Hjukrun.is-print-version

Núvitund í daglegu lífi

Í hverju felst núvitund? Núvitund (mindfulness) er lífsfærni sem getur aukið fullnægju í lífinu og skilning okkar í eigin garð. Hún felst í því að taka eftir náttúrulegum eiginleika hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast meðan það er að gerast án þess að grípa inn í og dæma það. Við gerum það m.a. með því að opna betur á og taka eftir; líkamsskynjun, tilfinningum, hugsunum og ytra umhverfi okkar.Tilgangur með námskeiðinu er að styðja við þína persónulegu reynslu af núvitund og aðstoða þig við að þjálfa upp þína eigin færni.

Fyrirkomulag:  Námskeiðið er í um 2 klst í senn, vikulega í 8 vikur. Það felst í fræðslu og kennslu æfinga um núvitund, samkennd/kærleika (compassion) og góðvild (kindness), í eigin garð- og annarra. Æfingarnar felast í stuttum sitjandi hugleiðslum, líkamskönnun (bodyscan) og líkams- og gönguhugleiðsluæfingum. Einnig í því að viðra eigin upplifun af æfingunum ef fólk kýs, stundum í námskeiðshópnum og stundum í minni hópum. Tilgangur þess er að öðlast meiri skilning á eigin líðan og á upplifunin, án þess þó að ráðleggja eða redda öðrum (ekki að fixa neitt), hver og einn er á sýnum forsendum á námskeiðinu. Þátttakendurnir fá verkefni með sér heim til þess að æfa sig á milli tímanna, en formleg og óformleg ástundun heima fyrir í 30-45 mínútur á dag getur stutt þig enn frekar við að tileinka þér æfingarnar og aukið þannig færni þína í núvitund. Þú færð afhendan á námskeiðinu leiðarvísi og hljóðupptökur með núvitundaræfingum.

Rannsóknir sýna í vaxandi mæli að núvitund ýti undir andlega og líkamlega vellíðan og auðveldar okkur að takast á við áskoranir og verkefni í lífinu. Þessi nálgun hefur verið notuð síðustu áratugi í löndum í kringum okkur með góðum árangri. 

Leiðbeinendur: Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun er umsjónarmaður námskeiðsins. Rannveig er með réttindi til að kenna námskeiðið frá samtökunum, Mindfulness Association CIC. Rannveig Eir Helgadótir hjúkrunarfræðingur mun vera til aðstoðar á námskeiðinu.  

Skráðir þátttakendur fá senda slóð á fundinn daginn áður en námskeiðið hefst. 

Skráningarfrestur útrunninn

Núvitund í daglegu lífi

Hefst 25. janúar 2022

Skráningu lýkur 21. janúar

Verð

55.000 kr.

Dagar

25. janúar - 15. mars

Tími

16:30-18:30

Umsjón

Rannveig Björk Gylfadóttir er umsjónarmaður námskeiðs og Rannveig Eir Helgadóttir er til aðstoðar

Staðsetning

Rafrænt námskeið

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála