Að efla virðingu í daglegri hjúkrun
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða virðingu sem hluta af umönnun í heilbrigðisþjónustu með áherslu á að lýsa leiðum sem hjúkrunarfræðingar geta notað í daglegu starfi til að viðhalda og efla virðingu sjúklinga.
Aðferð: Rýnirannsókn (e. Scoping studies). Leitað var í gagnasöfnunum PubMed, Web of Science og Scopus að efni frá 1997-2017. Leitarorðin voru: Dignity in healthcare, dignity nursing, fostering dignity (virðing í heilbrigðisþjónustu, virðing í hjúkrun, að stuðla að virðingu).
Niðurstöður: Fjórtán greinar voru valdar í samantektina. Tólf greinanna voru eigindlegar rannsóknir, ein var fræðigrein og ein fræðileg samantekt/ hugtakagreining. Alls voru nefnd fimmtíu og sjö þemu í niðurstöðum þessara fjórtán greina. Þessi þemu voru borin saman og þau sem voru lík flokkuðust saman í fjögur ný meginþemu: Persónumiðuð hjúkrun; Eiginleikar í framkomu hjúkrunarfræðinga; Samskipti og Umhverfi.
Ályktun: Að viðhalda og efla virðingu sjúklinga byggir á framkomu hjúkrunarfræðinga og samskiptum sem fela í sér að sjúklingi finnist að á hann sé hlustað og tekið hafi verið tillit til hans sjónarmiða. Umhverfið hefur einnig áhrif á virðingu, að aðbúnaður sé góður og skilyrði séu fyrir næði.
1. tbl. 2022: Að efla virðingu í daglegri hjúkrun