frá forstöðumanni gjörgæslu- og skurðstofukjarna, Vigdísi Hallgrímsdóttur, sem hélt utan um verkefni með okkur stjórnendum gjörgæsludeildanna,“ segir Ólöf.

Magnaður hópur

Til að bregðast við var gjörgæsludeildin í Fossvogi stækkuð verulega. Áður voru þar sex rúm en með því að nýta vöknunarrýmið líka eru nú fimmtán rúm á deildinni og er hún mönnuð samkvæmt því. „Þetta er náttúrlega magnaður hópur sem vinnur hérna, á öllum vígstöðvum, hvort sem það eru iðnaðarmenn, læknar, sjúkraliðar eða ræstingafólkið,“ segir Ólöf. „Það eru forréttindi að fá að vera hluti af þessum hópi sem ætlar að gera þetta eins vel og mögulegt er.“ Hún segir að það hafi verið 30 hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem komu deildinni til hjálpar. „Þetta var starfsfólk frá gjörgæslunni á Hringbraut, svæfingu, skurðstofu og úr bakvarðasveit. Margt af þessu fólki hafði aldrei unnið á deildinni áður. Þegar mest var voru á deildinni 15 sjúklingar og af þeim 9 sjúklingar í öndunarvél. Samvinna, sveigjanleiki og snerpa er það sem hefur einkennt þetta tímabil,“ segir hún.

Veiran vakti athygli um áramótin

Eflaust velta margir fyrir sér hvernig starfsfólk gjörgæslunnar og Landspítalans alls gat undirbúið sig fyrir kórónuveiruna og allt það álag sem hefur fylgd henni. „Ég man vel hvenær ég heyrði fyrst um nýju veiruna. Þetta vakti athygli mína strax upp úr áramótunum er fréttir tóku að berast frá Wuhan í Kína. Ég hafði heyrt að árið 2020 gæti orðið ár mikilla atburða og það hvarflaði strax að mér að þetta gæti orðið eitthvað sem við þyrftum að takast á við,“ segir Ólöf. Löngu áður en fyrsta smit greindist á Íslandi höfðu deildarstjórar og yfirlæknar á gjörgæsludeildum Landspítalans átt fundi með Ölmu Möller landlækni. „Þá þegar voru allir búnir að kynna sér hvernig þetta gæti birst hér hjá okkur miðað við það sem var að gerast úti. Strax var farið í að undirbúa okkur undir það versta.“
Mikið hefur hægst á starfseminni

Ólöf segir að mikið hafi hægst á starfsemi gjörgæslunnar vegna kórónuveirunnar undanfarnar vikur þar sem veiran er í mikilli rénun á Íslandi „Jú, nú hefur heldur hægst á og í byrjun maí var stór hluti þess hóps sem kom til okkar annars staðar frá farinn á sína heimadeild. Auk þess koma okkar venjulega skjólstæðingar til okkar. Það sem gerðist í þessu öllu var að þeir sjúklingar sem við erum hvað oftast að sinna komu ekki. Það var eins og allt annað hafi lagst i dvala. Enda sýnir tölfræðin það þegar rýnt er í hana fyrir fyrstu mánuði ársins. En nú erum við aftur farin að fá slys, heila-, æða- og hjartaáföll til okkar. Deildinni hefur verið breytt til baka að mestu í sitt fyrra horf. Síðastliðnar vikur hafa einungis verið gerðar bráðaaðgerðir. Að vonum hafa biðlistar vegna ákveðinna valaðgerða lengst en unnið verður markvisst að því að vinna á því. Starfsemin á vöknun er komin í fyrra horf og það er farið að gera valaðgerðir eins og áður,“ segir Ólöf.

Umfangsmikið starf

Ólöf segir að deildarstjóri hafi þríþætta ábyrgð, í fyrsta lagi faglega ábyrgð, í öðru lagi starfsmannaábyrgð og í þriðja lagi fjárhagslega ábyrgð, þannig að starfið er umfangsmikið. Með henni starfa þrír öflugir aðstoðardeildarstjóra en það eru þær Elín Jónsdóttir, Sigríður Árna Gísladóttir og Þóra Gunnlaugsdóttir. „Við erum stjórnunarteymi deildarinnar. Þekking á sviði stjórnunar og starfsemi sjúkrahúss er nauðsynleg og leiðtogahæfileikar þurfa að vera til staðar. Það þarf að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er og tryggja öryggi sjúklinganna. Það er meðal annars gert með því að viðhalda og þróa fagþekkingu. Starfsfólk þarf að fá tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi sínu. Hlusta þarf á viðhorf starfsfólksins og hvað það hefur fram að færa,“ segir Ólöf og bætir strax við. „Það þarf líka að tryggja aðföng og að nauðsynleg tæki séu til staðar. Stjórnun þarf að vera í samræmi við starfsmannastefnu spítalans. Gera þarf starfs- og verklýsingar og mannaflaáætlanir. Það þarf að hvetja og hrósa starfsfólki og takast á starfsmannamál sem upp koma. Fjárhagsáætlun er gerð í samráði við rekstrarstjóra sviðsins og stöðug endurskoðun á sér stað á þeirri áætlun. Starfið er umfangsmikið og á gjörgæsludeild er sífellt verið að veita flóknari og sérhæfðari meðferð þar sem þörf er á sérþekkingu meðal hjúkrunarfræðinga. Samvinna fagstétta er það sem skiptir máli.“

Veikustu sjúklingar sjúkrahússins

Á gjörgæslunni liggja veikustu sjúklingar Landspítalans sem þurfa flókna sérhæfða meðferð sem veitt er undir stöðugu eftirliti og skráningu. Mikil samvinna er milli gjörgæsludeildanna á Landspítalanum, en ákveðin verkaskipting er þó milli deildanna sem tengjast ákveðnum sérgreinum. „Já, gjörgæslan í Fossvogi tekur við fjöláverkasjúklingum, brunum, heilaáföllum og áverkum, alvarlegum sýkingu o.fl. Það hafa verið opin 6 rúmstæði á deildinni. Vöknun eftir skurðaðgerðir fellur undir starfsemi gjörgæsludeildanna en þar fer fram skammtímaeftirlit með sjúklingum eftir aðgerðir, rannsóknir, svæfingar og deyfingar,“ segir Ólöf.

„Enginn dagur í mínu starfi er eins. Það má segja að grundvallarreglan sé sú að kortleggja daginn, setja sér markmið, skipuleggja sig en vera undir það búinn að allt fari á annan veg en ætlað er. Maður þarf að vera búinn undir það versta en vona hið besta, endurskoða og skipuleggja allt upp á nýtt og setja sér ný markmið.“
Á gjörgæsludeildinni með Ólöfu vinna um 90 manns, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sérhæfðir starfsmenn. „Enginn dagur í mínu starfi er eins. Það má segja að grundvallarreglan sé sú að kortleggja daginn, setja sér markmið, skipuleggja sig en vera undir það búinn að allt fari á annan veg en ætlað er. Maður þarf að vera búinn undir það versta en vona hið besta, endurskoða og skipuleggja allt upp á nýtt og setja sér ný markmið. En alltaf þarf að hafa ábyrgðarsvið í huga og sinna þeim verkefnum í jafnvægi við viðfangsefni sem lúta að þeim sjúklingum sem eru á deildinni hverju sinni,“ segir Ólöf aðspurð um starfið á deildinni og hvernig dagarnir séu.

Kraftaverkafólk

Þegar Ólöf lítur nokkrar vikur til baka segir hún að það hafi allir á spítalanum verið tilbúnir í kórónuverkefnið og það sem einkenndi hópinn var samstaða og að sjúklingurinn væri í öndvegi – það voru allir í liði hans. „Teymisvinna allra fagstétta var mögnuð. Í þessu verkefni var ekki var hægt að vinna eftir fyrirframákveðnum ferlum heldur vorum við allan tímann að læra og beita nýjustu gagnreyndu þekkingu sem til var. Starfsfólk deildarinnar á hrós skilið fyrir hvernig það tók á móti öllu því góða fólki sem kom til liðs við okkur. Það skapaðist ákveðin stemning sem einkenndist af fagmennsku og virðingu. Fólk passaði upp á hvað annað og sýndi hvað öðru auðmýkt og skilning. Það er alltaf markmið mitt sem stjórnanda að passa að setja starfsfólk ekki í stöðu sem það ræður ekki við. Það hefur tekist varðandi þetta verkefni. Við réðum vel við þetta en þetta var mikil glíma sem fer í reynslubankann,“ segir Ólöf, stolt af sínu fólki.

„Það sem mér er efst í huga eftir þennan krefjandi tíma er þakklæti. Starfsfólkið mitt lagði sig allt fram og tókst á við þetta krefjandi verkefni af festu, samheldni, fagmennsku og auðmýkt. Það er svo dýrmætt að finna þennan samtakamátt og kærleik. Allir þeir sem komu okkur til hjálpar: Takk fyrir ykkar aðkomu og hjálp.“
„Það sem mér er efst í huga eftir þennan krefjandi tíma er þakklæti. Starfsfólkið mitt lagði sig allt fram og tókst á við þetta krefjandi verkefni af festu, samheldni, fagmennsku og auðmýkt. Það er svo dýrmætt að finna þennan samtakamátt og kærleik. Allir þeir sem komu okkur til hjálpar: Takk fyrir ykkar aðkomu og hjálp. Stolt kemur líka upp í hugann, að hafa verið hluti af þessum öfluga framlínuhóp. Látum okkur líða vel, þetta líf er til þess gert.“

Eldgos, andlát og strand

Ólöf er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún var á tíunda ári þegar gaus á Heimaey 1973. „Já, húsið okkar fór undir hraun, við bjuggum austast í bænum nálægt upptökum gossins. Þetta er mikil lífsreynsla sem ég man eftir eins og gerst hafi í gær,“ segir Ólöf. En það voru fleiri áföll sem dundu yfir fjölskyldu hennar á þessum tíma. „Já, það má með sanni segja því í lok árs 1972 lést bróðir pabba míns eftir stutt og erfið veikindi einungis 49 ára gamall. Þeir bræður voru með farsæla útgerð saman og gerðu út Gjafar VE 300. Þess má geta að Gjafar var nýkominn úr slipp þegar gosið hófst og flutti yfir 400 manns frá Eyjum í gosinu til Þorlákshafnar. En mánuði síðar, eða 22. febrúar 1973, strandaði Gjafar VE 300 í Grindavíkurhöfn og varð ekki bjargað. Þetta allt varð til þess að fjölskylda mín flutti ekki aftur til Eyja og breytingar urðu miklar. Það var tekist á við áföllin af æðruleysi og yfirvegun og alltaf gert það besta sem hægt var á hverjum tíma. Verkefnin sem við fáum í fangið í lífinu veljum við ekki öll en mottó foreldra minna var að gera það bestu sem hægt var. Þessi lífsreynsla mín sem barn hefur mótað mig og allt mitt viðhorf til lífsins. Sagt var að það sem ekki drepur mann það herðir mann! Fjölskyldan settist síðan að í Reykjavík,“ segir Ólöf.

Viðtal: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Pistlar og viðtöl

Gjörgæsla og bráða

Heilbrigðiskerfi

Stjórnun

Sýkingar og smit

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Lífsstíll

Hjúkrun tekur toll af hverri manneskju líkt og önnur störf sem snúa að umönnun, aðstoð og kennslu. Að hafa valið þann vettvang að ævistarfi var dýru verði keypt hjá Ingu Dagný Eydal hjúkrunarfræðingi en hún lagði allan sinn metnað í starfið þar til að því kom hún þoldi ekki meira.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Í meira en áratug hefur almenningur á Íslandi horft upp á baráttu heilbrigðisstétta fyrir bættum kjörum og viðunandi vinnuaðstæðum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Guðrún Pálmadóttir

  Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun

  Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir

  Á Íslandi fjölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig fjölgandi en sjúkdómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Kvíði hjá öldruðum. Greining og meðferð

  Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Öldrun

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála