„Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“
Sandra Sif Gunnarsdóttir, Landspítala
Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri
Reynsla ungra aðstoðardeildarstjóra í hjúkrun af stjórnunarstarfi sínu
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.
Aðferð: Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn voru tekin 1–2 viðtöl við níu unga aðstoðardeildarstjóra, samtals 12 viðtöl.
Niðurstöður: „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni“ er yfirþema rannsóknarinnar og lýsir vel þeim metnaði og krafti sem einkenndi þátttakendur. Meginþemun voru þrjú, „ég sá fleiri kosti út úr þessu en galla“: hvetjandi þættir, „verkefnin eru óteljandi einhvern veginn“: hindrandi þættir og „[Ég] vil vera aðgengileg en þetta er líka truflun“: vegið að samræmi milli einkalífs og vinnu. Þátttakendum fannst mikil tækifæri fólgin í stöðu aðstoðardeildarstjóra, sem þeim fannst skemmtilegt en krefjandi starf. Áberandi var hve litla aðlögun þátttakendur fengu en það olli auknu álagi. Þá skorti verulegastuðning í starfi, hlutverk þeirra var illa skilgreint og tímaskortur mikill. Lítill tími gafst til að sinna verkefnum á vinnutíma vegna skorts á starfsfólki og fjölda verkefna og það varð til þess að þau voru oft unnin heima. Margir þátttakenda greindu frá því að þeir væru að keyra sig út fyrir starfið vegna verkefna sem ekki gefst tími til að sinna. Þátttakendum fannst mikilvægt að hafa jafnvægi milli vinnu og einkalífs, en með togstreitunni sem myndaðist raskaðist það. Sumir urðu fyrir aldursfordómum og að fólk leyfði sér að vera mjög gagnrýnið og jafnvel dónalegt við þá eftir að þeir tóku við stöðu aðstoðardeildarstjóra. Ungu hjúkrunarfræðingunum fannst þeir búa yfir persónueiginleikum sem hjálpuðu þeim að takast á við krefjandi stjórnunarhlutverk en samt var um helmingur þeirra kominn með heilsutengda kvilla, eins og kvíða, of háan blóðþrýsting og kulnun, sem rekja má til álags.
Ályktanir: Mikilvægt er að styðja vel við unga aðstoðardeildarstjóra með góðri aðlögun og skýru hlutverki en jafnframt að hjálpa þeim að takast á við álagið og stuðla að góðri heilsu.
Lykilorð: Aðstoðardeildarstjórar í hjúkrun, Y-kynslóð, stuðningur, álag, fyrirbærafræði
Pistlar og viðtöl
Fræðigreinar
Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein
Kristín Björnsdóttir
Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar.„Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“
Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir.
Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér?
Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir
Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.