Hjukrun.is-print-version

Við starfslok

Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga í samvinnu fagsviðs og kjara-og réttindasviðs Fíh. Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðíngum sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum.

Á námskeiðinu verður fjallað um breytingar og félagslega virkni samfara starfslokum, mikilvægi líkamlegrar þjálfunar, stöðu lífeyrisþega innan félagsins, lífeyrismál, TR og fjármál við starfslok. Kynnt verður Öldungadeild Fíh og Bergmál; líknar- og vinafélag.

Dagskrá

Miðvikudagur 13. nóvember 2019: Breytingar og félagsleg virkni

Kl. 13:00-14:00    
Breytingar samfara starfslokum. Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur
Kl. 14:00-14:30
Öldungadeild Fíh. Steinunn Sigurðardóttir, formaður Öldungadeildar
Kl. 14:30-14:50
Kaffi
Kl. 14:50-15:15
Kynning á Bergmáli- líknar og vinafélagi. Sigþrúður Ingimundardóttir 
Kl. 15:15-16:00
Fjölþætt þjálfun – lykill að vellíðan. Ásdís Halldórsdóttir íþróttafræðingur 


Fimmtudagur 14. nóvember 2019: Réttindi og fjármál

Kl. 13:00-14:00      Lífeyrissjóður og lífeyrisréttindi í LSR og LH. Anna Björk Sigurðardóttir og Ingibjörg Thorarensen. 
Kl. 14:00-14:30
Staða lífeyrisþega innan Fíh, réttindi, ráðningar og kjör. Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi Fíh
Kl. 14:30-14:50
Kaffi
Kl. 15:00-16:00
Fjármál við starfslok. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri fræðslu og viðskiptaþróunar Víb 

 

Skráningarfrestur útrunninn

Við starfslok

Hefst 13. nóvember 2019

Skráningu lýkur 12. nóvember

Verð

Án kostnaðar

Dagar

13. og 14. nóvember 2019

Tími

kl. 13:00-16:00 báða dagana

Umsjón

Edda Dröfn Daníelsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs Fíh

Staðsetning

Húsnæði Fíh, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála