Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Kyrrðarjóga fyrir hjúkrunarfræðinga

Fjögurra vikna námskeið í "Kyrrðarjóga" sem hjúkrunarfræðingarnir og jógakennararnir Laufey og Rebekka standa fyrir.
Markmiðið er að hjálpa hjúkrunarfræðingum að ná tökum á streitu og finna innri kyrrð og ró.

 

Kyrrðarjóga er áreynslulaus streitulosun sem hjálpar þér að kyrra hugann og núllstilla þig. Farið er í hugleiðsluferðalag með aðferðum Jóga Nidra. Jóga Nidra er liggjandi, leidd hugleiðsla og djúpslökun sem allir geta ástundað. Nidra þýðir svefn en ólíkt svefni er farið meðvitað í djúpt slökunarástand og markmiðið er að aftengja sig við hugann.

 

Heilsufarslegur ávinningur af þessari djúpslökunaraðferð er margvíslegur. Margir upplifa bættan svefn og betri líðan. Eins finna margir fyrir minni kvíða, áhyggjum og streitu.

 

Gong tónheilun kemur einnig við sögu og færir þig enn dýpra innávið.

 

Dýnur eru á staðnum en þátttakendur er hvattir til að koma með teppi og kodda með sér til að láta fara sem best um sig.
Vertu hjartanlega velkomin/nn í ferðalag inn í kyrrðina.

Laufey Steindórsdóttir. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur og Jógakennari.
Rebekka Rós Þorsteinsdóttir. Svæfingahjúkrunarfræðingur og Jógakennari


Skráningarfrestur útrunninn

Kyrrðarjóga fyrir hjúkrunarfræðinga

Hefst 19. febrúar 2018

Skrá mig á biðlista

Verð

10.900 kr.

Dagar

19. febrúar, 26. febrúar, 5. mars og 12. mars

Tími

20:00 - 21:15

Umsjón

Laufey Steindórsdóttir og Rebekka Rós Þorsteinsdóttir

Staðsetning

Salur Fíh, Suðurlandsbraut 22

Dýnur eru á staðnum en þátttakendur er hvattir til að koma með teppi og kodda með sér til að láta fara sem best um sig.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála