Hjukrun.is-print-version

Starfsmannasamtöl - sjónarhorn stjórnenda

Rafrænt námskeið: Starfsmannasamtöl – sjónarhorn stjórnenda

Starfsmannasamtöl eru mikilvægur vettvangur fyrir bæði starfsmenn og stjórnendur þar sem þeir hittast og ræða mikilvæg atriði sem tengist vinnunni, helstu verkefnum og samskiptum á vinnustað. Þau eru einnig mikilvægt tæki fyrir stjórnendur til að veita endurgjöf, ræða starfsþróun, fræðsluþarfir, helstu verkefni og skipulag starfsins.

Starfsmannasamtöl eiga að einkennast af gagnkvæmum samskiptum milli starfsmanns og stjórnenda þar sem aðilar leitast við að skýra óljósa þætti í starfi ásamt því að vinna að umbótum. Í þessum fyrirlestri er farið yfir helstu atriði sem stjórnendur þurfa að hafa í huga varðandi undirbúning og framkvæmd starfsmannasamtala svo þau verði árangursrík.

 Fyrirlesari: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í stjórnun við háskóla Íslands


Skráðir þátttakendur fá senda slóð á daginn fyrir fyrilesturinn. 

Skráningarfrestur útrunninn

Starfsmannasamtöl - sjónarhorn stjórnenda

Hefst 15. febrúar 2022

Skráningu lýkur 14. febrúar

Verð

Án kostnaðar

Dagar

15. febrúar 2022

Tími

Kl.11:00-12:00

Umsjón

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

Staðsetning

Rafrænt námskeið

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála