Hjukrun.is-print-version

Starfsánægja hjúkrunarfræðinga og viðhorf til þjónustu í fari yfirmanna á umbreytingartímum í heilbrigðisþjónustu

3. tbl. 2020
Ritrýnd grein: Kristín Þórarinsdóttir, Hjördís Sigursteinsdóttir og Kristín Thorberg

Kristín Þórarinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri
Hjördís Sigursteinsdóttir, viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri
Kristín Thorberg, hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri


Tilgangur:
Árið 2014 voru gerðar breytingar á heilbrigðisþjónustu hér á landi sem leiddu til fækkunar á heilbrigðisumdæmum og samruna stofnana. Við breytingarnar varð til Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) með sex starfsstöðvar. Slíkar stjórnvaldsákvarðanir geta haft áhrif á starfsánægju starfsmanna og því skiptir máli hvernig stjórnendur bregðast við og innleiða þær. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða starfsánægju hjúkrunarfræðinga á HSN skömmu eftir skipulagsbreytingar, meta viðhorf þeirra til þjónandi forystu í fari yfirmanna sinna í hjúkrun ásamt því að kanna hvort tengsl væru milli þessara tveggja þátta.

Aðferð: Gögnum var safnað með könnun um starfsánægju og spurningalista um þjónandi forystu, Servant Leadership Survey (SLS) í íslenskri þýðingu. Spurningalistinn leiðir í ljós heildartölu þjónandi forystu og átta undirþætti hennar. Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar á HSN (N=104) sem fengu spurningalistann í tölvupósti. Svarhlutfall var 47,1%. Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. 

Niðurstöður: Starfsánægja mældist há og fram komu sterk jákvæð tengsl milli starfsánægju og þjónandi forystu. Heildarvægi þjónandi forystu mældist 4,62 af 6,0 mögulegum (SD = 0,65). Meðalstigafjöldi undirþátta lá á bilinu 3,39 til 5,01. Þrír af átta þáttum þjónandi forystu (hugrekki, forgangsröðun í þágu annarra og falsleysi) voru undir viðmiðunarmörkum (α < 0,7). Undirþáttur með hæsta gildið var fyrirgefning en það gefurtil kynna að persónulegur ágreiningurtrufli ekki samskipti hjúkrunarfræðinga og yfirmanna í hjúkrun á HSN.

Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að hjúkrunarfræðingar á HSN, sem var nýlega stofnuð þegar rannsóknin fór fram, hafi verið ánægðir í starfi og einkenni þjónandi forystu hafi verið til staðar hjá
yfirmönnum í hjúkrun á stofnuninni. Þá gefa þessar niðurstöður vísbendingar um að yfirmenn í hjúkrun á HSN hafi ráðið vel við þær skipulagsbreytingar sem urðu á heilbrigðisþjónustunni á þjónustusvæði HSN.

Efnisorð: Þjónandi forysta, Starfsánægja, Skipulagsbreytingar, Hjúkrunarfræðingar, Konur.

3. tbl. 2020: Starfsánægja hjúkrunarfræðinga og viðhorf til þjónustu í fari yfirmanna á umbreytingartímum í heilbrigðisþjónustu

Fagið

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Siðfræði

Við getum aðeins þrifist vel og búið við farsæld ef annað í kringum okkur, fólk, dýr, jurtir, land, vatn og haf, þrífst einnig vel. Allir geta gert eitthvað, hver starfsstétt, hver fjölskylda, hver einstaklingur. „Gefum af okkur – sýnum góðvild og samkennd.“ Veldu þér stað og hlutverk og taktu þátt í endurreisninni.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Fjöldi fallegra mynda barst í ljósmyndasamkeppni Tímarits hjúkrunarfræðinga fyrir þetta tölublað frá íslenskri náttúru, furðuverur úr steini og hjúkrunarfræðingum að störfum.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Covid-19

Vinnumarkaður

Covid-19

Hvernig er að vera íslenskur hjúkrunarfræðingur sem talar ensku, norsku og sænsku, vera búsett í Finnlandi en vinna í Noregi af því ég verð að vera talandi á finnsku til að fá vinnu í Finnlandi?

Nánar

Fræðigreinar

 • Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein

  Kristín Björnsdóttir
  Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“

  Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir.

  Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.

  Fagið

  Stjórnun

  Stuðningur

  Ritrýnd grein

 • Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér?

  Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir

  Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála