Sálræn áföll og áfallamiðuð nálgun fyrir hjúkrunarfræðinga
Sálræn áföll, ofbeldi og áfallamiðuð nálgun er rafrænt námskeið þar sem fjallað er um skilgreiningar, einkenni og afleiðingar sálrænna áfalla og ofbeldis. Einnig er fjallað um forvarnir, úrræði og áfallamiðaða nálgun. Afleiðingar sem geta komið fram geta verið líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar. Á námskeiðinu er áhersla á að efla hjúkrunarfræðina til að skima fyrir áfalla- og ofbeldissögu skjólstæðina, eins og með ACE listanum (Adverse Childhood Experience). ACE listinn hefur m.a. verið lagður fyrir alla skjólstæðina Reykjalundar frá áramótum, einnig hefur meðferðarheimilið Krýsuvík nýlega tekið listann í notkun. Einnig er áhersla lögð á að hjúkrunarfræðingar viti hvernig á að bregðast við ef skjólstæðingur segir frá áföllum eða ofbeldi, hvernig skal vinna með það og hvert sé hægt að vísa fólki áfram, í viðeigandi úrræði eða meðferð. Áhersla er lögð á mikilvægi hlutverka hjúkrunarfræðinga í áfallamiðaðri nálgun, eins og í ung- og smábarnavernd og skólahjúkrun þar sem þeir geta gegnt lykilhlutverki í förvörnum og viðbrögðum við áföllum og ofbeldi. Einnig er fjallað um hlutverk hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu, á spítölum, í endurhæfingu og úti í samfélaginu. Umsjón og leiðbeinandi: Dr. Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og dósent við HA Skráningarfrestur er til 30 janúar, kl. 12:00. Skráðir þátttakendur fá fá senda slóð í tölvupósti 31. janúar 2023. Þátttökugjald er 9.000 kr.
Sálræn áföll og áfallamiðuð nálgun fyrir hjúkrunarfræðinga
Hefst 02. febrúar 2023
Skráningu lýkur 30. janúar
Verð
9.000 kr.
Dagar
2. febrúar 2023
Tími
13:00-16:00
Umsjón
Dr. Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og dósent við HA
Staðsetning
Rafrænt