Hjukrun.is-print-version

Sendu okkur línu

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þankastrik: Heilbrigðismál flóttamanna

2. tbl. 2020
Gunnhildur Árnadóttir

Höfundur: Gunnhildur Árnadóttir

Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik.

Ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2008. Strax að námi loknu fór ég, ásamt bekkjarsystur minni, í ferðalag til Malaví þar sem við sinntum sjálfboðaliðastörfum sem hjúkrunarfræðingar á lítilli heilsugæslustöð. Í Malaví varð ég vitni að ýmsu sem fór miður í hjálpar- og þróunarstörfum. Þar sá ég hvernig peningar og hjálpargögn fóru til spillis. Peningar voru ekki nýttir skynsamlega og hjálpargögn eyðilögðust eða voru vannýtt. Ég efast ekki um að nær öll þróunar- og neyðaraðstoð er veitt af góðum hug. Góður ásetningur nægir þó ekki alltaf til að hjálpin nýtist vel eða til fullnustu. Þarna sannfærðist ég um að ég vildi læra meira um hnattræna heilsu, hjálparstörf og neyðaraðstoð.

Unnið að hjálparstörfum víða um heim

Árið 2012 hóf ég meistaranám í lýðheilsu með áherslu á hnattræna heilsu við Karolinska háskólann í Svíþjóð. Að loknu meistaranámi hef ég numið áfanga við Háskólann í Bergen í fjölmenningarfræði og samskiptum, ásamt fjölmörgum námskeiðum í farandheilsu (e. migration health) og tengdum efnum. Á árunum 2013-15 fékk ég tækifæri til að vinna með samtökunum Læknar án landamæra við fjölbreytt verkefni víða um heim. Ég vann í flóttamannabúðum í Suður-Súdan, í Vestur-Afríku á meðan ebólufaraldurinn geisaði, og við verkefni í sjúkrahúsi í Mið-Afríkulýðveldinu. Þá hef ég einnig starfað á vegum veraldarvaktar Rauða krossins í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess. Frá árinu 2015 hef ég starfað í Ósló að heilbrigðismálum flóttamanna. Reynsla mín af hjálparstörfum víða um heim hefur komið mér að góðum notum í því starfi. Einnig hefi ég kennt greinina Hnattræn heilsa við háskólann í Suðaustur-Noregi (USN), bæði á grunn- og framhaldsstigi. Þar legg ég áherslu á alþjóðalýðheilsu, menningarhæfni í störfum og heilbrigðisþjónustu við innflytjendur og flóttamenn. – Það eru einmitt heilbrigðismál flóttamanna sem verða mín þankastrik.

Mikilvægt að skrá heilsufarssögu við komu til nýs lands

Í gegnum tíðina hef ég fylgst grannt með innflytjendamálum á Íslandi og reynt að fræðast um þau réttindi sem innflytjendur njóta þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Ég hefi þó ekki orðið mikils vísari, og virðist sem heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi hafi ekki mikla né haldgóða þekkingu á þessu sviði. Það þykir mér miður. Við heyrum alltof oft um flóttafólk sem þjáist af alvarlegum heilsubresti, bæði á líkama og sál, og flóttafólk sem ekki hefur fengið þá aðstoð sem það þarf nauðsynlega á að halda. – Í þessu sambandi vil ég segja ykkur, í stuttu máli, hvernig þessum málum er háttað hér í Noregi.

Innan þriggja mánaða frá komu eru svo allir flóttamenn og þeir sem hafa sótt um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar kallaðir inn til heilbrigðisskoðunar þeim að kostnaðarlausu. Þessi heilbrigðisskoðun er eitt af mínum verkefnum í núverandi starfi.
Í Noregi fá allir þeir sem sækja um alþjóðlega vernd tiltekin réttindi í heilbrigðiskerfinu – á sama hátt og aðrir landsmenn – þótt erfitt geti reynst að komast á skrá hjá heimilislækni. Læknavakt, bráða- og sérfræðiþjónusta stendur þeim þó opin. Við komuna til landsins gangast allir undir berklaskoðun og geta þá samtímis fengið að tala við lækni eða hjúkrunarfræðing eigi þeir við einhver aðkallandi vandamál að stríða. Innan þriggja mánaða frá komu eru svo allir flóttamenn og þeir sem hafa sótt um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar kallaðir inn til heilbrigðisskoðunar þeim að kostnaðarlausu. Þessi heilbrigðisskoðun er eitt af mínum verkefnum í núverandi starfi. Þar er skrásett heilsufarssaga hvers og eins, veitt er almenn skoðun og unnt er að fá tilvísun til sérfræðilækna ef nauðsynlegt reynist. Blóðsýni eru tekin, sem geta afhjúpað fleiri vandamál, og er niðurstöðum fylgt eftir af lækni. Þá er gerð einföld skimun vegna hugsanlegra geðheilbrigðisvandamála. Niðurstöður eru síðan sendar þeim heimilislækni,sem einstaklingnum hefur verið úthlutað hafi hann hlotið vernd í landinu.

Þá hefur heimilislæknirinn ákveðnar grunnupplýsingar um heilsufarssögu og ástand sjúklingsins þegar hann leitar til læknisins síðar. Í þessum skoðunum höfum við oftar en ekki afhjúpað heilbrigðisvanda. Oft er um að ræða minniháttar vandamál á borð við blóð- og bætiefnaskort, en einnig koma fram merki um alvarleg geðvandamál, áfallasögu eða jafnvel sögur um pyntingar í heimalandinu sem oft skilja eftir sig langvarandi meinsemdir. Þá er að sjálfsögðu mjög mikilvægt að bregðast skjótt við og vísa viðkomandi til viðeigandi sérfræðiþjónustu. – Við skoðun fá flóttamenn fræðslu um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í Noregi og hvert unnt er að leita hjálpar þegar eitthvað bjátar á.

Menningarhæfni í heilbrigðisþjónustu

Í starfi með flóttafólki eru skýr og góð samskipti mikilvæg. Þar gildir miklu skilningur á töluðu máli og ekki síður þekking á ólíkum menningarheimum og almenn virðing fyrir einstaklingunum. Eitt það veigamesta til að tryggja góð samskipti er að nýta þjónustu þjálfaðra túlka í öllum samtölum er snerta heilbrigðismál. Það er þekkt staðreynd að þótt sjúklingurinn hafi getu til að tala önnur tungumál en sitt eigið, t.d. ensku, vilja allir helst ræða um heilsu sína á eigin tungu. Við verðum einnig að muna að ekki hafa allir lært að lesa og skrifa á sínu móðurmáli og því hjálpar ekki alltaf að deila út bæklingum.

Mismunandi heilsutrú hefur mikil áhrif á það hvort og hvenær við leitum okkur hjálpar og hvaða kvilla við teljum að vestræn heilbrigðisþjónusta geti bætt.
Það er mikilvægt að túlkur hafi hlotið þjálfun í starfi, sé bundinn þagnareiði á sama hátt og heilbrigðisstarfsfólk og að hann hafi reynslu af að túlka við aðstæður sem svipar til heilbrigðiskerfis. Á sama hátt þurfum við heilbrigðisstarfsfólk að hafa grundvallarskilning á því hvernig fólk með mismunandi menningarbakgrunn lítur á heilsu og heilsueflingu (e. health beliefs – heilsutrú). Mismunandi heilsutrú hefur mikil áhrif á það hvort og hvenær við leitum okkur hjálpar og hvaða kvilla við teljum að vestræn heilbrigðisþjónusta geti bætt. Það hefur einnig áhrif á þær aðferðir sem heilbrigðisstarfsfólk ætti að nota til að ná sem bestum árangri í samskiptum við sjúklinga og til að tryggja góða eftirfylgni. Ekki eru allir vanir aðgengi að góðu heilbrigðiskerfi eða vita hvernig á að nýta sér það.

Ég hvet því alla hjúkrunarfræðinga (og heilbrigðisstarfsfólk almennt) að kynna sér fræðigreinina menningarhæfni (e. cultural competency) og lesa sér til um menningarhæfni í heilbrigðisþjónustu. Ég mæli með bókinni „Cultural awareness in nursing and health care: an introductory text“ eftir Karen Holland. Ég styðst sjálf við þessa bók þegar ég kenni hjúkrunarnemum hnattræna heilsu og menningarhæfni. Það er mikið til af góðum bókum og fræðigreinum um efnið hafi maður áhuga á að lesa meira. Við Háskóla Íslands hefur einnig verið stofnað til framhaldsnáms í hnattrænni heilsu sem er góð námsleið fyrir hvern þann sem hefur brennandi áhuga á málefninu.

Síðan skora ég á Hildi Ey Sveinsdóttur, sem ég hefi starfað með í alþjóðaverkefnum hjá Rauða krossinum, að skrifa næstu þankastrik.

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Heilsustofnanir

Mál og menning

Útlendingar

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Siðfræði

Við getum aðeins þrifist vel og búið við farsæld ef annað í kringum okkur, fólk, dýr, jurtir, land, vatn og haf, þrífst einnig vel. Allir geta gert eitthvað, hver starfsstétt, hver fjölskylda, hver einstaklingur. „Gefum af okkur – sýnum góðvild og samkennd.“ Veldu þér stað og hlutverk og taktu þátt í endurreisninni.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Fjöldi fallegra mynda barst í ljósmyndasamkeppni Tímarits hjúkrunarfræðinga fyrir þetta tölublað frá íslenskri náttúru, furðuverur úr steini og hjúkrunarfræðingum að störfum.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Covid-19

Vinnumarkaður

Covid-19

Hvernig er að vera íslenskur hjúkrunarfræðingur sem talar ensku, norsku og sænsku, vera búsett í Finnlandi en vinna í Noregi af því ég verð að vera talandi á finnsku til að fá vinnu í Finnlandi?

Nánar

Fræðigreinar

 • Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein

  Kristín Björnsdóttir
  Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“

  Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir.

  Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.

  Fagið

  Stjórnun

  Stuðningur

  Ritrýnd grein

 • Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér?

  Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir

  Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála