Með augum hjúkrunarfræðingsins
Fjöldi fallegra mynda barst í ljósmyndasamkeppni Tímarits hjúkrunarfræðinga fyrir þetta tölublað frá íslenskri náttúru, furðuverur úr steini og hjúkrunarfræðingum að störfum. Forsíðumyndina sem varð fyrir valinu tók Helga Sif Friðjónsdóttir í sumar á ferð sinni í kringum landið. Myndin er af listaverki eftir Vilmund Þorgrímsson myndhöggvara og er listaverkið til sýnis á safni hans „Bones and stones” að Hvarfi í Djúpavogi.
Tímarit hjúkrunarfræðinga þakkar þátttökuna og birtir nokkrar innsendar myndir
Pistlar og viðtöl
Fræðigreinar
Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein
Kristín Björnsdóttir
Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar.„Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“
Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir.
Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér?
Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir
Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.