Hjukrun.is-print-version

Nýlegar doktorsvarnir

3. tbl. 2020

Neikvæð upplifun fæðingar og ljósmóðurmeðferð: Framtíðarsýn barneignarþjónustu

Valgerður Lísa Sigurðardóttir varði doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 5. júní. Ritgerðin ber heitið: Neikvæð upplifun fæðingar og ljósmóðurmeðferð: Framtíðarsýn barneignarþjónustu (Negative birth experience and midwifery counselling intervention: A vision for maternity care).
Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að skipuleggja ljósmóðurmeðferð fyrir konur sem hafa þörf fyrir að fara yfir upplifun fæðingar. Í fyrsta hluta voru markmiðin að lýsa fæðingarupplifun kvenna fyrstu tvö árin eftir fæðingu og skoða áhrif stuðnings á upplifun fæðingar. Markmið annars hluta var að skoða væntingar og reynslu kvenna af að fara yfir upplifun fæðingar með ljósmóður í Ljáðu mér eyra (LME) þjónustu á Landspítala. Markmið þriðja hluta var að lýsa uppbyggingu og forprófa meðferð sem fól í sér að konur í áhættumeðgöngu skrifuðu um fæðingarupplifun og komu í viðtal eftir fæðingu til ljósmóður sem sinnti þeim í meðgönguvernd.

Andmælendur voru dr. Mirjam Lukasse, prófessor við Oslo Metropolitan University, Deild hjúkrunar og heilsueflingar, Ósló, og dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Styrkleikamiðuð fjölskyldu-stuðningsmeðferð í sérhæfðri líknarheimaþjónustu

Ásta Bjarney Pétursdóttir varði doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 11. júní. Ritgerðin ber heitið: Styrkleikamiðuð fjölskyldu-stuðningsmeðferð í sérhæfðri líknarheimaþjónustu (Family Nursing Strengths-Oriented Supportive Intervention in Specialized Palliative Home Care).
Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að skipuleggja, innleiða og meta árangur íhlutunar sem felur í sér styrkleikamiðaðar meðferðarsamræður fyrir nána aðstandendur sjúklinga með lífshættulegt krabbamein, auk þess að meta langtímaáhrif á andlega líðan aðstandenda eftir andlát sjúklingsins. Einnig að útbúa sértækt innleiðingarferli fyrir hjúkrunarfræðinga sem sinna líknarheimaþjónustu. Aðstandendur sjúklinga með lífshættulegt krabbamein þurfa á sérhæfðum stuðningi að halda vegna þess álags sem getur fylgt veikindaferlinu og alvarlegum afleiðingum þess. Íhlutun í formi meðferðarsamræðna getur styrkt aðstandendur í að vera betur í stakk búnir til að takast á við aðstæðurnar.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild. Auk hennar sátu í doktorsnefnd þau Valgerður Sigurðardóttir, Erna Haraldsdóttir, Mary Kay Rayens og Arna Hauksdóttir. Andmælendur voru dr. Carole Robinson, prófessor emeritus við Faculty of Health and Social Development University of British Columbia, Kanada, og dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, prófessor og deildarforseti við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Fagið

Fagleg málefni

Menntunarmál

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Siðfræði

Við getum aðeins þrifist vel og búið við farsæld ef annað í kringum okkur, fólk, dýr, jurtir, land, vatn og haf, þrífst einnig vel. Allir geta gert eitthvað, hver starfsstétt, hver fjölskylda, hver einstaklingur. „Gefum af okkur – sýnum góðvild og samkennd.“ Veldu þér stað og hlutverk og taktu þátt í endurreisninni.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Fjöldi fallegra mynda barst í ljósmyndasamkeppni Tímarits hjúkrunarfræðinga fyrir þetta tölublað frá íslenskri náttúru, furðuverur úr steini og hjúkrunarfræðingum að störfum.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Covid-19

Vinnumarkaður

Covid-19

Hvernig er að vera íslenskur hjúkrunarfræðingur sem talar ensku, norsku og sænsku, vera búsett í Finnlandi en vinna í Noregi af því ég verð að vera talandi á finnsku til að fá vinnu í Finnlandi?

Nánar

Fræðigreinar

 • Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein

  Kristín Björnsdóttir
  Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“

  Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir.

  Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.

  Fagið

  Stjórnun

  Stuðningur

  Ritrýnd grein

 • Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér?

  Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir

  Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála