Samúðarþreyta hjúkrunarfræðinga
Áhersla námskeiðsins er á samúðarþreytu, hvaða áhrif hún hefur á hjúkrunarfræðinga og hvernig hægt er að fyrirbyggja þessa þreytu og hlúa að sér og samstarfsfólki.
Farið verður í ýmsar leiðir til að efla sjálfsþekkingu og rætt um leiðir til efla vellíðan og hugarró í lífi og starfi. Áhersla á umræður og verkefnavinnu og á að þátttakendur taki með sér verkfæri til að takast á við áskoranir í starfi.
Heilbrigðisstarfsfólk leggur sig fram við að lina þjáningar og efla heilsu fólks en í fjölmiðlum má víða sjá og heyra neyðarkall heilbrigðisstarfsfólks að það sé að bogna undan álagi og farið að upplifa mikla streitu og örmögnun. Samúðarþreyta (e. Compassion fatigue) lýsir því ástandi þegar heilbrigðisstarfsmaður hefur minni getu til þess að finna til samkenndar með þjónustuþegum eftir að hafa horft upp á miklar þjáningar og áföll fólks.
Leiðbeinendur:
Katrín Ösp Jónsdóttir starfar sem hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni á Akureyri. Katrín er í meistaranámi í heilbrigðisvísindum og hefur þar sérhæft sig í samúðarþreytu. Katrín útskrifaðist með B.Sc. í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2012 og er í meistaranámi við Háskólann á Akureyri í Heilbrigðisvísindum. Katrín hefur unnið lengst af við krabbameinshjúkrun en einnig við öldrunarhjúkrun og gjörgæsluhjúkrun. Hún starfaði sem verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og hjá Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélag Íslands árin 2016 til 2021. Hún tók þátt í innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á SAk og fékk hvatningarstyrk Fíh árið 2022.
Regína Ólafsdóttir útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskólanum í Árósum árið 2007. Hún starfaði fyrstu 10 árin á Landspítalanum á vefrænum deildum og á barna- og unglingageðdeild. Meðal starfa sem Regína hefur sinnt er á göngudeild geðdeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Regína hefur lokið tveggja ára diplómanámi í hugrænni atferlismeðferð og hlaut sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði árið 2018
Félagsmenn Fíh geta sótt um um endurgreiðslu í starfsmenntunarsjóð Fíh.
Samúðarþreyta hjúkrunarfræðinga
Hefst 30. ágúst 2022
Skráningu lýkur 26. ágúst
Verð
112.000 kr.
Dagar
30. og 31. ágúst 2022
Tími
08:30-16:30
Umsjón
Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og Regína Ólafsdóttir, klínískur sálfræðingur
Staðsetning
Húsnæði Heilsu og sálfræðiþjónustunnar, Glerártorgi 34, 600, Akureyri