Hjukrun.is-print-version

Reynsla fólks af dáleiðslumeðferð við afleiðingum sálrænna áfalla

2. tbl. 2021
RITRÝND GREIN: María Albína Tryggvadóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Þorbjörg Jónsdóttir

Tilgangur: Að skoða reynslu fólks af dáleiðslumeðferð við afleiðingum sálrænna áfalla með það að markmiði að auka þekkingu og dýpka skilning fagfólks og almennings á dáleiðslumeðferð sem meðferðarmöguleika.

Aðferð: Unnið var eftir Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði í tólf meginþrepum og sjö þrepa vitrænu ferli fylgt. Þátttakendur voru níu, sex konur og þrír karlar, sem höfðu fengið dáleiðslumeðferð hjá geðhjúkrunarfræðingi með dáleiðslumenntun. Tvö viðtöl voru tekin við hvern þátttakanda.

Niðurstöður: Yfirþemað „Þetta breytti lífi mínu“ lýsir vel reynslu þátttakenda í þeim tilvikum þar sem árangur dáleiðslumeðferðarinnar hafði jákvæð áhrif á líf þeirra. Niðurstöður voru greindar í fimm undirþemu: reynsla af áföllum, heilsufarslegar afleiðingar áfalla, reynsla af öðrum meðferðarleiðum, reynsla af dáleiðslumeðferð og reynsla af árangri dáleiðslumeðferðar. Þátttakendur fundu að unnið var djúpt í tilfinningalífi þeirra og sú vinna bætti líðan þeirra. Þeir lýstu því að dáleiðslumeðferðin hefði hjálpað þeim að kryfja og vinna með tilfinningar og komist að rót áhrifanna sem áfallareynslan hafði haft á heilsu þeirra og líðan. Það leiddi til betri skilnings og þekkingar á tengslum eigin tilfinninga og líðanar. Auk þess skilaði dáleiðslumeðferðin betri sjálfsmynd, bættum svefni, minni kvíða og þunglyndi, betri hvíld, minni verkjum, bættri tilfinningastjórn og því að slæmar
endurminningar hurfu.

Ályktun:
Dáleiðsla getur reynst vel við úrvinnslu sálrænna áfalla og neikvæðum heilsufarslegum afleiðingum þeirra. Mikilvægt er að í boði séu fjölbreytt meðferðarúrræði fyrir fólk með heilsufarsvandamál sem gætu verið afleiðingar af áföllum, því misjafnt er hvað hentar hverjum og einum.

Lykilorð: Sálrænt áfall, dáleiðslumeðferð, heilsufarsvandamál, hjúkrunarmeðferð, fyrirbærafræði.

2. tbl. 2021: „Þetta breytti lífi mínu“ Reynsla fólks af dáleiðslumeðferð við afleiðingum sálrænna áfalla


Fagið

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála