Prenta síðu

Félagið//

 


Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) var stofnað árið 1919, og er félagið bæði fag- og stéttarfélag.

Megintilgangur félagsins er að:

  • efla þróun hjúkrunar og þekkingu og hæfni hjúkrunarfræðinga.
  • gæta hagsmuna og standa vörð um sjálfstæði, réttindi, skyldur og kjör hjúkrunarfræðinga.
  • semja við vinnuveitendur um kaup og kjör fyrir félagsmenn og um önnur atriði semsamningsumboð félagsins nær tilá hverjum tíma.
  • auka þátt hjúkrunarfræðinga í þróun og stefnumótun hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu.

Félagsmenn eru kjarni starfseminnar og telja tæpa fjögur þúsund, þar af 3100 starfandi félaga. Starfandi formaður félagsins er Guðbjörg Pálsdóttir.

   

Skrifstofa félagsins


Skrifstofan er til húsa á Suðurlandsbraut 22, 3. hæð og er opin alla virka daga frá kl. 10:00-16:00.

Sími skrifstofunnar er 540-6400 og netfang hjukrun@hjukrun.is

 

Sjá staðsetningu á korti