Hjukrun.is-print-version

Meðvirkni á vinnustað og heilbrigð mörk

Meðvirkni á vinnustað getur leynst í hinum ýmsu skúmaskotum og þrífst oft ágætlega án þess að starfsfólk eða stjórnendur geri sér grein fyrir því. Meðvirkni er ólíkindatól sem getur tekið á sig fjölmargar birtingamyndir og það eru ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna meðvirknimynstur skapast á vinnustaðnum.

 

Á námskeiðinu fer Sigríður Indriðadóttir hjá SAGA Competence yfir hvernig meðvirkni getur birst á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig er skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi. Þá er farið yfir ólíkar aðferðir og leiðir til að þjálfa sig í að setja heilbrigð mörk og stuðla að því að brjóta upp meðvirknimynstur og þar með byggja upp öflugri og betri vinnustað. Námskeiðið verður tekið upp og aðgengilegt inn á Mínum síðum í tvo mánuði.

 

Tengjast á Teams

Meðvirkni á vinnustað og heilbrigð mörk

Hefst 17. október 2022

Skráningu lýkur 17. október

Verð

Án kostnaðar

Dagar

17. október

Tími

12:15-14:15

Umsjón

Sigríður Indriðadóttir hjá SAGA Compentence

Staðsetning

Microsoft Teams

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála