Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Samskipti á vinnustöðum

Lykilinn að framúrskarandi samstarfi og árangri felst í öflugum samskiptum. Rannsóknir hafa margsýnt fram á fylgni á milli öflugra samskipta á vinnustað og aukinnar framleiðni og starfsánægju. 
Meðal þess sem þátttekndur fá út úr námskeiðinu er: 

  • Innsýn í mismunandi samskiptastíl og hvað einkennir „fyrirmyndar“ samskiptastíl
  • Upplýsingar um dæmigerðar ástæður ágreinings á vinnustöðum
  • Betri færni í að taka eftir „földum“ skilaboðum (sínum eigin og annarra)
  • Aukinn skilning á hvernig megi fyrirbyggja óæskilegan ágreining og spennu á vinnustaðnum og í staðinn stuðla af öflugum samskiptum 
  • Aukna færni til að takast á við erfið samskipti og erfið mál sem þarf að ræða

Rakel Heiðmarsdóttir útskrifaðist með doktorsgráðu í ráðgjafarsálfræði (counseling psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún hefur síðan starfað við mannauðs- og stjórnunarráðgjöf, markþjálfun og mannauðsstjórnun. Að auki hefur hún haldið fjölda námskeiða um samskipti, stjórnun og fleira. Rakel var meðal annars mannauðsstjóri hjá Norðuráli til ríflega sex ára (2005-2012) og hjá Bláa Lóninu í fjögur ár (2013-2017). Rakel starfar nú hjá Birki ráðgjöf ehf en þar er hún einn þriggja eigenda. 

 


Skráningarfrestur útrunninn

Samskipti á vinnustöðum

Hefst 09. október 2019

Skrá mig á biðlista

Verð

Án kostnaðar

Dagar

Miðvikudaginn 09. október 2019

Tími

09:00-13:00

Umsjón

Rakel Heiðmarsdóttir

Staðsetning

Húsnæði Fíh, Suðurlandsbraut 22, Reykjavík

Léttar veitingar verða í boði fyrir þátttakendur

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála